5.4.2008 | 21:32
Tónleikar í Valhöll
Skrapp aðeins á tónleika í gærkvöld í Valhöll, en Óli Palli og RUV eru á tónleikaferð með 4 bönd um landið, hefði nú sennilega ekki farið nema að Sigþór Rögnvar sonur minn er trommuleikari í hljómsveitinni Summary of sound sem spilaði sem gesta hljómsveit. Fannst mér þeir standa sig bara nokkuð vel miðað við litlar æfingar en 3 af strákunum búa í Rvk, bara minn sonur á Eski. Gat því miður ekki verið allan tímann því skyldan kallaði og þurfti að fara á hafið í nótt. Fannst nú eiginlega skondnast þegar ég sagði við strákinn þegar þeir voru búnir að spila hvort hann ætlaði ekki að setjast hjá okkur Önnu, og hlusta á hin böndin sneri hann bara upp á sig og minnti mig á hvað hann væri gamall og mætti ekki vera þarna inni. Löghlíðin eins og pabbi hans og hann bara fór. Hann fór mjög sáttur því Leiló(veit ekki hvort þetta er rétt skrifað) kyssti hann bless á kinnina þegar hann fór, en hún var að spila með einu bandinu. En ef einhverjir vilja hlusta á lög strákanna þá er hægt að hlusta á síðunni þeirra, en þetta eru lög eftir þá sjálfa og bara mjög góð að mér finnst. http://www.myspace.com/summaryofsound
266 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Hrósaði stjörnunni í hástert
- Glæsimark Davíðs beint úr aukaspyrnu (myndskeið)
- Jókerinn skoraði 61 stig
- Skoraði eftir þriggja mánaða fjarveru (myndskeið)
- Ótrúlegur sprettur gegn gömlu félögunum (myndskeið)
- Moyes: Munum njóta þess að keyra Salah á flugvöllinn
- C-deildar lið skellti bikarmeisturunum
- Lagði skóna á hilluna vegna hjartavandamála
- Víkingarnir skáka Blikum
- Þetta var alvöru Íslendingamark
Athugasemdir
Gott hjá Dengsa að hafa vitið fyrir þér. Frétti að þeir hefðu verið rosa flottir. Þú tókst þig nú líka flott út í sjónvarpinu í kvöld
. Gangi ykkur vel.
Kær kveðja
Sóley Valdimarsdóttir, 5.4.2008 kl. 21:46
Ég hefði nú mætt með íslenska fánann og blöðrur og allt ef ég hefði vitað að guttinn hefði verið að spila. Hélt þetta væru bara einhverja ,,graðhestamúsíkbönd" út bænum
En gott að hann hafi vit fyrir þeim gamla
Bjarney Hallgrímsdóttir, 5.4.2008 kl. 22:48
Já stelpur það er nú gott ef einhver getur haft vit fyrir manni. Takk Sóley, ég hélt að ég væri sá eini sem væri ánægður með mig, jú Anna og mamma voru ánægðar með drenginn sinn
Grétar Rögnvarsson, 6.4.2008 kl. 10:48
Veit um aðra sem var hrifin af þér, en hún er fallin frá......
Tvö stig töpuð í dag ekki gott....
Kv Pétur
Pétur H Ísl (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 14:47
Alltaf missir maður af öllu .....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.