Aftengdur

Fyrir nokkrum dögum byrjuðu flutningar, og þá var ég aftengdur við umheiminn, sími sjónvarp og net tekið úr sambandi og farið með búnaðinn í nýtt hús, og í dag á að reyna að tengja búnaðinn af fagmanni. En þar sem ég er nú kominn á sjóinn aftur hefur mér nú loksins tekist að lesa hér nokkur blogg og póst og er farinn að geta horft á sjónvarp. En hvað um það ,nóg var að gera í landi síðustu daga við að klára að sparsla og mála í nýja húsinu og svo gekk vel að flytja. Náði að sofa tvær nætur og svaf bara vel.

Farið var til hafs og hugmyndin að veiða makríl í bland við síld en hann er alveg horfinn og meirihluti af því litla sem fengist hefur er bara síld. Verður nú tekin smá törn á sjónum þar til farið verður í alvöru sumarfrí um 20 júlí.

Hér bíða menn spenntir eftir leiknum í kvöld, og ætla ég ekki að spá fyrir um úrslit  er alveg sama hverjir vinna, vona bara að annaðhvort þessara liða verði Evrópumeistarar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til hamingju með nýja húsið. Góðar stundir á sjónum.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.6.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju með nýja húsið, útskriftina hjá konunni og vonandi gengur vel á sjónum líka.

Jóhann Elíasson, 27.6.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Deutshland tekur þetta á morgun  annars ét ég hattinn minn ( hehe, á engan)

´Fór á leikinn á móti Þrótt og þeir (okkar strákar) voru bara að gera flotta hluti í fyrri hálfleik, en svo fór allt niður á við  Halldór viðbeinsbrotin, Hákon puttabrotin (brotnaði um morgunin og kom því ekki suður) og Hilmar varð eftir fyrir austan til að keppa með meistaraflokknum í dag (laug) Hann flaug svo suður í kvöld og verður með þeim á móti Njarðvík á morgun. Við Halldór brunum að sjáfsögðu suðureftir og verður klappliðið, og ég læt í mér heyra eins og alltaf  Þeir hljóta að taka þennan leik, eru orðnir hungraðir í sigur og hann kemur á morgun, trúi því. Njarðvík er á sama stað og við í deildinni, sem sagt ekki ofarlega en það fer nú vonandi að lagast

Sjúklingurinn minn var aðeins með strákunum seinni partinn, fór út að borða með þeim og kíkti svo í Laugardalinn á tónleikana, þannig að það er ´buið að vera nóg að gera hjá þeim

En góða veiði kallinn

kv. Badda Hælismatur

Bjarney Hallgrímsdóttir, 29.6.2008 kl. 01:13

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Til hamingju með nýja húsið karlæinn! - Hvar er það? ef maður rambar aftur á Eskifjörð.

Haraldur Bjarnason, 29.6.2008 kl. 17:39

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Til lukku með nýja húsið félagi.

Að sjálfsögðu vinna Spanjólarnir Torres sér um það, er það nokkur spurning, þarf nokkuð að ræða þetta meira ha?

Hallgrímur Guðmundsson, 29.6.2008 kl. 17:43

6 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Til hamingju með húsið

Sóley Valdimarsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

237 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 177265

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband