Ég ætlaði ekki að trúa þessu, en verð samt

Skil vel gremju Wengers, að vera með unninn leik í höndunum en gera síðan jafntefli við erkifjendurna. En hvað um það, lífið er ekki búið og Arsenal er með ungt og gott lið. Mér finnst tvö mörkin alveg á ábyrgð markmannsins. Það á ekki að vera hægt að skora af 40 m færi í deild eins og þessari þó það hafi nú komið fyrir áður. En Almunia var alltof framarlega þegar gamli Arsenal maðurinn Bentley skoraði. Síðan átti hann að halda boltanum þegar Jenas skoraði. Er sammála Wenger að auðvitað áttu þeir að halda boltanum í stöðunni 4-2 ekki halda áfram að sækja, held að þarna hafi vantað reynslu.

En það er auðvelt að sitja hér í brúnni á J.K. og gagnrýna, en ég er drullusvekktur verð bara að viðurkenna það. En það gleður mig samt að óvissuferðin í Síldarsmuguna gekk bara vonum framar. erum á landleið með nánast fullann bát eða 2200 tonn af fallegri síld. Það var ótrúlegt að sjá hvernig hún birtist og hvarf og þurfti af og til að leita af henni. En það er mikið hafsvæði og ég segi að það sé talsverð heppni að finna síldina á þessu svæði á þessum tíma, en aðeins voru 4 skip á svæðinu þegar mest var. Vorum mjög norðarlega á 71- 72 gráðu norður og við Norsku landhelgina i norðvestur frá Lofoten. Vorum af og til í línudansi svokölluðum en það er aldrei gaman þegar línan er Norsk. Smámunasemi þeirra er svo mikil eins og við höfum oft orðið vitni af samanber afrek þeirra síðustu daga þegar þeir hirtu 3 ísl ogh eitt færeyskt skip og sektuðu háum fjárhæðum. Held að hæsta sektin hafi verið 40 milj ísl kr. Hefði ekki áhuga á svoleiðis sekt á síðustu og verstu tímum. Erum nú á siglingu heim á leið í góðu veðri en til Eskifjarðar voru um 620 sml þegar við lögðum af stað sem er um 2 sólahringa sigling. En hvað um það, í kvöld áfram Ísland í landsleiknum við Íra.  

 

Blíða á siglingu   

 


mbl.is Köstuðum frá okkur sigri á barnalegan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Áfram Ísland

Ætla að spara mér 1000 kall og horfa bara á leikinn með Halla Dan frænda mínum, er í RVK sko en horfði bara líka á landsleikinn í handbolta heima ( eða þar sem ég er meðan ég er í borginni) þó ekkert hafði kostað á leikinn í gær, handboltann, þá hafði ég ekki tækifæri á miða, svo maður er bara búina ð vera að hvetja úr sófanum og geri það aftur í kvöld

Verð mjög nálægt Laugardalnum í kvöld, þannig að ég verð næstu á leiknum - bara hlýrra í sófanum hjá Halla og spara mér 1000 kall ... Maður verður að vera hagsýnn á þessum síðustu og verstu...

og góða ferð heim, það verður gaman að sjá ykkur koma drekkhlaðna heim, elska það bara að sjá dallana okkar koma fullhlaðna heim, færa björg í bú...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 30.10.2008 kl. 17:12

2 identicon

já smámunasemi norðmanna er oft á tíðum til háborinnar skammar...við þurftum að bíða í 2 sólarhringa eins og apar í búri á meðan þeir ráku garninar úr skipstjóranum sem var löngu búinn að játa sín brot sem voru í raun bara mistök... en þetta fór vel og sektin sem við fáum er ekki eins há og þú nefnir hér að ofan...ég segi þér það betur í símanum...;)....

Eddi (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 05:06

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, Grétar Norðmenn eru ótrúlega smámunasamir og ég get ekki nefnt EITT EINASTA dæmi þar. sem þeir hafa ekki valtað yfir okkur í ÖLLUM þeim samskiptum, sem Íslendingar hafa átt við Norðmenn.  Og svo vilja menn fara í myntsamstarf við þessi þurs!!!!???!!!

Jóhann Elíasson, 31.10.2008 kl. 06:33

4 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Badda, ég hefði nú sett upp fína strompinn sem við vorum með á Reycup og farið í kuldagallann og trítlað á völlinn.

Jói, já þeir hafa stundum verið okkur svolítið erfiðir þegar kemur að þessum sjávarútvegsmálum, hef fengið þá hér um borð frá strandgæslunni og þeir eru svo nákvæmir og smámunasamir, en ég hef líka heyrt að strandgæslan þeirra sé ekkert betri við norsk skip en önnur. Ég þekki nokkra Norðmenn sem eru bara hið vænsta fólk og vil ekki dæma almenning út frá smámunasemi strangæslunar.

Grétar Rögnvarsson, 31.10.2008 kl. 15:11

5 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Grétar minn, ég var ekki með strompinn minn - var nú ekki að kveikja á því að það væru 2 landsleikir meðan ég væri fyrir sunnan, tók bara skólabækur og eitthverjar brækur

VA, þetta rímar hjá mér, bækur - brækur...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 31.10.2008 kl. 20:04

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Djö bömmer þessi leikur maður, ég geri passlega ráð fyrir því að Liverpool hetjurnar um borð hjá þér hafi haft eitthvað mjög gáfulegt og hughreystandi um þetta að segja...

Flott þegar hlutirnir ganga svona vel upp eins og þessi túr, góða heimkomu.

Með kveðju að Norðan.

Hallgrímur Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 22:33

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er gott að heyra að þú villt fara varlega í að dæma Norðmennina, ég bjó í Noregi í á þriðja ár og mín reynsla er sú að yfirhöfuð gefur þetta atferli þeirra ágætis mynd af Norðmönnum yfirleitt, þó eins og þú bendir á er ágætis fólk innan um alveg eins og við Íslendingar höfum okkar séreinkenni.  En hafðir þú heyrt um það að forfaðir Norðmanna hafi verið Skoti og formóðirin Gyðingur, útkoman ætti ekki að vekja furðu hjá fólki.

Jóhann Elíasson, 1.11.2008 kl. 10:04

8 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Já Jói þú þekkir þá greinilega betur en ég, ég þekki nú ekki marga. Skoti og Gyðingur örugglega ekki góð blanda.

Grétar Rögnvarsson, 3.11.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

239 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 177248

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband