21.10.2008 | 12:04
Ótrúlegt
Hvað sumir eldast vel. Fór á laugardag í 90 ára afmæli hjá Steini Jónssyni og það er ótrúlegt hvað hann hefur elst vel. Níræður maður á hestbaki að ríða yfir heiðar held ég að sé ansi sjalgæft. Mér hefur alltaf fundist Denni einhver besti maður sem ég hef kynnst, alltaf svo hógvær og yfirvegaður. Það var gaman að hlusta á hann lýsa lífshlaupi sínu í afmælinu þó stiklað hafi verið á stóru. Síðan fannst mér ennþá merkilegra þegar karl faðir minn sagðist hafa byrjað á sjó með Denna aðeins 16 ára gamall og þá farið á vertíð til Sandgerðis. Í dag meiga 16 ára krakkar helst ekki vinna. Á þessari vertíð björguðu þeir 12 þýskum sjómönnum úr strönduðu skipi við Reykjanes. Langar líka að segja frá því að Denni var einn að þeim sem björguðu þeim sem komust af þegar Egill rauði strandaði undir Grænuhlíð. Var það mikil þrekraun sú björgun.
'A sunnudag kíkti ég á málverkasýningu Baltasar hér í kirkjumiðstöðinni. Frábærar myndir, en eins og margir vita er freska eftir hann hér á frystigeymslu Eskju. Mæli með að fólk kíki.
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg sammála því að Denni er einn mesti snillingur sem ég hef kynnst, ég kynntist honum aðeins í gamla daga þegar ég var í hestunum með Snorra. en ég sé mig knúinn að rifja upp fyrsta túrinn sem ég fór með þér sem háseti á jón kjartansson í síldarsmuguna..fylltum skipið í 3 köstum og það var árið 1996...og þá var ég eingöngu 15 ára gamall:)....
Eddi Gjé (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 17:54
Óska Denna og öllum Eskfirðingum til hamingju. Gott og gaman að vita þetta. Denni er yndislegur maður og hefur alltaf verið.
Góðar kveðjur í fjörðinn fagra!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.10.2008 kl. 21:53
Denni er náttúrulega bara 90 ára unglingur. Hafði ómælda ánægku af þvi að verameð karlinum í hestunum veturinn 1988-1989. Hesthúsin í Eskifirði voru eins og félagsmiðstöð oft á tíðum. Þar var Denni í essinu sínu og bauð upp á neftóbak á stjór og bak. Fínn félagsskapur þará ferð
Dunni, 23.10.2008 kl. 11:19
Eddi minn, já ég man vel eftir þeim túr. Takk fyrir kveðjuna Guðný og sömuleiðis til þín og þinna er reyndar á leið á sjóinn í þessum skrifuðu orðum. Dunni þú hlýtur að hafa fengið einhvern vökva af og til líka hjá Snorra og fél. Já ég get sko vel ímyndað mér að þetta hafi verið góður félagsskapur. Þú varst góður í útvarpinu áðan félagi.
Grétar Rögnvarsson, 23.10.2008 kl. 13:52
Það var alltaf til nóg á tunninni í hesthúsunum.
Ég fór að grafa fram gamlar myndir af sjónum eftir að vera búinn að sjá myndirnar þínar. Maður tók bara svo lítið af myndum þá. Guðni á Hól tók örugglega myndirnar á vélina mína þegar við vorum að háfa á Krossanesinu. Þarf endilega að reyna að fá eina góða af Sjonna Ingvars. Hann er einn eftirminnilegast karakter sem ég hef verið með. Hreint út sagt óborganlegur félagskapur af honum.
Gangi þér vel í túrnum vinur.
Dunni, 23.10.2008 kl. 15:24
Takk ekki veitir af velgengni óskum eru á leið í hálfgerða óvissuferð í Síldarsmuguna eða Jan Mayen lögsöguna. Já nú hef ég ekki séð Sjonna I í marga mánuði hann er á elliheimilinu karlinn.
Grétar Rögnvarsson, 23.10.2008 kl. 15:46
Hann Denni er bara snllingur - eilífðar unglingur og það var gaman að mæta í partýið hjá honum og hans fólki... ekki leiðinlegt að alast upp í túnfætinum hjá þeim hjónum...
Góða ferð í óvissuferðina og vonandi fáið þið nú einhverjar pöddur - draga björg í bú og sýna þessu liði fyrir sunnan (eða mikill meirihluti), sem hefur ekki hugmynd um hvaðan gjaldeyririnn kemur -ala fiskur
Bjarney Hallgrímsdóttir, 24.10.2008 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.