Færsluflokkur: Bloggar
19.12.2007 | 14:45
Íslenskir sjómenn deyjandi stétt.
Það er að koma í ljós það sem við höfum oft rætt um, ég og kollegar mínir að Íslenskir sjómenn heyra brátt fortíðinni til. Grein í Fiskifréttum gefur góða vísbendingu um að það sé rétt sem við spáðum http://www.skip.is/frettir/nr/11424 en afhverju, jú umræðan um sjávarútveg er öll á neikvæðum nótum sama hvert litið er, lítið fjallað um það sem vel gengur, og þetta getur ekki verið aðlaðandi fyrir unga menn að hlusta á og ætla að gera þetta að ævistarfi. Það er lítil nýliðun í þessari stétt og maður hefur fundið hvernig ásóknin hjá ungum mönnum hefur minkað á því að komast til sjós. Þó svo að aðbúnaður og skip séu betur útbúin nú til dags en áður var þegar margir vildu komast til sjós. Ég spái því að eftir svona 20 ár verði bara erlendir undirmenn á íslenska fiskiskipaflotanum, bara yfirmennirnir íslenskir.
Legg ég nú land undir fót og bið að heilsa þeim sem lesa og vinum og vandamönnum. Jólakveðja kemur síðar. Grétar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.12.2007 | 14:46
Batnadi mönnum er best að lifa.
Já þeir sáu að sér og breyttu opnunartímanum á sundlauginni aftur til 2100 á kvöldin, og ætla ég að leyfa mér að hrósa þeim fyrir að leiðrétta mistök sín, það skeður nefnilega svo sjaldan að þegar embættismenn hjá ríki og bæ gera mistök að þau séu leiðrétt, en fyrir þetta fá þeir hrós eftir allar skammirnar sem þeir fengu, það virkaði allavega í þetta sinn að láta í sér heyra. Húrra fyrir okkur nöldurskjóðum bæjarins!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.12.2007 | 12:07
Frábært í Svartaskógi.
Á þessum árstíma þykir það ekki í frásögu færandi þó skroppið sé á jólahlaðborð, en ég get ekki annað en sagt frá því besta jólahlaðborði sem ég hef komið á, og hef ég þó komið ansi víða bæði hér fyrir austan og í Reykjavík. Á föstudagskveldi fóru kennarar skólans upp í Svartaskóg á Héraði og við makar með http://www.sveit.is/disp.asp?500&pid=77 og maturinn var frábær og stemmingin sem fólkið á svæðinu bjó til skemmtileg. Á maður nú ekki að hrósa því sem vel er gert, ekki bara vera neikvæður í blogginu.
En það þykir í frásögu færandi ef ég fer í kirkju en það skeður þó af og til en ekki of oft. Fórum í kirkju á fimmtudagskvöld á aðventukvöld, þar sem börn léku stórt hlutverk, og var það bara mjög gaman, og að sjá hvað þau voru ófeimin að leika fyrir framan fulla kirkju af fólki. Myndin er af börnum úr 2 bekk. Tinna Árnadóttir söng einsöng með sinni silkimjúku rödd, og Kristján Möller samgönguráðherra flutti skemmtilega ræðu, allt fór þetta fram undir handleiðslu okkar frábæra sóknarprests Davíð Baldurssonar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2007 | 23:00
Það var hryllingur að hlusta á manninn.
Hvað er verið að gera með Hörð Magnússon sem lýsanda af leikjum í enska boltanum? Spilaði ekki þessi maður fótbolta? Var að enda við að horfa á leik Newcastle og Arsenal þar sem hann var þulur, og það var hryllingur að hlusta á manninn lýsa leiknum, hann getur ekki leynt hlutdrægni sinni, og svoleiðis er þetta bara alltaf þegar hann er að lýsa. Ég og sonur minn vorum að horfa saman á leikinn og áttum ekki til eitt einasta orð að hlusta á þvæluna í manninum. þegar Newcstle skoraði var hann svo ánægður að hann gat engan veginn hamið tilfinningar sínar af gleði. Ef þessi maður væri að lýsa leik fyrir Sky eða BBC væri fyrir löngu búið að reka hann fyrir allt bullið sem veltur upp úr honum og hlutdrægnina.
Allir sem fylgjast með enska boltanum telja sig vita að Hörður Magnússon er Liverpool aðdáandi, og auðvitað er það bara allt í lagi ef hann gæti bar haft það út af fyrir sig, nei það getur hann ekki heldur þarf hann alltaf að vera með furðulegar athugasemdir þegar hin stórliðin eru að leika og ég veit um marga sem eru á sama máli og ég. Hörður Magnússon og Guðjón Guðmundsson ættu að láta sér duga að lýsa sundi eða frjálsum íþróttum, ekki fótbolta. En svona til að vera aðeins jákvæður, þá langar mig til að hrósa Guðmundi Ben, hann er orðinn langbesti þulurinn og svo náttúrlega Arnar Björnsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.12.2007 | 12:04
Skemmtilegt myndband
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.11.2007 | 23:43
Vond veður og lítið sést af loðnu og kolmuna...
kemur svo sem ekki á óvart að lítið sjáist af loðnu á þessum tíma en í kvöld koma Aðalsteinn Jónsson SU heim eftir að hafa leitað að loðnu norðan við land, lítið sást, ís og vond veður gera þetta allt mjög erfitt. Undanfarin haust hefur nánast ekkert sést af loðnu á haustin og hefur hún svo allt í einu birst í janúar öllum á óvart nema okkur sem veiðarnar hafa stundað undanfarin ár, sama verður upp á teningnum nú og skal ég éta ógeðslegu flíspeysuna mína ef það klikkar. Nokkrir Rússar eru að kolmunaveiðum við Færeyjar en aflinn er lítill of lítill til að hægt sé að fara til veiða í bræðslu enn sem komið er. Smá skot hafa þó oft komið veiðina í desember þar, og á ég alveg eins von á það geti gerst fljótlega.
Tíðarfar til sjós og lands er búið að vera mjög slæmt upp á síðkastið og nú fer hver að verða síðastur til að ná sér í rjúpur fyrir jól, aðeins tveir daga eftir, og er meiningin að arka út um þvotthúsdyrnar á morgun ef veður leifir og kíkja upp undir Harðskafan til að freista gæfunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.11.2007 | 15:10
Held að þetta lið geti náð árangri
Bjarni Þór og Eyjólfur hvíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2007 | 11:34
Hvar skyldi rjúpan vera?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.11.2007 | 23:53
Tveir Eskfirðingar í landsliðinu
Ívar ekki í fyrsta landsliðshóp Ólafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.11.2007 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.11.2007 | 12:56
Heiðursfélagi nr 10.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar