Gott að vera í Færeyskum sjó

En það segja Færeyingar um sína lögsögu, íslenskur sjór og alþjóða sjór, er íslenska landhelgin og alþjóða hafsvæði. En vorum semsagt á veiðum í Færeyskri landhelgi, mjög góð veiði var á svæðinu fengust stór höl, og til gamans setti mynd af einu sem við fengum í gær 600 tonn af færeyskum svartkjafti en það er þeirra heiti yfir kolmunnann

Og svo smá saga af kynni mínum við Færeyinga. Fyrir um 11 árum síðan fór ég sem skipstjóri á færeyskan bát í einn mánuð, þegar verið var að breyta J.K. út í Póllandi, og var það mjög skemmtileg reynsla. Veiða átti makríl í Norðursjó, en mikill ótíð hamlaði veiðum og var mest legið í vari við Setlandseyjar, einhverja síld fengum við en engan makríl.

Það var eitt sem ég var lengi að ná hjá þeim þegar þeir komu að matarborðinu þá sögðu þeir eitthvað sem ég ætlaði aldrei að ná, svo það endaði með að ég spurði hvað segið þið alltaf þegar þið komið að matarborðinu, en auðvitað voru þeir að segja verði ykkur að góðu, og það er "vel gagnist" og þetta sögðu þeir svo hratt að ég heyrði aldrei. Gagnaðist mér maturinn vel fyrir utan grind og spik, skerpukjöt og ræskt kjöt (sigið kjöt) fékk þá bara ís, gat ekki borðað þessa þjóðarrétti þeirra.

Svo var það á heimstíminu til Færeyja á sunnudegi í vonsku veðri að haldin var messa, sungu þeir sálma og spiluðu á gítar og nikku, og lásu upp úr biblíunni og sögðu sögur. Tók ég ekki þátt en fylgdist með í smá stund, og þarna fékk ég staðfestingu á því sem ég hafði heyrt um að þetta viðgengist í borðum þeirra skipum.600 tonn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég á nokkra góða vini í Færeyjum og þetta er frábært fólk. Get samþykkt að hann er ekki allur mjög spennandi þessi sérstaki matur þeirra, en mjög misjafn.

Þetta er falleg mynd, var búinn að sjá þessa sem er á síðunni hjá ykkur og það er gaman að þessu.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.4.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gaman alltaf að heyra sögur frá Færeyjum. Þú veist að ég er sérdeilis interesseruð í Færeyingum og Grænlendingum. Svona útkjálkasamfélög hafa marga heillandi þætti fólgna í sér, - og kannski reyndar suma minna heillandi. En það er önnur saga.

Takk fyrir þetta, kæri vin, áfram góða veiði! 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.4.2008 kl. 22:10

3 identicon

þú getur nú ekki einu sinni etið séríslenskan mat, hvað þá verið að gæða þér á færeyskum mat:)

Eddi (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

220 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 177316

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband