Færsluflokkur: Bloggar

Dómaraskandall

Sleppt augljósri vítaspyrnu, en einvígið er enn jafn og þetta er ekki búið, Liverpool átti eitt færi í leiknum sem þeirra yfirburða leikmaður Gerrard bjó til, ósanngjörn úrslit. Dómarinn dæmdi leikinn vel fyrir utan það sleppa vítaspyrnunni og hefði fengið 10 í einkunn en fær bara 5. Annars skemmtilegur leikur.


mbl.is Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný bloggsíða fyrir Jón Kjartansson SU-111

Nú hafa drengirnir hér á Jóni sett upp nýja bloggsíðu, getum nú ekki verið minni menn en aðrir, mjög mörg skip komin með svona síður og eru þær mikið skoðaðar af fólki í landi sem vil fylgjast með. Nú hef ég allavega smá tíma til að blogga erum á landleið með fullann bát að kolmuna, lítill tími á miðunum til að dunda við þetta en nógur tími á stímum, í gær var Rússaþvaga og þá þarf að vera með hugann við að passa sig á þeim, því miður virðast þeir ekki kunna siglingareglur nógu og vel og svo tala þeir litla ensku sumir, og eru svolítið erfiðir í samskiptum, og i gær lentu þeir í trolli hjá íslensku skipi og eyðilögðu og það er mikið tjón,  því þessi veiðarfæri sem við drögum á eftir okkur eru margra miljóna virði, en bloggsíðan hjá okkur á Jóni Kjartanssyni er  http://jonkjartansson.blog.is/blog/jonkjartansson ef einhverjir kíkja á þessa síðu væri gaman að fá komment svo að við getum séð hverjir eru að skoða og fylgjast með okkur körlunum.

Flott að eiga tvo stráka í landsliðinu

Það er gaman að við Eskfirðingar skulum eiga tvo stráka í landsliðinu þá Stefán Gísla og Eggert Gunnþór, hlýtur að vera einsdæmi að tveir peyjar frá 1100 manna bæ séu í landsliði. Vonandi standa þeir sig bara vel og vonandi fær Eggert eitthvað að koma inn á í leiknum, en hann byrjar á bekknum. Áfram Ísland

Og smá af mínum ferðum verðum komnir á kolmunamiðin eftir 2 klt, gott veður mikið að skipum að sjá framundan.


mbl.is Eiður í fremstu víglínu gegn Slóvakíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega páska.

PáskarÍ kvöld nautasteik og rautt  með  ís.  Vakna glaður á páskadag fara í sund horfa á fótbolta borða hrygg og páskaegg njóta þess að vera heima, út á sjó aftur á annan. Gleðilega páska.

Ófært vegna veðurs á sjó

Svona var að horfa út um gluggana í  gær og ófært vegna veðurs eins og sagt er í landi. En nú er komin renniblíða og ferðin sækist vel eftir sólahrings töf í brælu. Það vil nefnilega þannig til að við sem erum á sjó lendum stundum í ófærð vegna veðurs og þurfum bara að bíða af okkur veðrið. Svona til fróðleiks  2400 tonn að þyngt eru 2 milj og 400 þús kg að þyngd og er þungur hlutur sem ekki er vel hreyfanlegur í brjáluðu veðri út á sjó,  þyngd skipsins er ekki inn í þessari tölu bara farmurinn.Brælumynd Ef skip af þessari stærð og þyngd væri keyrt á fullri ferð í svona veðri þunglestað mundi allur búnaður á dekki skolast af og gluggar brotna í stýrihúsi og og allt fyllast af sjó. Þess vegna var svolítið skondið að horfa á veðurspána á Stöð 2 síðustu tvö kvöld , enginn vindstyrkur sýndur á hafi úti en vindmælir okkar sýndi mikið 20-25m/s. þessi veðurspá er greinilega bara fyrir þá sem ætla að leika sér í landi eða labba niður Laugarveginn. Gerir svo sem ekkert til nóg er að öðrum spám og veðurspá veðurstofunar er orðin til fyrirmyndar, þá á ég við sjóveðurspána sem hægt er orðið að skoða nokkra daga fram í tímann myndrænt.Blíða á siglingu

Loðna kolmuni og nokkrar myndir

Að lokinni loðnuvertíð settar inn nokkrar myndir sem voru teknar á meðan á stóð, en eins og allir vita var sú vertíð stutt og endasleppt. Við fiskuðum um 6000 tonn af loðnu á vertíðinni sem er með lélegri vertíðum sem ég hef tekið þátt í en þær eru nú orðnar 20.  Um 500 tonn af hrognum voru kreist úr aflanum, sem lagar stöðuna aðeins. Myndirnar eru hér til hliðar og verða fleiri settar inn síðar.

Að lokinni loðnuvertíð var farið beint á kolmuna vestur af Írlandi, og erum við nú á landleið með fullann bát eða um 2400 tonn sem fengust í 6 hölum sem voru frá 300-500 tonn hvert, og var algengur togtími 6-10 tímar. Löng leið er á miðin um 600 sjómílur eða um 1100 km ef það skýrir eitthvað. Vorum á veiðum á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi þar sem voru líka Færeyingar Rússar og Spánverjar. Verðum heima á Eskifirði á föstudaginn langa eftir þá um tveggja sólahringa siglingu frá miðunum.


Annað en maður vonaði.

Var nú eiginlega að vona að þessi lið kepptu til úrslita en þetta dróst svona og ekkert við því að segja. Þetta verður allavega spennandi, og jafnt, held að mínir menn hafi þetta, allavega ef þeir spila eins og þeir spiluðu á móti Ac Milan.  En Liverpool er á góður rönni núna og eru vaxandi. Það verður allavega gaman hér um borð ef við verðum út á sjó þegar leikurinn verður af 15 manna áhöfn eru þrír Arsenal og fjórir Púllarar.

Erum nú á leið á kolmunamiðin vestur af Írlandi og verðum þar í kvöld eftir tveggja daga siglingu frá Eskifirði.


mbl.is Arsenal dróst gegn Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með ósanngjarnari úrslitum sem maður hefur séð

Þó mér leiðist nú ekki þegar Man Utd tapar var þetta hrikalega ósanngjarn, og gat maður ekki annað en vorkennt markmanns greyinu þegar hann var rekinn útaf og skorða var úr vítinu. Meira vorkenndi ég stórvini mínum Pétri Ísleifssyni, sem staddur var á Old Tr að horfa á leikinn. Ég upplifði nefnilega sjálfur að vera á Higbury fyrir nokkrum árum og sá Arsenal tapa leik fyrir Blacburn í álíka leik og þessum þar sem boltinn fór ekki í netið og Brad Fridel varði 28 dauðafæri, en það var markvarsla sem mikið hefur verið skrifað um. En á morgun ætlar minn félagi að fara að horfa á Wigan- Arsenal, og vonandi get ég sent honum skemmtilegt sms að þeim leik loknum. Annars var þessi dagur bara góður, góð úrslit í hinum bikarleiknum, og nú verður maður bara að standa með gömlu Nöllonum í Portsmouth og Eyjapeyjanum í bikarnum.

Af mínu ferðum. Vorum að losa úr fullum bát af loðnu heima á Eski, og er nú unni við að kreista hrogn úr farminum fyrir Japani, sem segja hrognin auka á kyngetu, veit ekki hvort rétt er hef ekki prufaðWink en hef smakkað hrogn þessi og eru þau mjög bragðdauf. Erum nú staddir við Hrollaugseyjar sem eru út af Steinasandi í Suðursveit á vesturleið og verðum komnir Í Faxaflóa um miðjan dag á morgun þar sem loðnan heldur sig nú.


Glæsilegur sigur

Arsenal var mörgum klössum betri og þarna sást vel munurinn á ungu liði og liði sem er að mestu með gömlum stjörnum sem eru að brenna út í boltanum. Nú er bara að fara alla leiðWink


mbl.is Arsenal vann frækinn 2:0 sigur í Mílanó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er betra en ekkert

Ekki var hún stór viðbótin samt betri en ekki neitt, enda farið að styttast í vertíðinni, og styttist í hrygningu. Þetta segir manni bara það sem maður hefur alltaf vitað það er ekki hægt að mæla þennan stofn og verður aldrei. Siglum í kvöld höfum legið og beðið eftir þessu og að hrognin þroskist svo hægt sé að taka á Japan. Nú er verið að kreista úr farminum á aðra markaði sem gefa minna í aðra hönd. Held ég sleppi við að éta flíspeysuna mína eins og ég lofaði, en það kæmi mér ekki á óvart að meira yrði bætt við þá helst þegar flestir verða hættir á loðnu eins og í fyrra.
mbl.is Leggja til aukningu loðnukvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband