Glæsilegur árangur Stefáns

Gaman að lesa grein um Stefán og Brondby í Mogganum í dag. Stefán er glæsilegur fulltrúi ungra fótboltadrengja sem hafa tekið íþróttina alvarlega og náð árangri eftir því. En það er gaman hvað margir góðir knattspyrnumenn hafa komið frá austurlandi og eru að spila með nokkuð stórum klúbbum í dag, Stefán hjá Brondby og Valur bróðir hans hjá Fylki, Eggert Gunnþór hjá Hearts Skotlandi eru héðan frá Eskifirði. Ívar Ingimarsson í Reading, er frá Stöðavarfirði, og Hjálmar Jónsson í Gautaborg er frá Egilstöðum. Ármann Smári Björnsson í Brann, er síðan Hornfirðingur. Ég er örugglega að gleyma einhverjum.
mbl.is „Stefnan að sjálfsögðu sett á meistaratitilinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

stórglæsilegt - velti fyrir mér er ekki neinn að vestan

Jón Snæbjörnsson, 11.12.2008 kl. 16:50

2 Smámynd: Dunni

Stebbi stendur alltaf fyrir sínu. Góður knattspyrnumaður og einstaklega góður drengur. Með ólíkindum hvernig ílslenskir "íþróttafréttamenn" sumur hverjir reyndar, ekki allir, hafa reynt að rakka hann niður.  Segir meira til um þá en Stefán.

Dunni, 12.12.2008 kl. 10:47

3 Smámynd: Guðni  Guðnason

hann spilar bara med skíta klúbbi

Guðni Guðnason, 12.12.2008 kl. 18:35

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessir strákar standa sig vel. Ef við hefðum hugað betur að unglingastarfinu eystra á síðustu áratugum ættum við mun fleiri. Ég man eftir strákum sem voru mjög snjallir en týndust þegar þeir voru orðnir 15-16 ára. Það vantar 2. flokk í austfirska knattspyrnu.

Haraldur Bjarnason, 13.12.2008 kl. 07:27

5 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Já hann Stebbi er nú aldeilist búin að standa sig vel, það verður sko ekki af honum skafið og þó hann sé í ,,skítaklúbbi" eins og Guðni segir - þá finnst mér íslenskir íþróttafjölmiðlamenn gleyma honum voða mikið. Ég meina halló, hann varð bikarmeistari með sínu liði í vor - og er fyrirliði síns liðs - en ekkert heyrði maður um þetta í fréttunum - frekar en blöðunum ... svo ég tók mig einmitt til og sendi fréttina á austurgluggan og fótbolti.net í vor - frétt sem ég hafði sett á Austra síðuna - ef þessir menn geta ekki skrifað fréttirnar, þá verðum við bara að sjá um að koma fréttunum á framfæri...

En það er ekki laust við að maður sé að rifna úr stolti af strákunum okkar hérna frá ESk - það er ekki á hverjum degi sem 2 strákar frá Esk spila í landsliðinu eins og s.l. haust - en þá frétt sendi ég líka inn á fótbolta.net - því engin þar, né í öðrum fjölmiðlum höfðu rænu á að segja þær fréttir - ,,landsbyggðarpakk", og kemur engum við, finnst mér oft viðhorfið hjá fjölmiðlum landsins... Áfram Austri og Fjarðabyggð...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 13.12.2008 kl. 23:14

6 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Mér hefur alltaf fundist Stefán góður fótboltamaður hef oft séð hann spila og finnst hann í dag með betri fótboltamönnum okkar.

Guðni minn, OB er það ekki smáklúbbur miðað við Brondby.

En það horfir til betri vegar með 2 fl Halli því það er kominn 2 fl hjá Hetti og verður hér í Fjarðabyggð líka næsta sumar.

Badda mín, auðvitað verðum við lýðurinn á landsbyggðinni að láta vita ef eitthvað er að ske.

  ég held ég sé hálf timbraður eftir jólahlaðbor í gærkveldi of margar sortir og mikil græðgi.

Grétar Rögnvarsson, 13.12.2008 kl. 23:50

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Grétar. Annar flokkur er nefnilega nauðsynlegur. Margir strákar á aldrinum 16 til 20 eru ekki tilbúnir í meistaraflokk en gætu verið það ef þeir hefðu vekefni í öðrum flokki. Á Akranesi í gamla daga var annar flokkur sá mikilvægasti og hann er það enn. Þar komust ekki nema einn til tveir strax í meistaraflokk úr hverjum árgangi en voru svo kannski 5-10 á næstu þremur árum.

Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 06:33

8 Smámynd: Guðni  Guðnason

nei gretar ob er ekki smá klúbbur

fck OB brondby aab fcm agf eru allt svipadir klubbar

og midad vid sídasta ár tá voru tekjur OB tvónokud meiri

en hjá brondby

Guðni Guðnason, 14.12.2008 kl. 14:32

9 Smámynd: Guðni  Guðnason

http://www.arsenal.dk/main.asp?page=nyhed&id=4049

eg reyni ad senda ter 2stk med tengdó

Guðni Guðnason, 14.12.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

239 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 177249

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband