Dagar myrkurs og rjúpan.

Nú eru dagar myrkurs haldnir hér á austurlandi og er það bara ágætt allir geta fundið eitthvað sér til tilbreytingar í skammdeginu http://isl.east.is/Forsida/Atburdadagatal/DagarMyrkurs/ fór í fyrrakvöld í Randúlfssjóhús og hlustaði á skemmtilegar sögur af gömlum Eskfirðingum og hlustaði á tónlist.  Svo voru náttúrulega veitingar, lummur pönnukökur harðfiskur hákarl og íslenskt brennivín. Þetta var bara hin besta skemmtun og góð tilbreyting frá hinu týpíska sjónvarpsglápi. En í gærkvöldi horfði ég náttúrlega á sjónvarp þegar ungu drengirnir í Arsenal léku sér að liði Wigan og unnu 3-0.

Nú er rjúpnatíminn, og var stíft stundað um síðustu helgi, sem skilaði hinu versta hælsæri  en til huggunar slatta af rjúpu sem aðallega var veidd á Fljótsdalsheiði. Meiningin er að fara aftur um helgina ef veður leifir og reyna að fanga nokkrar í viðbót.

Rjúpa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju með þennann glæsta rjúpnafeng, en þykir mér miður að þér skylduð uppskera svo slæmt hælsæri sem hrjáir yður nú.

ég vona að ég fái að bragða eitthvað af þessum fuglum þegar hátíð ljóss og friðar rennur upp.

Eddi Gjé (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

ó já, það var frábært í Randulfshúsi og skemmtileg tilbreyting...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 13.11.2008 kl. 07:50

3 Smámynd: Huldabeib

Mmmm rjúpur.... slef.

Huldabeib, 16.11.2008 kl. 12:08

4 identicon

Hvernig byrjar næsta færsla??....svona??

Rjúpnaveiði,- og ökukennsla

Eddi Gjé (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

219 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband