4.9.2008 | 10:25
Alltaf gaman að koma á Mjóeyri
Það fannst allavega nafna mínum, fjaran, heimalningurinn, og traktorinn vöktu mikla athygli. Vitinn á sínum stað þó svo að eyrin hafi minkað mikið frá því að ég var peyi, sjórinn nánast kominn að vitanum, en eyrin er náttúrulega alltaf að breytast. En þegar ég var krakki og unglingur höfðum við útbæingar brennu neðst á eyrinn á gamlárskvöld. En þá var keppnin fólgin í því hvort logaði lengur í okkar brennu eða brennu innbæinga. Man nú ekki hvernig oftast fór, en allavega var lögð mikil vinna í að safna í brennur enda lítið annað að gera á þessum árum engar tölvur og tölvuleikir og ekki sjónvarp. En um Mjóeyrina, þar búa nú Sævar Guðjónsson og Berglind og reka öfluga ferðaþjónusta http://www.mjoeyri.is/sites5/index1.htm Gaman var að fá þau í heimsókn Ernu og nafna litla og líkaði honum vel lífið hér á Eskifirði.
265 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 177555
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir okkur... við höfðum það mjööööög gott í firðinum:-) og já Grétar var mjög sáttur með sig þarna..enda blundar lítill Eskfirðingur í honum...þurfum að koma oftar held ég bara:-)
Erna (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 14:05
Flottur litli töffarinn, satt er það Grétar hlutirnir voru aðeins öðruvísi þegar við vorum að alast upp, þetta var svipað á Höfn eilífur metingur við útbæingana um nánast alla hluti og nánast styrjaldarástand um gamlárskvöldabrennurnar.
Hallgrímur Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 22:38
Flottir þarna nafnarnir. Það er ótrúlegt hvað þessum guttum finnst gaman af því að rölta með manni um slóðir sem manni sjálfum þykir vænt um. Minnist þess á sínum tíma að ég fór með son minn sem nú 24 ára þarna í fjöruna við Sjávarborg með Reyni heitnum Hólm og fórum út á sjó á bátnum hans Reynis. Fór líka með hann þegar hann var lítill í fjörurnar sem ég ólst upp í á Akranesi og það var sama ánægjan. Nú var afastrákurinn minn um daginn í heimsókn hjá Tótu frænku sinni í Sjávarborg á Eskifirði og tók bara sjálfur upp á því að henda grjóti í sjóinn og var sæll og ánægður með veruna þar. - Kveðja austur.
Haraldur Bjarnason, 4.9.2008 kl. 23:39
Ertu frá Höfn Halgrímur? Já Haraldur það er líflegt í kringum Sjávarborgina hennar Tótu, hvernig tengist þið?
Grétar Rögnvarsson, 6.9.2008 kl. 11:26
Ohhh, ekki smá gaman að sjá þessar myndir af þekktum slóðum. Sá litli virðist sæll í firðinum fagra, enda hlýtur hann að vera smekkmaður mikill. Góðar kveðjur austur!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.9.2008 kl. 15:02
Mjóeyrinn klikkar nú aldrei...
Og ég man sko vel eftir þessum brennum, ekki safnaði ég nú samt í þær heldur stóri brói og ég man keppnina í þessu
Ég man líka (sem áhorfandi) eftir stríðunum sem háð voru hér í bæ - innbær vs útbær
Bara gaman af þessu...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 10.9.2008 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.