Færsluflokkur: Bloggar

Aðeins um loðnu

Komum á loðnumiðin vestan við Vestmannaeyjar um kl 1100 í morgun, og byrjuðum að kasta, gat ekki betur séð en að nóg væri af loðnu á svæðinu, tókum 3 köst, sem gáfu okkur um 1400 tonn, lögðum af stað heim um kl 1700 og verðum heima á Eskifirði um kl 1200 á morgun. Þá verður losað og hrogn kreist úr aflanum. Fá skip voru á svæðinu enda flestir í smáslatta flutningum og aðrir að frysta.


Hrikalega grófir

Það var hrikalegt að sjá brotið á Eduardo, og maður beið, eiginlega eftir næsta fótbroti, Birmingham liðið fór greinilega í þennan leik með því hugarfari að stoppa Arsenal leikmennina, sama hvað það kostaði, hrikalega grófir, ósanngjörn úrslit, Arsenal liðið mörgum klössum ofar, en svona er fótboltinn betra liðið vinnur ekki alltaf.
mbl.is Eduardo fótbrotnaði - Birmingham jafnaði í lokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðmenn dekraðir á Íslandsmiðum!

Norsk uppsjávarveiðiskip fá aðra og betri meðhöndlun en íslensk skip við Noregsstrendur. Nú er floti norðmanna komin til loðnuveiða hér og þeim leyfist að fara inn á firði til að frysta loðnuna.

Íslensk skip sem veiða síld i þeirra lögsögu mega ekki frysta inn á þeirra fjörðum, og eru alltaf undir stanslausu áreiti frá landhelgisgæslu þeirra, og eru þeir alltaf á einhverskonar nornaveiðum og færa íslensk skip til hafnar við minnsta tilefni, hefur það skeð ansi oft og þá fyrir engar eða litlar sakir, menn hafa jafnvel verið færðir til hafnar fyrir smá mistök við skrif í afladagbækur.

Held að þeir yrðu ansi hissa ef þeir fengju sömu móttökur og við fáum hjá þeim, en það er ekki það sem ég óska heldur ættu embættismenn sem semja um gangkvæmar veiðiheimildir, að verða harðari og ekki láta alltaf valtra yfir sig á skítugum skónum.

En annars, erum á landleið til Eskifjarðar með 1700 tonn af kolmuna sem við fengum suður af Færeyjum. Fundum ekkert í gær en svo virtist sem fiskurinn væri genginn suður fyrir línu í Enska lögsögu, erfitt hefur verið að stunda veiðar síðustu daga, mikið um brælur og leiðinda veltingur búinn að vera hjá okkur.


Versta veður sem ég hef upplifað

Það versta veður sem ég hef upplifað var hér í gærkvöldi í Fuglafirði, þar sem við bíðum nú eftir losun, við liggjum hér við bryggju og í gær vorum við í mestu vandræðum með að hemja bátinn við bryggjuna. það tókst loks þegar báðir togvírar voru komnir upp en þá höfðum við slitið tóg og fastsetningapollar á skipinu rifnað upp, tvö loftnet fuku af stýrishúsinu.  Vindhraða  mælar í borð um skipunum fóru yfir 50m/s í verstu kviðum,  en 7 íslensk kolmunaskip leituðu vars hér í veðrinu. 3 úr áhöfnin tókust á loft þegar verið var að brasa við að binda skipið, og meiddist einn lítillega. Hvasst getur nú verið heima á Eskifirð í Nv átt en ekkert í líkingu við þetta. Rafmagn hefur farið hér af bæjum af og til en nú er verðrið orðið ágætt þegar þetta er skrifað. 


mbl.is Allir bátar í Skálavík skemmdust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur kominn til Færeyja

Erum komnir til Færeyja aftur, vorum lagðir að stað heim með 1450 tonn af kolmuna, en vegna mjög slæms veðurútlits milli Færeyja og Íslands farið hér inn og landað. Höfnin hér að fyllast af bátum sem eru að koma til löndunar vegna veðurs, hér er eina fiskimjölsverksmiðjan í Færeyjum og er hún mjög stór og afkastamikil, annars ekkert að frétta gengur bara vel í boltanum Púllarar í sárum eftir gærkveldið, og allir búnir að fá ógeð á umfjöllun um ruglið í borgarstjórninni.

Bræla og aftur bræla.

Enn og aftur bræla liggjum nú inn á Tvoroyri sem er 2000 manna bær á Suðurey sem er syðsta eyja Færeyja. http://www.tvoroyri.fo/  Komum á miðin og náðum einu löngu hali 300 tonn og þá var farið að vinda og fengum við mjög vont veður á leið hér í var, veður hæð komst í 38 m/s, gluggi á eldhúsi kokksins brotnaði og sjór flæddi inn enginn varð fyrir glerinu sem betur fer.

Liggjum hér inn á Tvoroyri sem er fæðingabær Sigurdar Joensen stórbryta, en héðan flutti hann til Íslands 12 ára gamall,  í tilefni komu okkar til bæjarins bauð brytinn okkur út að borða í gærkveldi á hótel bæjarins þar sem boðið var upp á neytabúffur og tilbehorende. Síaðn var brytinn nátturlega í heimsóknum hjá skildmennum í gær en hér á hann 3 móðursystur og mikið að skyldfólki.

Verðum hér þangað til veðrið lagast en þá verður reynt aftur við (Svartkjaftinn) Kolmunann. Það sem vakti athygli manns hér í gær í ökuferð um bæinn var að rollur voru á beit í nánast hverjum garði, heimilislegt það og er ég að hugsa um að fá mér 2-3 til að bíta gras úr mínum garði. Síðan er alltaf jafn skrýtið að sjá nýbyggð hús með torfþaki, en það er víst mun dýrara en venjulegt þak.

Bestu kveðjur til allra Eskfirðinga sem ætla að blóta þorra í kvöld í en við verðum víst víðsfjarii.Angry Góða skemtun og skál.Kissing


Er fyrifram ákveðið að finna enga loðnu?

Skyldi nú vera að menn hefðu engan áhuga á að finn loðnuna, allavega virðist áhuginn hjá Hafró ekki vera mikill, skipið ekki komið út í byrjun árs og einhvernvegin finnst manni þetta gert með hangandi hendi og menn ansi tjániga glaðir strax. Það er ekkert nýtt að lítið sjáist af loðnu í janúar og hefur oft skeð að nánast ekkert hefur sést, hef sjálfur upplifað það í nokkur skipti. Menn vita ekkert hvað er til að þessum fiski og hafa aldrei vitað, einhverjar mælingar gerðar  sem stundum virðast lukkast, en annar hanahófs kenndar í meira lagi. Við vitum það sem þessar veiðar hafa stundað að stundum sést mikið og stundum ekki  neitt.

En aðeins af mínum ferðum, erum nú á landleið til Eskifjarðar með 2100 tonn af Kolmuna sem við fengum suður að Færeyjum í 5 holum sem gáfu 350-500 tonn hvert, sem telst ágætis veiði. Vorum beint suður af eyjunum suður undir Skosku landhelginni. Vorum næst Hebrideseyjum þegar við vorum næst landi en þær eru vestur af Írlandi þangað voru 85 sml þegar styst var og þá 100 mílur í Færeyjar og 380 mílur til Eskifjarðar. Ferðin heim sækist frekar seint vegna veðurs enda báturinn þungur í sjó og hér eru NV 15-20 m/s, erum nú þegar þetta er skrifað um 30 sml vestur af Myggenesi í Færeyjum sem er vestasti hlut eyjanna, væntanlegir til Eskifjarðar um miðjan dag á morgun. Til fróðleiks, Kolmuni, Svartkjaftur Færeyska, Sortemund Danska, Bluewhiting Enska.


Bloggað utan af sjó

Loksins tími fyrir smá blogg, ef einhver hefði sagt mér fyrir 10 árum að þetta yrði hægt hefði ég sko ekki trúað því. Sit hér í brúnni á Jóni Kjartanssyni og pikka á lyklaborð, ótrúleg en satt. Allt er mögulegt á gervihnattaöld horfa á sjónvarp og tala í síma gegnum gervihnetti. Enn þessi búnaður var settur í skipið fyrir jól.

Hef ekki haft tíma fyrr en nú til að setja niður nokkrar línur, kom 5 jan frá Tenerife keyrði beint austur og út á sjó. Er nú á landleið með um 1100 tonn af loðnu sem fengust á tveim sólahringum norðaustur úr Langanesi. Komum til Eskifjarðar kl 0400 í nótt losum aflann og tökum kolmunatroll og höldum suður fyrir Færeyjar þar sem frést hefur af ágætis kolmunaveiði. Loðnukóti er svo lítill að ekkert liggur á fyrr en endanleg mæling kemur frá Hafró en þeir voru loksins að mæta á miðin í dag.

Ekki var nú meiningin að nota þessa bloggsíðu til að lýsa veiðum en þó komið aðeins inn á hvernig hlutirnir ganga fyrir sig af og til.

Og enn og aftur gleðilegt nýtt ár til þeirra sem lesa.


'Aramotakvedjur.

Sendi ollum bestu aramotakvedjurWizard hedan ur solinni ig hafid thad sem allra best a nyju ari Gretar Anna og synir.

Og svo sma frettir fra Tenerife, her gengur lifid sinn vana gang borda sofa og labba og skoda sig um og njota vedursins. I dag a ad fara Linekers pobb og horfa a Arsenal West Ham i beinni en that er mjorg skemmtilegur fotboltapobb kenndur vid hinn mikla markaskorara Garry Lineker vonandi verdur jafn gaman thar og sidast thegar vid horfdum a Arsenal Tottenham, tha voru baedi Arsenal og Spurs menn thar og allt for frydsamlega fram fyrir utan nokkra nydsongva sem eg kann ekki skil a, en sonur minn gat eitthvad sungid med theim raudklaeddu.

I kvold er bodid upp a nyarsfagnad me Ladda og Jorundi Gudmundssyni og thangad liggur vist leid margra.

 


Gledileg jol!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Gledileg jol vinir vandamenn og bloggarar.

Bestu kvedjur fra Tenerife Gretar Anna og synir.Kissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

251 dagur til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 177565

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband