29.8.2008 | 12:00
Hvern á að kaupa?
Held nú að ef Venger nær ekki að gera lið úr þessum mannskap kaupi hann kannski einn til tvo um áramót, finnst í lagi að gefa þessu smá séns. Þó leikurinn á móti Fullham hafi tapast segir það ekkert til um getuna, eins og sást svo í leiknum á móti Twente. það er ekki nóg að kaupa og kaupa, það sést nú best á gangi Chelsea þó svo að þeir séu með gott lið unnu þeir ekki neitt á síðasta tímabili þrátt fyrir mikil kaup.
En það var gaman að sjá hvað FH barðist vel á móti Villa í gær og þeir eiga hrós skilkið fyrir að ná þessu jafntefli.
Annars rigning og rok og lítið að gera annað en að gera sem minnst, á von á góðum gestum í dag Ernu og nafna litla en það hefur ekki verið flogið enn, rætist vonandi úr þegar líður á daginn. Það virðist nú engan enda ætla að taka að koma sér fyrir í nýja húsinu en það er alveg að hafast.
Jón fór upp í slippinn gær og blasir þá vel við sjónum þeirra sem leið eiga um höfnina. En það var ótrúlegt að sjá hvað var mikið að ferðamönnum á hafnarsvæðinu þegar ég var þarna um daginn og þegar við vorum að koma um borð einn daginn var slatti að ferðamönnum komið um borð um skipið til að forvitnast og skoða.
![]() |
Nægir peningar hjá Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
265 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 177555
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sá bátinn þarna þegar ég var í Reykjavíkurhreppi á rölti á laugardaginn í aðdraganda "ómenningarnætur". Vissi sem var að enginn væri um borð, en ég kíki kannski á þig ef ég verð á ferðinni aftur áður en þú ferð.
Annars var svo sem engin ómenning í kringum mig þennan tíma sem við vorum á svæðinu, fórum austur eftir flugeldasýningu til að vera klár í leikinn...
Hann Wenger er alveg magnað rólegur í þessu málum alla tíð og stundum eins og hann borgi allt sjálfur, enda reksturinn þarna með því besta. Ekki hefur það heldur komið niður á liðinu, búið að vera í allra fremstu röð í áraraðir...Toppmaður í sínu fagi.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.8.2008 kl. 13:02
Ekki mikið þó túristar skoði svona flott skip
Bjarney Hallgrímsdóttir, 30.8.2008 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.