Partroll og sumarfrí

Höfum nú verið á partroll veiðum með Aðalsteini Jónssyni SU-11. Veiðarnar hafa gengið vel og eru þetta mjög afkastamiklar veiðar þegar fiskur er fyrir, svona fyrir leikmenn þá eru tvö skip að draga eitt troll á milli sín, er þetta gert til að ná trollunum alveg upp undir yfirborð og svo þarf ekki að sigla yfir fiskinn en síld og makríll sem við erum að veiða er mjög styggur fiskur og fælist bátana ef farið er yfir hann. En með því að gera þetta svona fer fiskurinn á milli skipana og verður minna var við skipin. Við hífum yfirleitt til skiptis og miðlum aflanum eftir þörfum, en A.J. frystir aflann um borð að hluta til. Þegar við tengjum okkur  saman er skotið línu á milli skipana (sjá mynd Stefán Kj að skjóta frá okkur) og síðan eru vængir trollsins dregnir á milli og tengdir í báða togvíranna og síðan búin til fjarlægð á milli skipana sem er um 200 m og togað.  Höfum fengið upp í 600 tonn í hali af makríl og síld en makrílinn hefur verið í meirihluta. Erum núna að klára veiðiferð nr 2 en við erum komnir með fullann bát 2400 tonn en A.J. vantar eitthvað smávegis þannig að hann tekur um borð næst og við siglum væntanlega heim á leið. Þetta eru nokkuð skemmtilegar veiðar allavega afkastamiklar og nóg um að hugsa á meðan á stendur, en við skiptumst á að nota trollin okkar.dsc03340dsc03297dsc03327

Verðum væntanlega í höfn í fyrramálið, og þá er komið að langþráðu sumarfríi hjá mér, farið verður til Rvk á þriðjudag þar sem er meiningin að hvetja  okkar stráka í 3 fl Fjarðabyggðar til dáða á glæsilegu alþjóða fótboltamóti sem Þróttur stendur að og kallast Raycup, þarna koma erlend lið meðal annars eitt enskt, frá Charlton Atletic. Á sunnudag  á að leggja land undir fót og fara til Ítalíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Heimilislegt og notalegt að fylgjast með þér á miðunum; gangi ykkur .... tuff, tuff.

Góða ferð til Ítalíu!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.7.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Sjáumst hress og kát í borginni

Sóley Valdimarsdóttir, 20.7.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég mislas fyrirsögnina fyrst og sýndist standa þar Patroll og sumarfrí. Hugsaði með mér að kallinn hefði þá fengið sér nýjan jeppa og væri á leið í sumarfrí. Áttaði mig svo á þessu. Góða ferð í fríið en látu reykja fyrir þig svoldið af makríl, það er fínt nesti.

Haraldur Bjarnason, 21.7.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

223 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 177308

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband