26.2.2009 | 18:39
Rockall
Merkilegt fyrirbæri hér út í miðju Atlashafi. Klettadrangur sem trónir hér upp úr hafinu, datt þetta svona í hug þar sem ég er á siglingu 100 sml suðvestur af þessum kletti. Heyrði sögu af stúlku sem var að gera tilraun til að lifa ein fjarri mannabyggðum á þessum kletti, var eitthvað að rannsaka einveru, held að hún hafi ætlað að nota þessa reynslu til að gera doktorsritger, allavega var þetta tengt einhverju námi minnir mig.
Sigldum af stað heim á leið frá kolmunaslóð vestur af Írlandi. vorum mjög sunnarlega eða á 53*30´og 16*00´alveg við írsku landhelgina ef farið er þaðan í austur liggur leiðin yfir Liverpool og Hamborg svona til að fólk átti sig á hversu sunnarlega við vorum. Veiðin var góð fengum í bátinn á rétt rúmum 2 sólahringum og var stærsta halið var 700 tonn. Siglingin heim tekur um 2 sólahringa og erum væntanlegir heim um hádegi á laugardag.
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lá leiðin ekkert nálægt London. Hefðir kannski getað skotist í heimsókn til Arsenal. - Annars góða ferð heim og til hamingju með góðan afla. Ekki veitir af gjaldeyrinum. Vonum bara að sá norski í Seðlabankanum haldi vel um hann.
Haraldur Bjarnason, 27.2.2009 kl. 11:05
Nei Halli minn það var svolítið langt til London, já við skulum vona að sá norski fari vel með.
Grétar Rögnvarsson, 27.2.2009 kl. 17:21
ekki vissi ég nú að þú værir svona vel lesinn pabbi minn. ég myndi ekki vilja vera einn á rockall. þá myndi ég nú endanlega spila út.
Eddi Gjé (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 09:45
Já, merkilegur klettur, Rockall. Fer hann ekki síminnkandi af veðrun og ágangi sjávar?
Til hamingju með aflann og góða siglingu!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.3.2009 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.