Færsluflokkur: Bloggar
21.10.2008 | 12:04
Ótrúlegt
Hvað sumir eldast vel. Fór á laugardag í 90 ára afmæli hjá Steini Jónssyni og það er ótrúlegt hvað hann hefur elst vel. Níræður maður á hestbaki að ríða yfir heiðar held ég að sé ansi sjalgæft. Mér hefur alltaf fundist Denni einhver besti maður sem ég hef kynnst, alltaf svo hógvær og yfirvegaður. Það var gaman að hlusta á hann lýsa lífshlaupi sínu í afmælinu þó stiklað hafi verið á stóru. Síðan fannst mér ennþá merkilegra þegar karl faðir minn sagðist hafa byrjað á sjó með Denna aðeins 16 ára gamall og þá farið á vertíð til Sandgerðis. Í dag meiga 16 ára krakkar helst ekki vinna. Á þessari vertíð björguðu þeir 12 þýskum sjómönnum úr strönduðu skipi við Reykjanes. Langar líka að segja frá því að Denni var einn að þeim sem björguðu þeim sem komust af þegar Egill rauði strandaði undir Grænuhlíð. Var það mikil þrekraun sú björgun.
'A sunnudag kíkti ég á málverkasýningu Baltasar hér í kirkjumiðstöðinni. Frábærar myndir, en eins og margir vita er freska eftir hann hér á frystigeymslu Eskju. Mæli með að fólk kíki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.10.2008 | 13:35
Eitt ár er liðið
Eða næst um því síðan ég byrjaði með þessa síðu, ekki veit ég hver vegna ég byrjaði, ég bara fór að prufa. Er nú ekki sá duglegasti við að blogga en set þó inn eina og eina færslu. En núna eru liðin 3 vikur frá þeirri síðustu hjá mér. Það hefði nú svosem verið hægt að segja margt og mikið upp á síðkastið en það eru nógir um það og læt ég mér nægja að lesa og hlusta á skoðanir annara um þann hrylling sem á gengur í þjóðfélaginu okkar. En nú eru 2 vikur í að ár sé liðið frá fyrsta blogginu og ég er bara sáttur við að hafa fengið 67000 flettingar á síðuna á þeim tíma. Gaman hefur verið að hitta hér fyrir gamla Eskfirðinga og vini sem voru manni næstum gleymdir, sérstakleg hefur verið gaman að rifja upp kynni við Dunna Ölvers í Noregi og þær vinkonur Unni og Guðný Önnu. En annars bara gaman að lesa blogg margra hér og les reglulega blogg bloggvinanna þó ég sé latur við að kommenta.
Og svo aðeins að mínum ferðum síðustu daga. Eftir að hafa dvalið í Rvk í nokkra daga við að ná í skipið og koma því heim var strax haldið til veiða á síld. Endað var við norsku landhelgina áður en lagt var af stað heim á leið með næstum fullan bát í gærmorgun eða 2300 tonn. Veiðarnar gengu sæmilega en þó fór alltaf svolítill tími í að leita, það var ekki mikil síld á svæðinu. Verðum heima í kvöld á Eskifirði. Það skyggði þó á veiðiferðina, að hjá okkur slasaðist maður og þurfti að fá þyrlu til að sækja hann frá Noregi. Liggur hann nú á sjúkrahúsi í Bodö en er á góðum batavegi og kemur heim eftir helgi. Það kom vel í ljós núna hvað gott er að hafa alla þá tækni sem boðið er upp á, að geta verið í sambandi við lækna og hringt strax í þá þegar svona slys verða. Og get ég sagt frá því að það liðu ekki nema 6 klt frá því að ákveðið var að fá þyrluna frá Noregi þar til að hún var komin til okkar, en við vorum staddir 260 sml norð vestur af Bodö en þaðan kom þyrlan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.9.2008 | 10:29
Snilligur
Yngsta lið Arsenal frá upphafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.9.2008 | 08:52
Þarf að hitta mann í dag
og ræða aðeins við hann um ganginn hjá Tottenham, veit að ég rekst á hann von bráðar og þá tökum við létt fótboltaspjall, en þetta er nú bara rétt að byrja og verður fróðlegt að sjá framhaldið.
Byrjunin hjá mínum mönnum lofar bara góðu en þetta er jú rétt að byrja og ekkert að marka enn, held að þetta verði svona týpískt þessi sömu fjögur lið í toppbaráttu og á síðustu leiktíð.
Hér á Eskifirði er nú blíðu veður, en veður sjálfsat ekki lengi miðað við veðurspána http://www.eskja.is/Forsida/Vefmyndavel_Eskifj/ en það er allavega gott eins og er.
