Færsluflokkur: Bloggar
9.1.2009 | 23:41
Enn og aftur sama ruglið i loðnumælingum
Nú skal endurtekinn sami leikur og frá í fyrra og mönnum haldið í helgreipum fram á síðustu stundu um hvort mönnum þóknast að gefa út loðnukvóta. Í fréttum í gær heyrðist manni Sveinn Sveinbjörnsson vera búinn að afskrifa það að nokkuð væri til af loðnu, slík var neikvæðnin hjá honum og þá var hann varla komin á svæðið sem skipin voru að leita á.
Fyrir mitt leiti var ég nú nokkuð bjartsýnn enda ekki mælst svona mikið af loðnu í haustleiðangri undanfarin haust, heil 270,000 tonn, síðan kemur bara sama tala núna í janúar kom mér og öllum á óvart.
En hvað um það það er mín skoðun og margra annarra að það sé ekki hægt að mæla þennan stofn það sýnir sagan okkur, mér er það svo minnistætt fyrir 3 eða 4 árum síðan mældust 30, 000 tonn að hausti en síðan allt í einu 800.000 tonn í janúar, og þegar leitað var skýringa var fátt um svör.
Nú ætti ráðherra sjávarútvegs að gefa leyfi til að starta vertíð með því að gefa út 150,000 tonna kvóta svo að hægt sé að byrja að frysta loðnu á Rússa markað. Norðmenn fara að byrja veiðar í Barentshafi og það er nauðsynlegt fyrir okkur að glata ekki mörkuðum sem þeir fara nú að koma inn á. Annars er okkar þjóð í svo góðum málum að við þurfum ekki á gjaldeyri að halda eða hvað.
Síðan er gott blogg hjá Kristni Péturssyni sem sýnir hvað menn vita lítið smellið á það http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/
En svo aðeins af mínum ferðum erum nú á landleið með kolmuna sem við fengum suður af Færeyjum, fengum 2350 tonn í fimm hölum, mis löngum minnsta halið var 250 tonn en stærsta 500.
Ekki loðnuveiðar að svo stöddu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.1.2009 | 00:36
7, jan 1992.
7, jan 1992 fæddist drengur á sjúkrahúsinu í Neskaupstað, finnst mér eins og þetta hafi gerst í gær, en í dag er þessi drengur því 17 ára. Hann var skírður Sigþór Rögnvar í höfuð afa síns. Drengur þessi er sonur minn og hefur verið minn besti vinur og leikfélagi frá fæðingu. Nú er hann að verða fullorðinn og býr hjá systur sinni í Rvk. Hann stundar nám í tónlistarskóla FÍH og lærir slagverk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.12.2008 | 13:29
Gleðilegt nýtt ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.12.2008 | 22:05
Óska öllum vinum, bloggvinum og ættingjum gleðilegrar hátíðar.
Bloggar | Breytt 24.12.2008 kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.12.2008 | 16:16
Glæsilegur árangur Stefáns
Stefnan að sjálfsögðu sett á meistaratitilinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.12.2008 | 08:59
Göngutúr að vetri og fótbolti á eftir.
Getur ekki verið meira hressandi þegar leikurinn endar vel, Chealsea-Arsenal 1-2 og allir búnir að afskrifa Arsenal. Að þessu sinni var myndavélin tekin með svona bara að gamni til að sýna fjarsöddum hvernig umhorfs er, en er þetta ekki bara eins og þetta á að vera um vetur, held það, samt oft verið meir snjór hér á Eskifirð en nú er.
Þessi mynd var tekin í upphafi göngutúrs þegar búið var að moka sig út úr húsi.
Úr garðinum hjá Öddu Halldórs.
Mjóeyrin.
Hólmatindur í vetrarskrúða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.11.2008 | 22:10
Auðlindin
Hvað skildi hafa komið fyrir þá hjá Rúv að setja fréttaþáttinn Auðlindina aftur á dagskrá, þáttinn sem svo margir hlustuðu á og söknuðu þegar hann var lagður niður. Kannski á að fara reyna koma því inn hjá fólki að það er til eitthvað annað en bankar og rugludallar til að fjalla um í fréttum. Þegar þessi þáttur var lagður niður voru margir hissa en ég er enn meir hissa að hann skuli vera kominn aftur á. Ekki veit ég hvers vegna, en það má kannski aðeins fjalla um það sem hefur verið okkar helsta atvinnugrein um árabil og skilað miklum tekjum inn í þjóðarbúið í gegnum tíðina þá illa sé fyrir okkur komið núna.
Til gamans sett gömul mynd af J.K. sennilega tekin 1978-9 þegar hann var nýkominn á Eskifjörð, held að hann hafi verið grár í um 2 ár og síðan svartur. Síðan eftir endurbyggingu í Póllandi rauður.
Bloggar | Breytt 19.11.2008 kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
12.11.2008 | 11:23
Dagar myrkurs og rjúpan.
Nú eru dagar myrkurs haldnir hér á austurlandi og er það bara ágætt allir geta fundið eitthvað sér til tilbreytingar í skammdeginu http://isl.east.is/Forsida/Atburdadagatal/DagarMyrkurs/ fór í fyrrakvöld í Randúlfssjóhús og hlustaði á skemmtilegar sögur af gömlum Eskfirðingum og hlustaði á tónlist. Svo voru náttúrulega veitingar, lummur pönnukökur harðfiskur hákarl og íslenskt brennivín. Þetta var bara hin besta skemmtun og góð tilbreyting frá hinu týpíska sjónvarpsglápi. En í gærkvöldi horfði ég náttúrlega á sjónvarp þegar ungu drengirnir í Arsenal léku sér að liði Wigan og unnu 3-0.
Nú er rjúpnatíminn, og var stíft stundað um síðustu helgi, sem skilaði hinu versta hælsæri en til huggunar slatta af rjúpu sem aðallega var veidd á Fljótsdalsheiði. Meiningin er að fara aftur um helgina ef veður leifir og reyna að fanga nokkrar í viðbót.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2008 | 12:19
Ósmekkleg hækkun á hitaveitu Eskfirðinga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.10.2008 | 14:27
Ég ætlaði ekki að trúa þessu, en verð samt
Skil vel gremju Wengers, að vera með unninn leik í höndunum en gera síðan jafntefli við erkifjendurna. En hvað um það, lífið er ekki búið og Arsenal er með ungt og gott lið. Mér finnst tvö mörkin alveg á ábyrgð markmannsins. Það á ekki að vera hægt að skora af 40 m færi í deild eins og þessari þó það hafi nú komið fyrir áður. En Almunia var alltof framarlega þegar gamli Arsenal maðurinn Bentley skoraði. Síðan átti hann að halda boltanum þegar Jenas skoraði. Er sammála Wenger að auðvitað áttu þeir að halda boltanum í stöðunni 4-2 ekki halda áfram að sækja, held að þarna hafi vantað reynslu.
En það er auðvelt að sitja hér í brúnni á J.K. og gagnrýna, en ég er drullusvekktur verð bara að viðurkenna það. En það gleður mig samt að óvissuferðin í Síldarsmuguna gekk bara vonum framar. erum á landleið með nánast fullann bát eða 2200 tonn af fallegri síld. Það var ótrúlegt að sjá hvernig hún birtist og hvarf og þurfti af og til að leita af henni. En það er mikið hafsvæði og ég segi að það sé talsverð heppni að finna síldina á þessu svæði á þessum tíma, en aðeins voru 4 skip á svæðinu þegar mest var. Vorum mjög norðarlega á 71- 72 gráðu norður og við Norsku landhelgina i norðvestur frá Lofoten. Vorum af og til í línudansi svokölluðum en það er aldrei gaman þegar línan er Norsk. Smámunasemi þeirra er svo mikil eins og við höfum oft orðið vitni af samanber afrek þeirra síðustu daga þegar þeir hirtu 3 ísl ogh eitt færeyskt skip og sektuðu háum fjárhæðum. Held að hæsta sektin hafi verið 40 milj ísl kr. Hefði ekki áhuga á svoleiðis sekt á síðustu og verstu tímum. Erum nú á siglingu heim á leið í góðu veðri en til Eskifjarðar voru um 620 sml þegar við lögðum af stað sem er um 2 sólahringa sigling. En hvað um það, í kvöld áfram Ísland í landsleiknum við Íra.
Köstuðum frá okkur sigri á barnalegan hátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar