Já það er flaggað á Eskifirði í dag.

Enda ekki skrýtið, rannsókn á ásökunum sem forstjóri HSA bar á okkar frábæra lækni hefur verið hætt. Það fór eins og mig og íbúa bæjarins grunaði og héldum fram að Einar Rafn væri að reyna að klekkja á Hannesi. Það vita allir hér hvernig Hannes hefur starfað, hann er frábær læknir ósérhlífinn og hefur alltaf sinnt sjúklingum sínum af mikilli kostgæfni.

En hvað skeður nú, ætlar forstjóri HSA að sitja áfram, eða ætlar hann að hafa vit á því að biðja Hannes afsökunar, og íbúana hér og segja af sér í kjölfarið. Eða ætlar hann að feta i fótspor flokksbróður síns Davíðs Oddssonar og sitja sem fastast. Nú held ég að sé kominn tími til að skoða hans vinnuaðferðir og rekstur á HSA. Það er alveg á hreinu að ef þessi maður fer ekki frá þá eru margir tilbúnir til að hafa hátt. Ég trúi ekki öðru en að hann verði látinn hætta eftir að hafa ásakað saklausan mann um þjófnað.

 


mbl.is Rannsókn á máli læknis hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessu. Lámark að Hannes verður beðin afsökunar.

Lilja Bára (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 21:08

2 Smámynd: Björn Grétar Sveinsson

tek undir hvert orð og við skulum fylgja þeim eftir ef þarf. við  getum ekki verið án góðs læknis en auðveldlega án núverandi forstjóra asa. björn grétar sveinsson

Björn Grétar Sveinsson, 14.3.2009 kl. 08:44

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hvað er eiginlega að gerast þarna eystra? Einar Rafn og hans íhaldshyski hafa auðvitað alltaf verið í tómu tjóni en þetta er samt skrítið. Eruð þið vissir um að þessi læknir sé alsaklaus?

Haraldur Bjarnason, 14.3.2009 kl. 16:39

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gott að málinu sé lokið á þann hátt sem bæjarbúar eru sáttir við.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.3.2009 kl. 22:49

5 identicon

Mér finnst alveg ótrúlegt að Einar og félagar ætli síðan að halda þessu til streitu.  Það þarf nýja stjórnendur hjá HSA sem stýra faglega, en ekki með persónulegum illvilja.

Fjölnir G (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband