Færsluflokkur: Bloggar
2.7.2008 | 11:58
Tengdur
Þá er búið að tengja tölvukerfi og síma í húsinu, öllum til mikillar ánægju, og takk fyrir hamingjuóskirnar öll saman. Nánast búið að koma sér fyrir en þetta tekur allt sinn tíma.
Nú er legið í landi og beðið eftir að Aðalsteinn Jónsson SU verði klár til að partrolla með okkur, en þá draga tvö skip með eitt troll á milli sín, en það gefur betri veiði þegar fiskurinn er í yfirborðinu eins og núna. Reiknum með að sigla á morgun.
Hér er búið að vera skýfall síðustu daga og varla hundi út sigandi, en hvað um það, við búum víst á Íslandi.
Spánverjar urðu Evrópumeistarar mér til mikillar ánægju þar sem okkar Arsenalmaður Fabregas stóð sig frábærlega. Ekki gengur eins vel hjá liðum Fjarðabyggðar og finnst mé liðið hjá þeim mun lakara nú en í fyrra. Sama má segja um 3 fl enda hafa þeir misst marga góða stráka í burtu og svo núna í meiðsl, en þetta er samt að ég held alveg að koma hjá þeim, og ætla ég ekki að tala neitt um síðustu ferð hjá þeim til Njarðvíkur sem var heimamönnum þar til skammar alveg eins og Grindvíkingum fyrir nokkrum vikum. Finnst að þessir aðilar á SV horninu ættu að sína fótboltanum meiri virðingu og hvað þá liðum sem ferðast um langan veg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2008 | 15:00
Aftengdur
Fyrir nokkrum dögum byrjuðu flutningar, og þá var ég aftengdur við umheiminn, sími sjónvarp og net tekið úr sambandi og farið með búnaðinn í nýtt hús, og í dag á að reyna að tengja búnaðinn af fagmanni. En þar sem ég er nú kominn á sjóinn aftur hefur mér nú loksins tekist að lesa hér nokkur blogg og póst og er farinn að geta horft á sjónvarp. En hvað um það ,nóg var að gera í landi síðustu daga við að klára að sparsla og mála í nýja húsinu og svo gekk vel að flytja. Náði að sofa tvær nætur og svaf bara vel.
Farið var til hafs og hugmyndin að veiða makríl í bland við síld en hann er alveg horfinn og meirihluti af því litla sem fengist hefur er bara síld. Verður nú tekin smá törn á sjónum þar til farið verður í alvöru sumarfrí um 20 júlí.
Hér bíða menn spenntir eftir leiknum í kvöld, og ætla ég ekki að spá fyrir um úrslit er alveg sama hverjir vinna, vona bara að annaðhvort þessara liða verði Evrópumeistarar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.6.2008 | 00:55
Dagur gleði og leiðinda.
Laugardagurinn 14 júní 2008 á eftir að verða mér minnisstæður. Dagurinn byrjaði skemmtilega þegar ég fór með Önnu minni í Laugardalshöllina til að vera með henni við úrskriftina úr Kennaraháskólanum.
Að því loknu brunaði ég til Grindavíkur til að horfa á 3 fl Fjarðabyggðar etja kappi við Grindavík í íslandsmótinu í knattspyrnu, en sonur minn hafði ásamt hinum drengjunum ferðast um langan veg til að spila leikinn. Vægt til orða tekið voru drengirnir niðurlægðir svo um munaði af forystumönnum knattspyrnunnar þar á bæ. Hef ég nú séð marga fótboltaleikinn um ævina og oft fundist einkennilega dæmt, en þarna var farið vel yfir strikið. Dómarar inn á vellinum voru tveir útlendingar sem spila með úrvalsdeildarliði Grindavíkur, og engir línuverðir. Byrjaði leikurinn vel hjá okkar drengjum og komust þeir í 3-0, síðan var staðan 3-1, og þá byrjaði ruglið í dómgæslunni og var hryllingur á að horfa, dæmdar voru rangstöður á Fjarðabyggðarliðið sem hefðu gefið mörk þó engin rangstaða væri, og leikurinn leystist upp í algjöra vitleysu þar sem dómararnir léku aðalhlutverkið, og voru farnir að leiðbeina drengjum Grindavíkurliðsins og segja þeim hvernig þeir ættu að staðsetja sig i föstum leikatriðum. Þegar ég fór inn í búningsklefa drengjanna voru þar niðurbrotnir ungir drengir sem höfðu verið niðurlægðir og fannst mér aumt að þurfa að horfa á. Fauk þá ansi mikið í mig og hellti ég mér yfir annan dómarann þegar ég hitti á hann á leið í burtu, þar sem hann var glottandi og virtist bara ánægður með sinn hlut enda ekki skrítið þar sem þeim tókst það sem þeir ætluðu, að láta sína menn vinna, en leikurinn endaði 5-4 fyrir Grindavík. Ætla ég ekki að lýsa hér í smáatriðum hvað skeði inn á vellinum það verður gert annarstaðar.
