Mikill snjór og fallegt veður

vetur 2008 053Stóðst ekki freistinguna og fékk þessa mynd hjá Sævari frænda mínum tekin yfir bæinn og fjörðinn okkar,(tekin í gær eða fyrradag). Mikill snjór í fjöllum við bæinn og veðrið frábært í gær. Sólskin og logn og hitinn var um 12 stig á mæli þegar ég fór í sund um miðjan dag. Ekki var veðrið síðra í nótt þegar siglt var út fjörðinn í stafalogni og kyrrð og bærinn svaf. Var að hugsa hvað skildi maður vera búinn að sigla margar ferðir um fjörðinn og hvað skildu vera margar eftir. Fyrir þá sem ekki þekkja, næst okkur er Eskifjörður og bærinn og sjá má í húsin í norðanverðum firðinum, fyrir utan Eskifjörð tekur Reyðarfjörðurinn við og ef glöggt er skoðað má sjá grilla í Skrúð. Nesið á milli fjarðanna er Hólmanes og á því stendur Hólmaborg. Upp af því kemur svo Hólmatindurinn 936 m hár og er nánast óklífanlegur að norðanverðu, sem sagt á móti bænum. Held að aðeins einn maður hafi farið þar upp einhvertíma um 1966-68, allavega man ég eftir, því allur bærinn fylgdist með.

Erum á siglingu í góðu veðri á leið á kolmunaslóð suður af Færeyjum og verðum þar í nótt eftir sólahrings ferðalag að heiman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

  • P4140006
  •  P4140005
  • Þetta er falleg mynd yfir fjörðinn Grétar. Hérna eru tvær sem ég tók á gönguskíðunum ofan af Selvogsheiðinni í fyrrakvöld. Æðislegt veður og það má sjá þarna Geitafellið fremst og eftir ströndinni, það sjást eyjarnar þarna í blámanum ef vel er skoðað...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.4.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er guðdómleg mynd og ég er auðvitað búin að steliþjófast og setja hana inní Eskifjarðaralbúmið mitt. Ég á orðið dálaglegt safn af Eskifjarðarmyndum, við alls slags birtuskilyrði, á mismunandi árstíðum o.s.frv. Hver einasta þeirra kallar fram ákveðna stemmingu. Ijustlovit. Já, Grétar, þú kveiktir á Eskifjarðartökkunum og mér leið eins og ég hefði verið sökuð um framhjáhald... Auðvitað jafnast ekkert á við bernskulandslagið, hvert sem leiðin liggur... Æðislega gaman að fylgjast með þér á veiðunum ... ég man eftir svona nóttum heima, þó ég væri ekki á siglingu út fjörðinn --- man eftir síldarræsi um miðja nótt og því að pabbi var ræstur út í kost eða olíu eða eitthvað ..... Góða ferð og góða veiði!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.4.2008 kl. 20:13

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er guðdómleg mynd og ég er auðvitað búin að steliþjófast og setja hana inní Eskifjarðaralbúmið mitt. Ég á orðið dálaglegt safn af Eskifjarðarmyndum, við alls slags birtuskilyrði, á mismunandi árstíðum o.s.frv. Hver einasta þeirra kallar fram ákveðna stemmingu. Ijustlovit. Já, Grétar, þú kveiktir á Eskifjarðartökkunum og mér leið eins og ég hefði verið sökuð um framhjáhald...  Auðvitað jafnast ekkert á við bernskulandslagið, hvert sem leiðin liggur... Æðislega gaman að fylgjast með þér á veiðunum ... ég man eftir svona nóttum heima, þó ég væri ekki á siglingu út fjörðinn --- man eftir síldarræsi um miðja nótt og því að pabbi var ræstur út í kost eða olíu eða eitthvað ..... Góða ferð og góða veiði!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.4.2008 kl. 20:13

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já þessi mynd er alveg meiriháttar maður sér ekki lengur svona.  Góða veiði!

Jóhann Elíasson, 16.4.2008 kl. 20:36

5 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Hafsteinn, já þetta eru flottar myndir, frábært útsýni hjá þér.

Guðný, ég vissi að ég mundi ýta á einhverja takka við kommentið sem ég gerði hjá þér,það er sko í góðu lagi að taka myndir hér ef þú vilt, við erum systkinabörn ég og Sævar sem tók myndina hann er mikið á snjósleða og tók þessa mynd ofan úr Lambeyrardal held ég. Já auðvitað áttu margar góðar mynningar að austan, bjóst nú í centruminu.

Jói, sem betur fer sést nú ein og ein svona.

Já takk öll fyrir góðar óskir um veiði.

Grétar Rögnvarsson, 16.4.2008 kl. 20:59

6 identicon

Það eru engar rjúpur á myndini, þarna er ég oft búinn að ganga til rjúpna.

Fór mína fyrstu ferð fyrir á þessar slóðir svona 11-12 ára með pabba og svo einn 14-15 ára, en ekki segja frá því það mátti víst ekki, frétta það seinna...

Gangi ykkur vel kveðja til þeirra sem ég þekki....

Kv PHÍ 

Pétur Hafsteinn Ísleifsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 08:08

7 identicon

þetta er stórfín mynd, þær eru ábyggilega ófáar ferðirniar sem þú ert búinn að sigla inn og út þennan fjörð og vonandi verða þær ótal margar í viðbót, kv úr frystihúsinu sem flýtur

Eddi (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 12:41

8 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Innlitskvitt úr firðinum fagra

Sóley Valdimarsdóttir, 19.4.2008 kl. 22:11

9 identicon

Ekkert smá flott mynd þetta...húnn kallaði nú eiginlega bara fram löngun til að vera á skíðum fyrir austan í sól og blíðu:-) En ég held nú að mér finnist fáir staðir jafn fallegir í góðu veðri en fjörðurinn okkar...hvort sem það er fallegt vetrarveður eða sumarveður...

Erna (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 177419

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband