5.4.2008 | 21:32
Tónleikar í Valhöll
Skrapp aðeins á tónleika í gærkvöld í Valhöll, en Óli Palli og RUV eru á tónleikaferð með 4 bönd um landið, hefði nú sennilega ekki farið nema að Sigþór Rögnvar sonur minn er trommuleikari í hljómsveitinni Summary of sound sem spilaði sem gesta hljómsveit. Fannst mér þeir standa sig bara nokkuð vel miðað við litlar æfingar en 3 af strákunum búa í Rvk, bara minn sonur á Eski. Gat því miður ekki verið allan tímann því skyldan kallaði og þurfti að fara á hafið í nótt. Fannst nú eiginlega skondnast þegar ég sagði við strákinn þegar þeir voru búnir að spila hvort hann ætlaði ekki að setjast hjá okkur Önnu, og hlusta á hin böndin sneri hann bara upp á sig og minnti mig á hvað hann væri gamall og mætti ekki vera þarna inni. Löghlíðin eins og pabbi hans og hann bara fór. Hann fór mjög sáttur því Leiló(veit ekki hvort þetta er rétt skrifað) kyssti hann bless á kinnina þegar hann fór, en hún var að spila með einu bandinu. En ef einhverjir vilja hlusta á lög strákanna þá er hægt að hlusta á síðunni þeirra, en þetta eru lög eftir þá sjálfa og bara mjög góð að mér finnst. http://www.myspace.com/summaryofsound
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 177421
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Athugasemdir
Gott hjá Dengsa að hafa vitið fyrir þér. Frétti að þeir hefðu verið rosa flottir. Þú tókst þig nú líka flott út í sjónvarpinu í kvöld. Gangi ykkur vel.
Kær kveðja
Sóley Valdimarsdóttir, 5.4.2008 kl. 21:46
Ég hefði nú mætt með íslenska fánann og blöðrur og allt ef ég hefði vitað að guttinn hefði verið að spila. Hélt þetta væru bara einhverja ,,graðhestamúsíkbönd" út bænum
En gott að hann hafi vit fyrir þeim gamla
Bjarney Hallgrímsdóttir, 5.4.2008 kl. 22:48
Já stelpur það er nú gott ef einhver getur haft vit fyrir manni. Takk Sóley, ég hélt að ég væri sá eini sem væri ánægður með mig, jú Anna og mamma voru ánægðar með drenginn sinn
Grétar Rögnvarsson, 6.4.2008 kl. 10:48
Veit um aðra sem var hrifin af þér, en hún er fallin frá......
Tvö stig töpuð í dag ekki gott....
Kv Pétur
Pétur H Ísl (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 14:47
Alltaf missir maður af öllu .....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.