Þegar leið á daginn jafnaði ég mig, en það verður að segjast að ég varð fyrir talsverðu áfalli að verða vitni að þessu hélt bara að þetta gæti ekki gerst í knattspyrnuleik á Íslandi. En þegar ég kom í heim í útskriftarveislu hjá Önnu sem þær höfðu útbúið Erna dóttir mín og Anna leið mér strax betur og gat gleymt þessum. Síðan um kvöldið á Humarhúsinu gleymdi ég náttúrlega öllu leiðindum en þetta er eitthvað sem situr samt í manni og gleymist seint.
Var nú eiginlega búinn að ákveða að taka mér bloggfrí um tíma en gat ekki setið á mér að þessu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
2.6.2008 | 11:20
Góð helgi að baki
Og eiga þeir sem að stóðu hrós skilið fyrir að gera þetta að alvöru karnival stemmingu. Síndust allir skemmta sér vel og gaman að sjá að svona helgi getur verið skemmtileg ef vel er að staðið. Mikið að fólki í bænum og greinilega fólk frá öðrum stöðum mætt til að taka þátt.
Hjá mér var helgin með hefðbundnum hætti sigling á laugardag og svo stýrði ég mínni róðrasveit til sigurs og tók við bikar í gær, út að borða á ball og í kirkju í gær, og bara ekki svo illa haldinn, ranglasðist um bæinn í gær og fór á nýja kaffihúsið sem er mjög fínt, grillaðii í gærkveldi og bauð móður minni og föður í mat. Set hér inn link inn á myndasíðuna hans Helga Garðars þar sem er mikið af myndum frá helginni. http://simnet.is/hgard/folk11A/
Annars, held ég verði að fara að drattast til að slá sennilega á morgun eða hinn eða hinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.5.2008 | 15:37
Gleðilega sjómannadagshelgi
Óska öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar. Og svona til gamans set ég inn hér dagskrána um helgina Nóg um að vera og allir geta fundið skemmtum við sitt hæfi enda metnaðarfull dagskrá í boði.
En að öðru, hef haft nóg að gera eftir að ég kom í land. Þurfti að rýma íbúðina á neðri hæðinn og leigði, og fengu færri en vildu, hef síðan verið í hálfu starfi hjá Böddu við allskonar störf fyrir 3 fl Fjarðabyggðar í boltanum og bara haft gaman að því, og eiga þær mömmurnar hrós skilið fyrir dugnað við að afla fjár fyrir framtíðar fótboltastjörnur okkar. En annars allt gott að frétta hér veðrið hefur leikið við okkur og vonandi verður gott yfir helgina. Annað kvöld förum við áhöfnin út að borða og síðan á dansleik með, Í svörtum fötum ég held að hún heiti það hljómsveitin. Allavega eitthvað band úr Rvk.
Sjómannadagshelgin á Eskifirði 2008 Föstudagurinn 30.maí 17-19:00 Diskótek í gamla íþróttahúsinu fyrir 1. 5. bekk grunnskólans 21-23:00 Diskótek í gamla íþróttahúsinu fyrir 6. 10. bekk grunnskólans21-24:00 Ball í Valhöll. STRÁKARNIR HENNAR STÍNU spila gömlu og góðu rokklögin en líka sígilda harmonikusmelli.00.3003.00 The Three Amigos halda svo uppi fjörinu fram eftir nóttu. Verð fyrir allt kvöldið 1.000 kr.Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum) |
Davíð prestur og Hólmgrímur prestur taka að sér liðstjórn sóknarbarna sinna, sitt hvoru megin við Hólmatindinn í djarfri keppni út í Mjóeyrarvík. |
Sunddeild Austra selur gómsætar pylsur og gos á Eyrinni |
Bátaleigan á Mjóeyri opin alla helgina frá 10 - 22. |
Grillaðar pylsur í boði Eskju við sparkvöllinn |
Tökum til fyrir Sjómannadaginn! |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.5.2008 | 16:38
Hvað þýðir orðið að vera sjósprunginn?
Heyrði þetta orð í fyrsta skipti fyrir nokkrum árum hjá Páli Helgasyni frænda mínum, það þýðir að vera orðinn leiður eða þreyttur á að vera á sjó. Nú er ég allavega alveg að sjóspringa enda búinn að vera ansi mikið á sjónum í vor. Ætla nú að drulla mér í frí eftir sjómannadag svo ég sleppi við að springa alveg. Finnst þetta bara nokkuð gott nýyrði hjá Páli og það er ansi mikið notað hér um borð.
Þarf víst að fara að undirbúa mig í að flytja í nýja húsið, og reyna að koma hinu í leigu þangað til einhverjum þóknast að kaupa. Auglýsi hér með eftir leigjendum eða kaupendum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.5.2008 | 12:35
Mín spá
Wigan- Man Utd 1-1
Chelsea-Bolton 2-0
Veit að það eru ekki allir smmála en ?????????
Úrslitin ráðast í Englandi í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.5.2008 | 11:18
Minning
Aðalsteinn Jónsson Þessa minningargrein skrifa ég í blaðið í dag og birti líka hér.
| ||
Eins og flest allir Eskfirðingar fór ég að vinna hjá Hraðafrystihúsi Eskifjarðar sem ungur maður, fyrirtækinu hans Alla. Árið 1988 eða fyrir 20 árum síðan fór ég að kynnast Alla betur þegar hann réð mig sem skipstjóra á Jón Kjartansson SU-111. Finnst mér það hafa verið forréttindi að fá að vinna fyrir hann og kynnast honum, hann var ákveðinn en alltaf sanngjarn. Það fór ekkert á milli mála að það var hann sem réði og eftir því var farið. Það var ekkert verið að hika við hlutina þegar einhver ákvörðun var tekin, og man ég sérstaklega eftir tveim atvikum, það var þegar ég var stýrimaður á Hólmatindi, þegar hann hringdi einn morguninn og sagðist vera búinn að kaupa nýjan togara og við skildum fiska í skipið og sigla með aflann til Bretlands og fara síðan til Frakklands að sækja nýja togarann. Var það gert og þar tók Alli síðan á móti okkur. Svo var það þegar hann hringdi og sagðist vera búinn að kaupa nýjar og stærri vélar í Jón Kjartansson og Hólmaborg og við ættum að fara til Póllands í vélarskipti, var það gert og allir vita hverju það hefur skilað. það var hans líf og indi að fylgjast með skipunum og hringdi hann oft um borð, sérstaklega þegar við vorum á loðnu, og hringdi hann oft á dag til að fá fréttir. Þegar vel gekk fékk maður klapp á bakið sem var "flott hjá þér elskan" og þegar manni fannst ekki ganga nógu vel og var að barma sér, þá kom bara "kemur bara næst elskan". Það var ekki ósjaldan að maður hitti Alla út í bæ eða út á skrifstofu, og ef maður var með börnin með tók hann þau alltaf í fangið og höfðu þau þá forgang í spjallinu. Hann var einstaklega barngóður maður. Síðan er það mér í fersku minn þegar faðir minn slasaðist illa á auga, en hann var verkstjóri í saltfiskvinnslunni hans að þá fór Alli sjálfur með honum í sjúkraflugi til Reykjavíkur, svona var hann alltaf hjálplegur þegar eitthvað var að.
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.5.2008 | 15:48
9 maí 1933.
Fæddist barn sem skírt var Sigþór Rögnvar Ragnarsson, maður þessi er því 75 ára í dag og er faðir minn. Vildi ég nú óska að ég sæti nú við eldhúsborðið hjá henni móður minni og hámaði í mig tertum að hennar hætti, veit að Anna og Rögnvar junior eru nú þar að háma í sig, veit að hún móðir mín geymir eitthvað handa drengnum sínum sem kemur í land á sunnudag. Set hér að gamni tvær gamlar myndir af karli. Á annari myndinni er hann með Erlingi bróður sínum sem lést fyrir nokkrum árum síðan.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.5.2008 | 16:13
Blíðublogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar