23.1.2010 | 15:42
Grein í Morgunblaðinu í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2010 | 16:08
Íbúasamtök stofnuð á Eskifirði.
Í gærkvöldi voru stofnuð íbúasamtök á Eskifirð (Í.S.E.) stofnfélagar eru rúmlega 60 og á örugglega eftir að fjölga mikið. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Stofnfundurinn var góður og tóku nokkrir til máls og það er ýmislegt sem greinilega brennur á fólki. Þurfum að standa saman og vinna einnig með íbúasamtökum í öðrum bæjarkjörnum Fjarðabyggðar í vissum málum eins og læknamálinu. Það var ánægjuleg að sjá einn að bæjarfulltrúum sem við Eskfirðingar eigum í bæjarstjórn Fjarðabyggðar mæta á fundinn hefði verið skemmtilegar ef hinir tveir hefðu látið sjá sig líka.
Skora á íbúa á Eskifirði að skrá sig í samtökin þegar boð um það verður sent í hús eða búið að gera síðu um samtökin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2009 | 16:57
Mæting við Olissjoppuna á Reyðarfirði kl 12.00 föstudaginn 16 okt. Mótmæli!!
Nú hafa verið settar upp auglýsingar á öllum stöðum í Fjarðabyggð, en látið berast til allra og stöndum saman, nóg er komið.
Muna mæting við Olíssjoppuna á Reyðarfirði kl 12.00 föstudaginn 16, okt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.10.2009 | 22:35
Mótmæli mótmæli!!
Sendið þetta á alla ykkar vini og stöndum nú saman.
Hugmyndin er sú að fara í mótmæli við skrifstofu HSA á föstudag ef þáttaka verður einhver. Er þetta gert í samráði við aðila sem hafa stofnað til Hollvinasamtakanna og fl.
Mæting verður við Olíssjoppuna á Reyðarfirði kl 12.00, föstudaginn 16. okt. og keyra þaðan til Egisstaða kl12.30 og hefja mótmælin kl 13.00. Mótmælin eiga að vera í anda Búsáhaldabyltingarinnar sem var við alþingishúsið í Rvk.
Mæta skal með potta pönnur barefli og lúðra. Þá væri mjög æskilegt að einhverjir hefðu mótmælaspjöld með hnitmiðuðum athugasemdum en engum dónaskap. Gjallarhorn verður haft með og getur fólk fengið að tjá sig í það á málefnalegum grunni þó ekki lengur en í 5 mínútur.
Fjölmiðlar verða látnir vita af mótmælunum svo að þau komist vel til skila. Lögregla verður einnig látin vita svo allt sé löglegt að sjálfsögðu. Ef góð viðbrögð verða við þessu verður hengd upp auglýsing sem víðast á morgun til að fá sem flesta þar sem ekki eru allir með facebook.
Vinsamlegast látið sem flesta vita af þessu og sendið uppl. til baka um hvort þið mætið og hvað margir úr hverri fjölskyldu. Ef þáttaka verður lítil dettur þetta um sjálft sig og ekkert verður aðhafst. Því viljum við þó ekki trúa, því nóg er komið af þessari niðurlægjandi aðför að íbúum Fjarðabyggðar og einelti gegn okkar frábæra yfirlækni og hans fjölskyldu.
Vonumst við til að atvinnurekendur verði starfsfólki sínu hliðhollir og gefi langan matartíma á föstudaginn. Veðurspáin er góð svo það er nú eða aldrei.
Með bestu kveðju, skipuleggjendur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 21:09
Réttlát niðurstaða, og við fáum okkar frábæra lækni aftur.
En hvað verður næst, er ekki rétt að leysa læknahatarann Einar Rafn frá störfum, og fara að rannsaka hans mál, eða á hann kannski bara að fá að valsa um og brjóta niður saklausar fjölskyldur eins og hann hefur gert við fjölskyldu Hannesar. Það er eitthvað mikið að ef þessi maður heldur starfi sínu, eftir það sem á undan er gengið.
Allavega ætla ég að hringja í Heilbrigðisráðuneytið á morgun og fá að vita hvað verður gert næst. Það hefur enginn maður þó svo að hann hafi fengið gefið embætti frá Sjálfstæðisflokknum leifi til að brjóta niður saklaus börn með því að þjófkenna föður þeirra.
Hannes, fjölskylda, og Eskfirðingar til hamingju, og vertu velkomin til starfa fyrir okkur aftur vinur.
Hannes snýr aftur heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2009 | 16:03
Já það er flaggað á Eskifirði í dag.
Enda ekki skrýtið, rannsókn á ásökunum sem forstjóri HSA bar á okkar frábæra lækni hefur verið hætt. Það fór eins og mig og íbúa bæjarins grunaði og héldum fram að Einar Rafn væri að reyna að klekkja á Hannesi. Það vita allir hér hvernig Hannes hefur starfað, hann er frábær læknir ósérhlífinn og hefur alltaf sinnt sjúklingum sínum af mikilli kostgæfni.
En hvað skeður nú, ætlar forstjóri HSA að sitja áfram, eða ætlar hann að hafa vit á því að biðja Hannes afsökunar, og íbúana hér og segja af sér í kjölfarið. Eða ætlar hann að feta i fótspor flokksbróður síns Davíðs Oddssonar og sitja sem fastast. Nú held ég að sé kominn tími til að skoða hans vinnuaðferðir og rekstur á HSA. Það er alveg á hreinu að ef þessi maður fer ekki frá þá eru margir tilbúnir til að hafa hátt. Ég trúi ekki öðru en að hann verði látinn hætta eftir að hafa ásakað saklausan mann um þjófnað.
Rannsókn á máli læknis hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.3.2009 | 15:08
Vinnum í kvöld
Hef fulla trú á að við vinnum í kvöld, erum í góðri stöðu, og verðum vonandi fjórða enska liðið sem kemst áfram. Held að Inter verði ekki fyrirstaða fyrir Man Utd. Og í gærkvöldi glæsilegur leikur hjá Liverpool. Spiluðu flottan bolta á móti slöku liði Real Madrid. Markið hjá Gerard snilld og hann er frábær leikmaður, sá besti í Englandi í dag.
Og í tilefni dags sett inn ein gömul mynd af okkur félögum, þegar ég var á hinum Jóni sem er Lundey í dag og Bjarni og fleiri komu í heimsókn frá Hólmaborg. Sjá má í brytann vera að fá sér ferskt loft í glugganum.
Og enn og aftur siglt fram hjá Rockall og í tilefni af því birt mynd af klettinum sem ég stal á einhverri síðu. En við erum á heimleið með nánast fullan bát eða 2100 tonn af kolmuna og komum heim á föstudagsmorgun..
Arsenal mun spila sóknarbolta í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.2.2009 | 18:39
Rockall
Merkilegt fyrirbæri hér út í miðju Atlashafi. Klettadrangur sem trónir hér upp úr hafinu, datt þetta svona í hug þar sem ég er á siglingu 100 sml suðvestur af þessum kletti. Heyrði sögu af stúlku sem var að gera tilraun til að lifa ein fjarri mannabyggðum á þessum kletti, var eitthvað að rannsaka einveru, held að hún hafi ætlað að nota þessa reynslu til að gera doktorsritger, allavega var þetta tengt einhverju námi minnir mig.
Sigldum af stað heim á leið frá kolmunaslóð vestur af Írlandi. vorum mjög sunnarlega eða á 53*30´og 16*00´alveg við írsku landhelgina ef farið er þaðan í austur liggur leiðin yfir Liverpool og Hamborg svona til að fólk átti sig á hversu sunnarlega við vorum. Veiðin var góð fengum í bátinn á rétt rúmum 2 sólahringum og var stærsta halið var 700 tonn. Siglingin heim tekur um 2 sólahringa og erum væntanlegir heim um hádegi á laugardag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.2.2009 | 14:52
Hannes Sigmarsson ofsóttur af forstjóra HSA
Það skildi nú ekki vera að Einar Rafn Haraldsson sé að reyna að fela eigin vankunnáttu við stjórn á HSA með því að ofsækja heimillsækninn okkar á Eskifirði. Nema hvað, að allir vita að Einar situr í embætti sem hann fékk úthlutað sem gæðingur innan Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma og minnir þetta mann á embættisveitingar stjórnmálamanna til gæðinganna sem kannski ráða svo ekki við starfið eins og þekkt er svo víða. Miðað við fortíð þessa manns hefði hann aldrei verið ráðinn á faglegum grundvelli, en ég ætla ekki að fara að tjá mig í smáatriðum um Einar þegar hann starfaði sem kennari og lögreglumaður, það vita nóg og margir um hans fortíð.
Hannes Sigmarsson er einhver sá albesti heimilislæknir sem hægt er að hugsa sér, það þekki ég af eigin reynslu, hef þurf að leita til hans sjálfur og mín fjölskylda líka. Hef þurft að leita til hans utan af sjó með slasaða menn og fengið bestu þjónustu sem hægt er að hugsa sér. Ósérhlífinn, og alltaf tilbúinn hvenær sem er og á hvaða tímum sem er. Hann hefur oft á tíðum unnið við erfiðar aðstæður og sinnt sínu starfi betur en nokkur annar hefði gert. Það þekkist ekki hjá honum ef einhver hringir slasaður eða veikur að kvöldi eða nóttu. Komdu bara til mín á morgun. Nei málin voru agfreydd strax og fumlaust. Það þarf enginn að segja mér að Hannes hafi stundað ólöglega starfsemi sem læknir, hefur örugglega ekki haft tíma til þess starfa sinna vegna.
Ég held að Einar Rafn Haraldsson sem er illa liðin að mörgum ætti að hafa vit á að segja af sér enda ekki ráðinn á faglegum grunni frekar en margur annar sem fengið hefur úthlutað feitum bitum frá Sjálfstæðisflokknum. Hann ætti allavega að hafa vit á að skammast sín fyrir hvernig hann lét birta fréttina sem fór fyrst í loftið út af lækninum okkar. Ef þarf, er kannski kominn tími til að birta hans afreka skrá hér i gegnum tíðina, en geri það ekki nema hann haldi áfram að ráðast á samborgara mína og vini.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.2.2009 | 13:23
Loðna, hvalur, gulldepla.
Nú skal loðnað látin synda hjá og hvalur jafnvel ekki veiddur, maður spyr hvað er að? Fiskifræðingar hafa látið út úr sér að hvalur éti jafnvel 1-2 milj tonna af loðnu, og svo þora menn ekki einu sinni að gefa út 100,000 tonna kvóta. Það væri ekki stór áhætta að gefa út þó ekki væri nema 100,000 tonn það verður meira en nóg sem kemur til hrygningar. Enda öllum ljóst að ekki hefur nú allt mælst og eitthvað hlýtur að vera til umfram þau 400,000 sem búið er að mæla. Þá á að hefja hvalveiðar í stórum stíl og byrja að veiða hnúfubak sem hefur fjölgað sér mikið við landið.
Það var athyglisvert þegar trillukarlar á Hornafirð ályktuðu um gulldepluveiðar og að menn skyldu fara varlega, ekki veit ég hvaða rök þeir höfðu, sjálfsagt engin, en þeir hafa verið duglegir að álykta um uppsjávarveiðar og mótmæla þeim í gegnum tíðina, ættu að líta sér nær með allan gjafakvótann sem þeir braska með. Gulldepluveiðar eru í þróun og undir miklu eftirliti Fiskistofu, nánast engin meðafli er og allur meðafli sem kemur er tekinn frá og vigtaður og seldur sem Hafrófiskur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar