Ósmekkleg hækkun á hitaveitu Eskfirðinga.

Nú liggur fyrir tillaga um 20% hækkun á heitu vatni til okkar íbúa hér á Eskifirði. Rökin eru illa haldbær að mé finnst. Rafmagn að hækka um 20 % og þá skal vatnið líka hækka, en mér hefur verið sagt að kostnaðarauki Fjarðabyggðar vegna þessarar hækkunar á rafmagni sé um 600 þúsund á ári en álögurnar sem leggja skal  bara á Eskfirðinga 12 miljónir. Ef satt reynist er þetta í hæsta máta mjög ósmekklegt, fólk var hvatt til að taka inn hitaveitu, og það gerðu flestir með mismiklum kostnaði, hef heyrt að margir sem þurftu að skipta um ofna í húsum sínum hafi þurft að greiða stórar upphæðir fyrir, jafnvel nokkur hundruð þúsund.  Veit að margt af eldra fólki er ekki glatt yfir þessum gjörningi og finnst vera komið aftan af því. Ekki veit ég frá hverjum þessi tillaga er komin sjálfsagt frá mannvirkjanefnd eða fjármálasnillingum bæjarins. Finnst þeir ættu að skoða þessi mál betur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er nú alveg búið að sýna allri þjóðini það, að þeir sem eiga að vera fjármála"snillingar" í þessu þjóðfélagi eru það hreinlega ekki og gera ekkert nema þykjast...en eru allir búnir að drulla upp á bak....mín skoðun að minnsta kosti

Eddi Gjé (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 12:26

2 Smámynd: Dunni

Þetta er til skammar ef rétt er.  Það á sem sagt að nota Eskfirðingana sem féþúfu fyrir hitaveituna.

Dunni, 5.11.2008 kl. 16:42

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég man ekki betur Grétar en að þetta heita vatn, sem fanns á Eskifirði hafi verið sjálfrennandi. Einhver rafmagnskostnaður er þó eflaust vegna dælingar en varla að það gefi tilefni til 20% hækkunar. Ætli það sé ekki frekar að Fjarðabyggð sé að ná peningum upp í aukinn fjármagnskostnað. Þetta er nákvæmlega það sem sveitarfélög hafa verið hvött til að gera ekki.

Haraldur Bjarnason, 5.11.2008 kl. 18:27

4 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Já Dunni það á að ná þarna í peninga og þetta er leiðin, það er sagt að kostnaðaraukinn við dælubúnaðinn sé 600 þús við þessa hækkun rafmagnsins en svo er farið svona að, Halli þetta er bara þannig að það er verið að koma aftan að fólki og manni finnst nú nóg ganga á þó að sé ekki verið með svona vinnubrögð.

Grétar Rögnvarsson, 5.11.2008 kl. 22:10

5 identicon

Þetta var sorgarfrétt að austan.  Það er sárt að notfæra sér vetrarkuldann á þennan hátt, þarna blása þeir köldu heyrist mér.  Nú þurfa allir á hlýju að halda, meira en nokkru sinni.  Frekar væri að lækka hitaveitukostnað og gera það að táknrænni aðgerð í þessum ,,snjóbyl" hremminga.

Faðmlag austur

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 10:19

6 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Já, það er nefnilega svo gott að búa í Fjarðabyggð - eða það segja auglýsingarnar allavega þetta er bara til skammar og stýran og hennar fólk ætti að skammast sín fyrir þetta ... segi það og skrifa...

Það er haft eftir stýrunni úr heita pottinum héðan að hún ætli sér nú lítið með Eskifjörð - enda sér maður það vel - bærinn okkar, Esk, er ekki beint til fyrirmyndar núna - og manns er nú ekki ánægður með ástandi hérna...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 8.11.2008 kl. 19:11

7 identicon

er ekkert að gerast hjá þér þessa dagana faðir??

kv Eddi Gjé

sonur þinn (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

239 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 177247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband