18.11.2008 | 22:10
Auðlindin
Hvað skildi hafa komið fyrir þá hjá Rúv að setja fréttaþáttinn Auðlindina aftur á dagskrá, þáttinn sem svo margir hlustuðu á og söknuðu þegar hann var lagður niður. Kannski á að fara reyna koma því inn hjá fólki að það er til eitthvað annað en bankar og rugludallar til að fjalla um í fréttum. Þegar þessi þáttur var lagður niður voru margir hissa en ég er enn meir hissa að hann skuli vera kominn aftur á. Ekki veit ég hvers vegna, en það má kannski aðeins fjalla um það sem hefur verið okkar helsta atvinnugrein um árabil og skilað miklum tekjum inn í þjóðarbúið í gegnum tíðina þá illa sé fyrir okkur komið núna.
Til gamans sett gömul mynd af J.K. sennilega tekin 1978-9 þegar hann var nýkominn á Eskifjörð, held að hann hafi verið grár í um 2 ár og síðan svartur. Síðan eftir endurbyggingu í Póllandi rauður.
324 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- HR útskrifaði 217 nemendur
- Öryggisbirgðir undir einu fyrirtæki komnar
- Fresta breytingum í Sundhöllinni
- Skömm að því
- Kosningarnar standa
- Segir dóminn vonbrigði og líklega áfrýjað
- Skoða verkfallsbrot í Snæfellsbæ
- Upplýsti ekki um veikindin
- Aðgengi hefur áhrif á mathöll
- Veðurstofan kynnir gottvedur.is
Erlent
- Fimm Íslendingar á brottvísunarlista
- Segir róttæka brjálæðinga stýra þróunaraðstoðinni
- Úkraínskir hermenn teknir af lífi
- Danmörk einn mikilvægasti bandamaður Bandaríkjanna
- Enn sprengt í Svíþjóð
- Tollar á ESB klárt mál
- Netanjahú fundar með Trump
- Ellefu ára stúlka stungin til bana í Hollandi
- Vara við lífshættulegu ástandi
- Kanadamenn hyggjast leita réttar síns
Fólk
- Beyoncé sigraði í fyrsta skipti fyrir plötu ársins
- Bjóst ekki við að fá Grammy
- Taylor Swift tómhent heim
- Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
- Hverjir taka Grammy-verðlaunin heim í kvöld?
- Beyoncé tilkynnir um tónleikaferðalag
- Húsavík gæti fengið hlutverk á Broadway
- Mun sársaukafyllra að láta fjarlægja flúrin en að fá sér þau
- Skálmöld flutti sín bestu lög í Hofi
- 13 ára gefin eldri manni
Íþróttir
- Á leið til Tottenham eftir allt saman
- Mættur til Íslands eina ferðina enn
- Írinn efnilegi til West Ham
- Félagaskiptin í enska fótboltanum - lokadagur
- Höfnuðu tíu milljarða tilboði
- Margrét Lára: Að spila á móti mögulega besta liði heims
- Faðir Haalands skaut á Arsenal
- Búast ekki við slæmum meiðslum
- Sló markamet sem sett var á Íslandi
- Í liði umferðarinnar hjá Kicker
Viðskipti
- Guðríður, Ólafur og Helena til Íslandsbanka
- Ekki hægt að koma í veg fyrir að einhver sé hraðari
- Djúpfalsanir búa til nýjar hættur
- Hið ljúfa líf: Hér er komin sannkölluð eilífðareign
- Vilja draga til baka útgjöld vegna kjarasamninga
- Frestur er alls ekki á öllu bestur
- Bakslag komið á undan Trump
- Svipmynd: Málsmeðferðin er hröð og skilvirk
- Ákváðu að bretta upp ermarnar
- Svigrúm fyrir fasteignaeigendur
Athugasemdir
Grétar. Þegar Auðlindin var lögð af var öll áhersla yfirstjórnenda hjá RÚV á verðbréf og kauphallarviðskipti. Þeim þótti þetta hallærislegt sem við vorum að fjalla um í Aðlindinni. Sjávarútvegur, aflabröðg og fiskvinnsla voru ekki í tísku þá. Nú eru menn að átta sig aftur á hver undirstaða þjóðarbúskapsins er. Hún byggir ekki á endalausri umsýslu með verðbréf þar sem hver selur öðrum. Eins og Alli sagði við mig einu sinni í viðtali: "Ég er ekki ríkur, ég á þessi bréf í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Þau verða ekki að peningum nema ég selji þau. Það er ekki á dagskrá hjá mér." - Kveðja austur, en ég fagna endurkomu Auðlindarinnar, þótt í breyttu formi sé. Hefði gjarnan viljað koma að henni aftur, bara til að hafa samskipti við ykkur sjómennina.
Haraldur Bjarnason, 18.11.2008 kl. 22:48
Eitthvað finnst mér vanta í Auðlindina síðan í gamla daga en ég gleðst yfir að RÚV skuli vera að hverfa frá villunni sem verðbréf og hlutabréf voru valdandi að.
Jóhann Elíasson, 18.11.2008 kl. 23:27
Halli, þetta er sennilega akkúrat málið nú eru allir búnir að fá upp í kok á þessu bankarugli, þá þarf bara að finna upp á einhverju nýju. Já þú varst fínn þáttastjórnandi Auðlindarinnar og Hermann heitinn Sveinbjörnsson, man að þú varst búinn að taka nokkur viðtöl við mig þegar við hittumst fyrst og mig minnir að það hafi verið á sjávarútvegssýningu.
Jói ég er alveg sammála þér mér fannst hún betri hér í den, sennilega vantar bara Halla aftur og mér fannst tíminn eftir veðrið í hádeginu fínn en þetta venst sjálfsagt.
Grétar Rögnvarsson, 18.11.2008 kl. 23:49
Æðislegar myndir af Jóni - man svo eftir honum svona því ég var nú á Jóni þegar hann leit svona út - fór í fyrstu ferðarnar þegar hann var grár og varð svo háseti þegar hann var svartur - góðir tímar
Bjarney Hallgrímsdóttir, 20.11.2008 kl. 20:27
http://bjornf.blog.is/blog/bara_i_dag/entry/717733lesið þetta.
Sævar Einarsson, 21.11.2008 kl. 02:44
Gaman að þessu. Bjarney, ekki viss ég að þú hefðir verið háseti!!!!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.11.2008 kl. 22:08
Jú Badda var sko sjóari Guðný, svarti liturinn var fínn, en gleymi aldrei þegar hann var skorinn í sundur út í Póllandi og brytjaður í járnbúta blessaður.
Sævarinn ég lag þetta
Grétar Rögnvarsson, 22.11.2008 kl. 12:12
Gott ef við kíktum ekki í kaffi til ykkar í denn þegar þið fóruð á rækjuna, ég var háseti og bátsmaður á Nökkva HU-15 (sem er nú farinn úr landi). Gæti samt verið að rugla saman ykkur og Hólmaborgina.
Sævar Einarsson, 22.11.2008 kl. 13:17
Jón í dag er ex Hólmaborg, en við vorum líka á rækju á þessum svarta hér á myndinni fyrir ofan, sem nú heitir Lundey NS eða það sem eftir er að honum. Man vel eftir Nökkva HU og kannast við Hrólf sem var skipstjóri þar sem lengst.
Grétar Rögnvarsson, 22.11.2008 kl. 14:29
Hrólfur er heimsfrægur á Íslandi snilldar kall og margar sögurnar sem hann hefur sagt af sér og sínum og maður heyrt um hann þegar hann var á Gugguni í denn, hann var skipstjóri á Nökkva frá upphafi til enda. Þá passar þetta alveg, ég man vel hvað mér fannst Hólmaborgin fallegt skip, 2 mín uppáhalds skip útlitslega séð voru Bessinn og Hólmaborgin.
Sævar Einarsson, 22.11.2008 kl. 15:55
Ég var líka háseti á Jóni svörtum alveg eins og Badda:-) En pabbi segðu mér byrjar auðlindin enn þá svona "þetta er auðlindin fréttaþáttur um sjávarútveg" ...það hrýslast nú ekki um mig nein sælutifinning við tilhugsunina um auðlindina...en hún minnir mig alveg svakalega á það þegar ég bjó heima og var í mat úr frystihúsinu..og þú að hlusta á þennann fögnuð...svo veðrið á eftir:-)
Erna (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:46
Já Hrolli lang flottastur, hef heyrt af honum nokkrar sögur.
Já, þú fórst einn túr á loðnu með pabba gamla, man að það var mjög erfiður túr. Núna er Auðlindin kl 1815 en það er enn hlustað á veðrið eða oftast og stundum á dánarfregnir og jarðarfarir. Man hvað þér fannst þetta skemmtilegt og tjáðir þig oft um þennan lestur
Grétar Rögnvarsson, 24.11.2008 kl. 15:07
"Þetta er auðlindin, fréttþáttur umsjávarútvegsmál," svona byrjaði hún alltaf. Í hádeginu eftir fréttir og veður, dánarfregnir á eftir.
Haraldur Bjarnason, 26.11.2008 kl. 01:50
Auðlindin var góð er er sjálfsagt enn eftir upprisuna. Er bara að glápa á norskar fréttir þegar hún er í loftinu núna.
En gamli Narfi er góður. Réð mig í jólatúrinn 1972 á þennan framúrstefnu togara okkar þegar ég stundaði nám í Kennara og Stýrimannaskólanum. En svo bilaði prikið og seinkun varð á brottför þannig að ég færði mig yfir á Surprise úr Hafnarfirði eftir áeggjan félaga úr skólanum. Þegar þangað kom gat ég ekki hugsað mér að fara með því skipi svo langt sem á milli bryggja í Hafnarfirði. Allt var svo hrikaleg skítugt og ógeðslega illa um gengið að það hálfa var nóg. Fór þess í stað að vinna hjá Silla & Valda í Glæsibæ og líkaði vel. Var líka feginn því þeir fiskuðu lítið og salan í Þýskalandi var ömurleg.
Seinna var ég að hugsa um að skella mér með Birni Jónssyni á Narfann þegar hann var gerður að nótakipi. En það klikkaði líka. Sé alltaf eftir því vegna þess að það var sjarmur yfir þessu skipi.
Dunni, 26.11.2008 kl. 16:41
Mér finnst vanta Halla aftur í auðlindina Dunni, en þetta kannski venst. Já það var mikill sjarmur yfir þessum bát og hann reyndist vel eins og hann var, en breyttir tímar kalla á breytingar. Ertu búinn að kíkja á myndbandi sem er hér að ofan með honum, það var gott að ferðast á honum þó 90% væru á kafi.
Grétar Rögnvarsson, 27.11.2008 kl. 16:57
nú á bara dengsi eftir að fara með þér einn túr á sjóinn, þá erum við búinn að loka hringnum. en ætlarðu ekki að fara að blogga, þú hlýtur að hafa tíma..ekki mikið að gera hjá þér því miður.
Eddi Gjé (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 03:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.