Færsluflokkur: Bloggar
13.11.2007 | 12:12
Enn og aftur um sundlaugina á Eskifirði.
Í gær um kl 1400 sagði ég við konuna mína það er best að skreppa bara í sund, nei þú ferð ekki í sund laugin er lokuð, þurfti ég þá að bíða til kl 1600 þangað til opnað var. Nú í pottinum upphófst enn og aftur þessi umæða um opnunartímann sem enginn skilur neitt í. Fólk sem ég spjallaði við sagðist hafa séð útlendinga og fólk sem var að koma úr vinnu úr álverinu rúmlega 8 um kvöld koma að læstum dyrum og sjómenn sem eru að landa hér fiski í gáma koma um miðjan dag en þurfa frá að hverfa. Er nú hægt að hafa þetta svona, er þetta ekki bæjarfélaginu til skammar, þurfum við alltaf að vera eftirbátar annar með þjónustu, opnurtíminn hér er orðinn styttri en var í litla pollinum sem er undir gólfi íþróttahússins. Bæjarfulltrúar eða sá sem ákvörðunina tók leiðréttið nú þetta, þið getið gert það á sama hátt og lokað var bara í laumi, ef ekki það skammist ykkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2007 | 11:41
Um fótboltabullu og fótbolta
Það þykir ekki stórfrétt að menn bregða sér á fótboltaleiki í enska boltanum frá íslandi. Fyrir nokkru síðan fórum við feðagrnir, ég faðir minn og yngri sonur (15 ára) á leik Arsenal - Sunderland, ekki í frásögu færandi nema að á leiknum skeði það á meðal okkar islensku áhorfandann var íslenskur áhorfndi sem greinlega hataði Arsenal liðið og hélt með Sunderland, og auðvitað var það í lagi ef hann hefði getað haft það út að fyrir sig. Maður þessi sem ég veit ekkert hver er og hef ekki áhuga á að vita, sat beit fyrir aftan son minn. Um leið og leikurinn byrjaði fór hann að niðurnýða Arsenal liðið og það átti greinlega ekki að fara fram hjá neinum hvað hann hefð mikið vit á fótolta, sem hann hafði greinlega alls ekki. Var ég og fólkið sem sat í námunda við manninn hissa og þreytt á að hlusta á nýð mannsins, þannig að ég bað hann að lækka róminn og hafa skoðanir sínar út af fyrir sig um Arsenal liðið, sagði hann mér þá að halda kjafti og hækkaði bara róminn og æstist allur upp, faðir minn bað hann að slaka aðeins á, og ætla ég ekki að hafa eftir hverju hann svaraði.
Íslensk kona sem var með okkur þarna var hálf miður sín, og skyldi ekkert í þessu frekar en við hvað maðurinn var að gera þarna. eftir að leik lauk skvetti hann vatni í áttina að okkur og karlaði okkur öllum illum nöfnum. Auðvitað unnum við leikinn 3-2, og þegar Arsenal skoraði þriðja markið fagnaði ég mikið í átt að bulluni, og þá byrjuð enskir áhorfendur að hrópa í átt að manninum, og held ég að hann hafi verið heppinn að langt var liðið á leikinn þegar þetta skeði, annars hefði hann ekki haft frið, og örugglega verið fjarlægður af vellinum.
Annars var stemmingin á leiknum góð fyrir utan þetta, og ekki skemmdi að fyrir tilviljun hittum við gömlu kempuna Charlie George, uppáhald leikamann minn á áronum 71-72, og Niall Quinn stjórnaformann Sunderland, sem spilaði lengi með Arsenal og fá myndir með þeim og áritun.
Og að lokum til hamingju með sigurinní gær Púllarar, fínn leikur hjá ykkur en hvað var stjórinn að hugsa, fagnaði aldrei þegar skorað var, oft hefur nú verið sagt að Venger sé ekki brosmildur, held að hann hafi misst broslausa metið í gær.
Bloggar | Breytt 13.11.2007 kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.11.2007 | 13:07
Sundlaugin á Eskifirði
Hér á Eskifirði eru allir undrandi á opnunartíma sundlaugarinnar sem var breytt í gær, um kl 1800 þegar ég fór upp úr sunlauginni var mér afhent blað með upplysingum um breyttan opnunartíma. Reyndar var ég búinn að heyra af þessu áður, og var hissa eins og allir. Það sem mér fannst einkennilegast við lestur þessa blaðs var afsökunarbeiðni til fólksins og að blaðið var undirritað af starfsfólki laugarinnar, reyndar sagði starfsmaðurinn sem rétti mér blaðið að þetta væri ekki þeirra ákvörðun eins og ég þóttist vita. Nú er látið í það skína að byggingu álvers sé nánast lokið og opnunartíminn hafi verið ákveðin á sínum tíma við þeirra þarfir, og þess vegna nýst bæjarbúum vel, og síðan er fólki þökkuð góð aðsókn. Ég hef notað laugina mikið og oft farið fyrir og eftir kvöldmat, þá hefur aðsóknin alltaf verið góð, og oft hef ég hitti starfsfólk álversins sem kemur á milli 2000-2030 sem er að kom beint af vakt úr álverinu, nú á greynilega á loka á þann möguleika.
Það virðist ekki vera hægt að fá að vita hver tók ákvörðunina og hvers vegna, heldur heldur er fólki afhent bréf með lélegri skíringu. Svona til útskyringar fyrir alla þá verður laugin opin milli 0630-1300 og 1600-2000, en var opin frá 0630- 2100. Það er sjálfast ekki fólki hér boðlegt að hafa sama þjónustustig og fólkið hefur á t.d. höfuðborgarsvæðinu þar sem laugarnar eru jafnvel opnar til kl 2300.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar