Færsluflokkur: Bloggar

Nafni minn er 2 ára í dag.

Nafni litliog hann ætlar að verða Arsenal maður eins og afi hans. Búið er að halda afmælisveislu að Naustabryggju og auðvitað komst ég ekki. Mér finnst hann vera í flottustu peysunni sinni en ég er ekki viss um að pabbi hans sé sammála. 

En svo kom sú frétt til okkar um borð í Jón Kjartansson að Aðalsteinn Jónsson væri dáinn, svo það er oft stutt milli gleði og sorgar í lífinu.Grétar Berg Henryson


Mátti til með

3 eða 4 fl Austra fyrir ca 35 árumað setja þessa mynd hér en Friðrik Þorvaldsson sendi mér hana, þarna er annað hvort 3 eða 4 fl Austra á Seyðisfjarðarvelli, og endaði leikurinn víst 3-2 fyrir okkur í Austra, ekki veit ég hverjir skoruðu mörkin en það vekur athygli mína að Bjarni Kristjánsson sem var  mesta markamaskína Austra fyrr og siðar hefur ekki verið með, hlýtur að hafa verið veikur eða meiddur. Á myndinni eru, efri röð frá vinstri: Stebbi Nönnu, Pétur Ísleifs, Árni ÓlaFoss, Skúli Sveins, Bjarni Kristins, og ég (frábær hárstíll). Neðri röð frá vinstri: Helgi Geir Friðrik Þorvalds, Ari Hall, Einar Birgisson og Villi Guðmunds.

Og munurinn á aðstöðu og umgjörð knattspyrnudrengja í dag og þá, við spiluðum á malarvöllum, en nú er spilað í inni húsum með gervigrasi yfir veturinn og á grasi úti yfir sumarið, og eitt man ég þegar ég sé þessa búninga að móðir mín þurfti að sauma Austra merkið í peysuna. Þegar sonur minn sá þessa mynd fór hann að reyna að sjá hvernig skóm karlinn var í og komst að þeirri niðurstöðu að karlinn hafi verið í Adidas skóm. Til gamans set ég svo eina mynd af sýni mínum í fótboltaleik, og berið svo saman búningana, hans búningur allur í auglýsingum og fyrirliðabandið á arminum, og ekkert af þessu handbróterað af móður hans.Sigþór Rögnvar Grétarsson


Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

Mjóeyri Hólmaborgvetur 2008 053  það hefur verið gaman að rifja upp kynni hér við gamla Eskfirðinga og skólabræður úr Stýrimannaskólanum, og úr Reykholti.


Gott mark hjá Riise

Maður hálf vorkennir karlinum að skora svona mark, eina sem mér fannst gott við það, að  þetta róaði leiðinadarpúkann Hörð Magnússon aðeins niður Liverpool mann nr 1, á Stöð 2.
mbl.is Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að vera í Færeyskum sjó

En það segja Færeyingar um sína lögsögu, íslenskur sjór og alþjóða sjór, er íslenska landhelgin og alþjóða hafsvæði. En vorum semsagt á veiðum í Færeyskri landhelgi, mjög góð veiði var á svæðinu fengust stór höl, og til gamans setti mynd af einu sem við fengum í gær 600 tonn af færeyskum svartkjafti en það er þeirra heiti yfir kolmunnann

Og svo smá saga af kynni mínum við Færeyinga. Fyrir um 11 árum síðan fór ég sem skipstjóri á færeyskan bát í einn mánuð, þegar verið var að breyta J.K. út í Póllandi, og var það mjög skemmtileg reynsla. Veiða átti makríl í Norðursjó, en mikill ótíð hamlaði veiðum og var mest legið í vari við Setlandseyjar, einhverja síld fengum við en engan makríl.

Það var eitt sem ég var lengi að ná hjá þeim þegar þeir komu að matarborðinu þá sögðu þeir eitthvað sem ég ætlaði aldrei að ná, svo það endaði með að ég spurði hvað segið þið alltaf þegar þið komið að matarborðinu, en auðvitað voru þeir að segja verði ykkur að góðu, og það er "vel gagnist" og þetta sögðu þeir svo hratt að ég heyrði aldrei. Gagnaðist mér maturinn vel fyrir utan grind og spik, skerpukjöt og ræskt kjöt (sigið kjöt) fékk þá bara ís, gat ekki borðað þessa þjóðarrétti þeirra.

Svo var það á heimstíminu til Færeyja á sunnudegi í vonsku veðri að haldin var messa, sungu þeir sálma og spiluðu á gítar og nikku, og lásu upp úr biblíunni og sögðu sögur. Tók ég ekki þátt en fylgdist með í smá stund, og þarna fékk ég staðfestingu á því sem ég hafði heyrt um að þetta viðgengist í borðum þeirra skipum.600 tonn


Mikill snjór og fallegt veður

vetur 2008 053Stóðst ekki freistinguna og fékk þessa mynd hjá Sævari frænda mínum tekin yfir bæinn og fjörðinn okkar,(tekin í gær eða fyrradag). Mikill snjór í fjöllum við bæinn og veðrið frábært í gær. Sólskin og logn og hitinn var um 12 stig á mæli þegar ég fór í sund um miðjan dag. Ekki var veðrið síðra í nótt þegar siglt var út fjörðinn í stafalogni og kyrrð og bærinn svaf. Var að hugsa hvað skildi maður vera búinn að sigla margar ferðir um fjörðinn og hvað skildu vera margar eftir. Fyrir þá sem ekki þekkja, næst okkur er Eskifjörður og bærinn og sjá má í húsin í norðanverðum firðinum, fyrir utan Eskifjörð tekur Reyðarfjörðurinn við og ef glöggt er skoðað má sjá grilla í Skrúð. Nesið á milli fjarðanna er Hólmanes og á því stendur Hólmaborg. Upp af því kemur svo Hólmatindurinn 936 m hár og er nánast óklífanlegur að norðanverðu, sem sagt á móti bænum. Held að aðeins einn maður hafi farið þar upp einhvertíma um 1966-68, allavega man ég eftir, því allur bærinn fylgdist með.

Erum á siglingu í góðu veðri á leið á kolmunaslóð suður af Færeyjum og verðum þar í nótt eftir sólahrings ferðalag að heiman.


Góður leikur

Þetta var skemmtilegur leikur og gat endað á hvorn veginn sem var, átti samt von á þessum úrslitum innst inni, það fellur ekkert með mínum mönnum þessa daganna. Þessi leikur minnti bara á Liverpook leikinn um daginn, byrjað svipað þar sem Arsenal byrjaði betur. Ég sagði við strákana þeir jafnan strax og það gekk eftir. Held að þetta sé komið hjá Man Utd veit ekki hvort ég á að óska þeim til hamingju strax, en þeir eru allavega með besta liðið og eiga þetta skilið.

Jæja erum á landleið með 1900 tonn, veiðin virtist vera að verða búinn á alþjóða svæðinu, og sjálfsagt liggur leiðin næst inn í Færeysku lögsöguna. Erum á heimleið í fínu veðri og verðum heima í fyrramálið, annars ekkert að segja lifið gengur sinn vana gang hér á sjónum og er ég að verða búinn að fá nóg að sjómennsku í bili en ætla að sjá hvað ég þrauka. Mundi bara trufla Önnu við lokaritgerðina ef ég færi að hanga heima svo ég er best geymdur út á sjó, eða það held ég.

 


mbl.is Hargreaves tryggði United sigur með glæsimarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið um þetta að segja bara ef ef

Vítið hefði verið dæmt í hinum leiknum sem var svo augljóst, og vítinu sleppt í þessum leik set ?? við þennan dóm, en aðallega Senderos eins og drumbur í vörninni. Svona er boltinn til hamingju Púllarara, ekkert meira um þetta að segja.


mbl.is Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónleikar í Valhöll

Skrapp aðeins á tónleika í gærkvöld í Valhöll, en Óli Palli og RUV eru á tónleikaferð með 4 bönd um landið, hefði nú sennilega ekki farið nema að Sigþór Rögnvar sonur minn er trommuleikari í hljómsveitinni Summary of sound sem spilaði sem gesta hljómsveit. Fannst mér þeir standa sig bara nokkuð vel miðað við litlar æfingar en 3 af strákunum búa í Rvk, bara minn sonur á Eski. Gat því miður ekki verið allan tímann því skyldan kallaði og þurfti að fara á hafið í nótt. Fannst nú eiginlega skondnast þegar ég sagði við strákinn þegar þeir voru búnir að spila hvort hann ætlaði ekki að setjast hjá okkur Önnu, og hlusta á hin böndin sneri hann bara upp á sig og minnti mig á hvað hann væri gamall og mætti ekki vera þarna inni. Löghlíðin eins og pabbi hansWink og hann bara fór. Hann fór mjög sáttur því Leiló(veit ekki hvort þetta er rétt skrifað) kyssti hann bless á kinnina þegar hann fór, en hún var að spila með einu bandinu. En ef einhverjir vilja hlusta á lög strákanna þá er hægt að hlusta á síðunni þeirra, en þetta eru lög eftir þá sjálfa og bara mjög góð að mér finnst. http://www.myspace.com/summaryofsound


Upprifjun frá gömlum og góðum tíma

Sæljón fullt af síld Fannst tilvalið að rifja upp gamlan og góðan tíma og hugsa til baka og skella inn nokkrum gömlum myndum frá því í den, frá því að ég var skipstjóri á Sæljóni SU- 104 sem Friðþjófur h/f gerði út. Eigendur fyrirtækisins voru þau Árni Halldórs og Ragnhildur, Bjarni Stefáns og Bára, Unnar Björgúlfs og Jónína og Kristinn Karlsson og Bára, allt öndvegis fólk sem ég segi að hafi verið forréttindi að fá að kynnast og vinna hjá. Læt myndirnar bara tala sínu máli verð samt að benda á hvað Ragnar Eðvarðs og Guðmundur Halls hafa elst vel og þá Guðbjörn Gylfa, svo finnst mér algjör synd að eiga ekki enn hvíta jakkann sem ég er í, í samkvæmi hjá Árna og Diddu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband