16.9.2008 | 08:52
Þarf að hitta mann í dag
og ræða aðeins við hann um ganginn hjá Tottenham, veit að ég rekst á hann von bráðar og þá tökum við létt fótboltaspjall, en þetta er nú bara rétt að byrja og verður fróðlegt að sjá framhaldið.
Byrjunin hjá mínum mönnum lofar bara góðu en þetta er jú rétt að byrja og ekkert að marka enn, held að þetta verði svona týpískt þessi sömu fjögur lið í toppbaráttu og á síðustu leiktíð.
Hér á Eskifirði er nú blíðu veður, en veður sjálfsat ekki lengi miðað við veðurspána http://www.eskja.is/Forsida/Vefmyndavel_Eskifj/ en það er allavega gott eins og er.
Villa lagði Tottenham 2:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 177421
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú fallega gert af þér að hitta niðurlútan Tottara til að stappa í hann stálinu. Held nú að Eyjólfur á White Hart Lane hressist með tímanum. En eiginlega er mér alveg sama hvar þeir eru að malla á stigatöflunni.
Reyndar lenti ég í því á sínum tíma, eftir leik á Anfield, míga við hliðina á Glenn Hoddle. Ég var þarna sem gestur Peters Robinson þáverandi leiðtoga Liverpool. Með stoltið í höndunum heilsaði Tottenham stjarnan mér þar sem við töppuðum af og lék forvitni á að vita hvaðan ég kæmi. Ég sagði að sjálfsögðu að ég kæmi frá Eskifirði. Hoddle kannaðist ekkert við það land og spurði hvar að væri. Hann hló mikið þegar ég sagði honum að Ísland tilheyrði Eskifirði. Hann vildi gjarnar vita hvort allir "þorparar" á Íslandi væru jafn hrepparæknir og ég.
Virkaði indæll drengur Hoddle.
Dunni, 16.9.2008 kl. 16:07
Þetta skyldi nú ekki vera náfrændi minn sem býr hérna í næstu götu fyrir neðan mig...
Mínir menn, þ.e. þessir í rauðu, það er nú líka aldeilis flott byrjun hjá þeim og mikið var nú gaman að horfa á leikinn á sunnudag á móti ManUtd... Þeir mega tapa öllum leikjum, nema á móti þeim
Nú, hinir mennirnir mínir, þessir sem eru í æfingabúðunum í 3 deild, þeirra tími kemur... spurning hvort einhver góðhjartaður íslendingur vill ekki kaupa liðið og koma þeim á réttan kjöl...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 17.9.2008 kl. 07:57
Já Dunni, hef heyrt að Hoddle væri mikið ljúfmenni og ósköp venjulegur, og viti menn eftir að ég skirfaði bloggið í gær fór ég beint að þvo bílinn og rakst þar á frænda þinn Badda, Kristján nokkurn Bjarnason og náði að ræða aðeins um fótbolta við hann, og auðvitað var hann með skýringar á þessu en vildi aðallega ræða leik Fulham og Arsenal um daginn. Já Púllararnir eru greinilega með gott lið og til alls líklegir. Tölum ekkert um Leeds núna.
Grétar Rögnvarsson, 17.9.2008 kl. 11:31
Sæll Grétar ég svara þér bara hérna. Já ég er frá Höfn, reyndar er ég fæddur og uppalinn til 10 ára aldurs á bænum Stafafelli í Lóni og þá fluttu foreldra mínir á Höfn. Ég réri mikið með Eika Dolla fyrst á Gullfaxa sem sökk við Skarðsfjöru í Nóv 1977 síðan á Þórir SF sem Eiki Dolla og fleiri keyptu eftir Gullfaxa slysið. Svo var ég líka með Palla tungufoss á Lyngey ex Fylkir NK, þér að segja þá var algjörlega óborganlegt að róa með tungufossinum, hann stóð algjörlega undir viðurnefninu... Þú manst kannski eftir þessu viðurnefni á Palla frá þeim tíma sem þú varst með Sæljónið? Ég fór síðan í Stýrimannaskólann í Eyjum haustið 1983 og kláraði 2 stigið vorið 85. Eins og margir sem fóru í skólann þar ílengdist ég í Eyjum og flutti svo þaðan 2000.
Nóg um mig, ég held að þetta sé rétt hjá þér það verða sennilega sömu fjögur liðin að berjast um þetta, nú vonar maður bara að mínir menn haldi dampi. Glæsileg byrjun hjá Arsenal, við tölum ekkert um æfingarleikinn sem þeir töpuðu enda var það bara æfing... Að vísu setur maður spurningu við Man. City það er aldrei að vita hvað þessi moldríki arabi nær að gera við klúbbinn... Kannski verður UTD litli klúbburinn í borginni áður en langt um líður.... Er Leeds ennþá til????
Hallgrímur Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.