1.12.2008 | 08:59
Göngutúr að vetri og fótbolti á eftir.
Getur ekki verið meira hressandi þegar leikurinn endar vel, Chealsea-Arsenal 1-2 og allir búnir að afskrifa Arsenal. Að þessu sinni var myndavélin tekin með svona bara að gamni til að sýna fjarsöddum hvernig umhorfs er, en er þetta ekki bara eins og þetta á að vera um vetur, held það, samt oft verið meir snjór hér á Eskifirð en nú er.
Þessi mynd var tekin í upphafi göngutúrs þegar búið var að moka sig út úr húsi.
Úr garðinum hjá Öddu Halldórs.
Mjóeyrin.
Hólmatindur í vetrarskrúða.
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hvurslags er þetta eiginlega maður, af hverju er bíllinn eiginlega úti í svona hryssing:)......svo máttu ekki setja svona myndir á bloggið...það er ekki laust við að maður finni fyrir heimþrá...:)
Eddi Gjé. (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 12:41
Flottar myndir og já bara ágætt að Arsenal vann Ég væri til í brjálæðislegan mikinn snjó upp í Oddskði - þar er þetta bara eins og í eyðimörk en allt á kafi hér í bænum (sem er lika bara OK)
Bjarney Hallgrímsdóttir, 2.12.2008 kl. 07:44
Eddi, það er ekki búið að koma opnaranum svo er bara ágætt að vakna við það að skafa bílinn. Heimþrá fer ekki ágætlega um þig.
Badda mín, já það var bara ágætt að Arsenal vann, Liverpool- West Ham ? Þetta er bara fínt, eins og þetta á að vera.
Grétar Rögnvarsson, 2.12.2008 kl. 09:56
svona á þetta að vera á veturna...annað en hér sem ekki sést snókorn en kulinn er svo mikill að ég held að það fari að frjósa undan fólki:-)
Erna (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:59
Yndislegar myndir og setja allt af stað hjá mér. Komin langt aftur í tímann. Nú langar mig alveg ótrúlega mikið HEIM. Þakka þér fyrir.
Bestu kveðjur austur
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:28
BLessaður gamli skólabróðir og takk fyrir að bjóða mér í hópinn
Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.12.2008 kl. 22:15
Já það er fallegt um að litast þessa dagana hér á Eski stelpur mínar, og auðvitað langar ykkur heim í sveitina.
Jón, auðvitað varð að bjóða þér í hópinn. Vantar þig bara á facebókina og fara að leita þar að fleiri skólafélogum, er búinn a finna tvo Reykhyltinga sem voru með okkur þar.
Grétar Rögnvarsson, 3.12.2008 kl. 12:29
Glæsilegar myndir hjá þér félagi. Tindurinn er alltaf flottur. Og garðurinn hjá Öddu er eins og klipptur út úr amerísku jólakorti.
Annars er komin dágóður slatti af snjó hér á fjallinu hjá mér. Mokaði innkeyrsluna tvisvar á þriðjudag og tvisvar í gær.
Dunni, 4.12.2008 kl. 16:36
Segi eins og Unnur, það fera allt af stað hjá mér. Eins og venjulega á ég mjög auðvelt með að hverfa aftur í huganum og staðsetja mig "heima" með fjallið eina í augsýn. Finn lyktina og sé litina. Hitti ykkur jafnvel, Unnur, Grétar og Dunni. Ekki leiðinlegt.
Takk, Grétar, fyrir frábærar myndir!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:30
... leiðrétting: "... það fer allt..." o.s.frv.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.