Villa lagði Tottenham 2:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.9.2008 | 10:25
Alltaf gaman að koma á Mjóeyri
Það fannst allavega nafna mínum, fjaran, heimalningurinn, og traktorinn vöktu mikla athygli. Vitinn á sínum stað þó svo að eyrin hafi minkað mikið frá því að ég var peyi, sjórinn nánast kominn að vitanum, en eyrin er náttúrulega alltaf að breytast. En þegar ég var krakki og unglingur höfðum við útbæingar brennu neðst á eyrinn á gamlárskvöld. En þá var keppnin fólgin í því hvort logaði lengur í okkar brennu eða brennu innbæinga. Man nú ekki hvernig oftast fór, en allavega var lögð mikil vinna í að safna í brennur enda lítið annað að gera á þessum árum engar tölvur og tölvuleikir og ekki sjónvarp. En um Mjóeyrina, þar búa nú Sævar Guðjónsson og Berglind og reka öfluga ferðaþjónusta http://www.mjoeyri.is/sites5/index1.htm Gaman var að fá þau í heimsókn Ernu og nafna litla og líkaði honum vel lífið hér á Eskifirði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.8.2008 | 12:00
Hvern á að kaupa?
Held nú að ef Venger nær ekki að gera lið úr þessum mannskap kaupi hann kannski einn til tvo um áramót, finnst í lagi að gefa þessu smá séns. Þó leikurinn á móti Fullham hafi tapast segir það ekkert til um getuna, eins og sást svo í leiknum á móti Twente. það er ekki nóg að kaupa og kaupa, það sést nú best á gangi Chelsea þó svo að þeir séu með gott lið unnu þeir ekki neitt á síðasta tímabili þrátt fyrir mikil kaup.
En það var gaman að sjá hvað FH barðist vel á móti Villa í gær og þeir eiga hrós skilkið fyrir að ná þessu jafntefli.
Annars rigning og rok og lítið að gera annað en að gera sem minnst, á von á góðum gestum í dag Ernu og nafna litla en það hefur ekki verið flogið enn, rætist vonandi úr þegar líður á daginn. Það virðist nú engan enda ætla að taka að koma sér fyrir í nýja húsinu en það er alveg að hafast.
Jón fór upp í slippinn gær og blasir þá vel við sjónum þeirra sem leið eiga um höfnina. En það var ótrúlegt að sjá hvað var mikið að ferðamönnum á hafnarsvæðinu þegar ég var þarna um daginn og þegar við vorum að koma um borð einn daginn var slatti að ferðamönnum komið um borð um skipið til að forvitnast og skoða.
Nægir peningar hjá Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2008 | 23:31
Að loknu sumarfríi
Loksins nennir maður að skrifa nokkrar línur og setja inn nokkrar myndir, sumarfríið var tekið svo hátíðlega að það var líka tekið bloggfrí. En nú er maður kominn heim á Eskifjörð og þá tekur þetta venjulega við og maður fer að gera það sem maður er vanur að fást við. Nokkrar myndir frá Rey Cup og ferðinni okkar til Ítalíu. Þar sem slappað var af og notið lífsins, skroppið í einn dag til Slóveníu og svo var degi eitt í Feneyjum. Það var gott að vera í Bibione sem er mjög snyrtilegur bær norðarlega við Adriahaf. Hjóluðum mikið, en á hótelinu var hægt að fá hjól, og ég var búinn að gleyma hvað það er gaman að hjóla ,enda gott að hjóla þar sem eru hjólastígar og gert ráð fyrir hjólafólki.
En á morgun verður haldið til hafs og sjóferðin verður stutt í þetta sinn, siglt skal til Reykjavíkur og skipið tekið þar í slipp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.7.2008 | 08:46
Rey Cup og Italia
Ekki islenskir stafir! Mjog gaman var ad fylgjast med stakonum okkar a Rey Cup og fannst mer theim bara ganga mjog vel, their spiludu finan bolta tho svo a their hafi tapad fyrir FH 4-3 og Throtti og IA 2-0 jafntefli vid franska lidid George Bessse 1-1 og sigur a KS 5-0 niunda saetid var nidurstadan en their voru ekki ad spila verr en strakarnir fra storu klubbunum a SV horninu, heppnin var bara ekki theirra megin. I thessu lidi er framtid Fjardabyggdar i fotboltanum en eg held ad litid se fylgst med thessum drengjum, allt of litid, enginn 2 fl hja Fjardabyggd og hvad verdur tha um tha thegar upp ur 3 fl koma, fara i allar attir og tharna myndast bil sem ekki er gott, veit bara ad nokkrir af thessum strakum eru med samning og veit ad fylgst var med theim a Rey Cup.
A sunnsudag var farid i liftid og flogid til Trieste a Italiu og her eru 3 dagar ad baki, godir dagar i heitu vedri og sol. Meira um that seinna. Bestu kvedjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.7.2008 | 14:15
Partroll og sumarfrí
Höfum nú verið á partroll veiðum með Aðalsteini Jónssyni SU-11. Veiðarnar hafa gengið vel og eru þetta mjög afkastamiklar veiðar þegar fiskur er fyrir, svona fyrir leikmenn þá eru tvö skip að draga eitt troll á milli sín, er þetta gert til að ná trollunum alveg upp undir yfirborð og svo þarf ekki að sigla yfir fiskinn en síld og makríll sem við erum að veiða er mjög styggur fiskur og fælist bátana ef farið er yfir hann. En með því að gera þetta svona fer fiskurinn á milli skipana og verður minna var við skipin. Við hífum yfirleitt til skiptis og miðlum aflanum eftir þörfum, en A.J. frystir aflann um borð að hluta til. Þegar við tengjum okkur saman er skotið línu á milli skipana (sjá mynd Stefán Kj að skjóta frá okkur) og síðan eru vængir trollsins dregnir á milli og tengdir í báða togvíranna og síðan búin til fjarlægð á milli skipana sem er um 200 m og togað. Höfum fengið upp í 600 tonn í hali af makríl og síld en makrílinn hefur verið í meirihluta. Erum núna að klára veiðiferð nr 2 en við erum komnir með fullann bát 2400 tonn en A.J. vantar eitthvað smávegis þannig að hann tekur um borð næst og við siglum væntanlega heim á leið. Þetta eru nokkuð skemmtilegar veiðar allavega afkastamiklar og nóg um að hugsa á meðan á stendur, en við skiptumst á að nota trollin okkar.
Verðum væntanlega í höfn í fyrramálið, og þá er komið að langþráðu sumarfríi hjá mér, farið verður til Rvk á þriðjudag þar sem er meiningin að hvetja okkar stráka í 3 fl Fjarðabyggðar til dáða á glæsilegu alþjóða fótboltamóti sem Þróttur stendur að og kallast Raycup, þarna koma erlend lið meðal annars eitt enskt, frá Charlton Atletic. Á sunnudag á að leggja land undir fót og fara til Ítalíu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.7.2008 | 08:01
11 júlí 1978.
Var ég staddur um borð í Hólmanesi SU-1 og var að gera að fiski þegar kallað var í kallkerfi skipsins og ég beðin um að koma upp í stýrihús. Vissi ég nánast hvað var að ske þegar mér var rétt talstöðvartólið. Móðir mín var á línunni og sagði mér að ég væri búin að eignast dóttur. Finnst mér eins og þetta hafi gerst í gær en nú eru 30 ár síðan, kom ég skælbrosandi niður á millidekk og karlarnir spurðu, hvort átti hún, og ég sagði þeim það og hrópað var húrra og Már Hólm 2 stýrimaður stjórnaði fögnuðinum. Á þessum árum var lítið verið að spá í að vera viðstaddur fæðingu barna held ég, allavega ekki eins algengt og í dag, en einhvernvegin fannst mér samt að vera svona víðsfjarri frá konuninni á þessari stundu frekar óþægilegt en ég var náttúrulega að safna mér fyrir veturinn en ég var að fara í 2 bekk í Stýrimannaskólanum. Þetta kom ekki fyrir aftur því þegar strákarnir mínir komu í heiminn var ég viðstaddur. En viti menn daginn eftir fæðingu Ernu minnar var enn og aftur verið í aðgerð á fiski, þá verður nýkrýndi faðirinn fyrir því óláni (láni) að skera næstum af sér einn fingur, daginn eftir þegar í land var komið var puttinn bróderaður á og drengnum sagt að taka sér tveggja vikna frí. Þá var ekkert annað að gera en að drífa sig upp í flugvél og heimsækja þær mæðgur til Rvk og fylgja þeim svo heim til Eski. Þegar á fæðingardeildina var komið blasti við mér sjón sem ég gleymi aldrei, lítil falleg dúkka með kolsvart hár. Dúkka þessi átti eftir að veita mér mikla gleði sem barn og var ótrúlega skemmtileg og er enn. Hún er enn jafn falleg en hefur aðeins elst. Nú ætla ég að leifa mér að kalla hana konu og þessi kona er ein mín besta vinkona og tölum við saman minnst einu sinni á dag en oftast tvisvar. og er þá sama hvort ég er á sjó eða i landi.Varð nú að skella einni mynda af þessari elsku hér og litla augasteininum hennar Grétari Berg.
Og aðeins að mínum ferðum, erum nú á landleið með fullfermi að síld og makríl um 2350 tonn sem við fengum í partroll með Aðalsteini Jónssyni SU og er þetta mín og okkar hér um borð frumraun á því sviði, og ekki verður annað sagt að túrinn gekk vel hjá okkur báðum og vonumst við til að vera með um 120-130 milj króna aflaverðmæti efir vikuna á bæði skipin sem telst víst dágott. Segi aðeins frá þessum veiðum síðar á blogginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar