Upprifjun frá gömlum og góðum tíma

Sæljón fullt af síld Fannst tilvalið að rifja upp gamlan og góðan tíma og hugsa til baka og skella inn nokkrum gömlum myndum frá því í den, frá því að ég var skipstjóri á Sæljóni SU- 104 sem Friðþjófur h/f gerði út. Eigendur fyrirtækisins voru þau Árni Halldórs og Ragnhildur, Bjarni Stefáns og Bára, Unnar Björgúlfs og Jónína og Kristinn Karlsson og Bára, allt öndvegis fólk sem ég segi að hafi verið forréttindi að fá að kynnast og vinna hjá. Læt myndirnar bara tala sínu máli verð samt að benda á hvað Ragnar Eðvarðs og Guðmundur Halls hafa elst vel og þá Guðbjörn Gylfa, svo finnst mér algjör synd að eiga ekki enn hvíta jakkann sem ég er í, í samkvæmi hjá Árna og Diddu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ afi...

Vildu kasta á þig kveðju og segja þér að við erum búnar að setja nýjar myndir á síðuna okkar...

Og afi jakkinn er flottur... :)

Kveðja Lilja og Anna 

Lilja og Anna (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mikið rosalega er gaman að sjá þessar myndir, takk, takk!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.4.2008 kl. 18:07

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er gaman að þessum myndum, kveikir á ýmsum minningum. Er þetta ekki Gylfi Óskarsson þarna á einni myndinni?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.4.2008 kl. 18:44

4 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Æðislegar myndir og rifjar upp minningar frá þessum skemmtilegu tímum. Þú talar bara um hvað Raggi og Gubbi hafa elst vel, en gleymir alveg sjálfum þér, finnst þú nú alveg hafa elst vel líka  Nema hvíti jakkinn, ættir að reyna að fá þér svona jakka aftur

Bjarney Hallgrímsdóttir, 4.4.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fórstu í klippingu strax og þú varst hættur í Reykholti?

Jóhann Elíasson, 4.4.2008 kl. 22:03

6 identicon

Hehe gaman að sjá þessar myndir og já líka hvað margir hafa elst vel:-) Þú værir æði í þessum hvíta jakka í dal...hriklegt að honum skuli hafa verið hent:-)

Erna (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 07:51

7 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Hrikalega flottur og jakkinn maður minn.

Sóley Valdimarsdóttir, 5.4.2008 kl. 13:33

8 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Já ég vissi að jakkinn mundi vekja mikla athygli, man á þessum tíma var enginn maður með mönnum nema að hann ætti hvítan jakka. Held að ég kæmist ekki í hann í dag.

Hafsteinn, jú þetta er Gylfi Óskar hann var minnir mig öll þessi sex ár með mér á Sæljóninu.

Takk fyrir Badda mín það sjá það þá fleiri en ég sjálfur hvað ég eldist vel

Jói hárið fór að minka svona hægt og bítandi eftir að við yfirgáfum Reykholt og er enn að minnka, veit ekki hvernig þetta endar.

Erna mín synd að jakkinn skuli ekki vera enn til hefði verið flott að geyma á nafna litla, þú hefur náttúrlega ekki séð svona flottan jakka á Oxfordstreet þar sem þú dvaldir skildist mér meir og minna í 3 daga á meðan þú varst i London, allavega var pokaburðardýrið, litli bróðir þinn búinn að fá nóg.

Grétar Rögnvarsson, 5.4.2008 kl. 16:59

9 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mér sýndist þetta. Ég var með þeim bræðrum honum og Arelíusi á Fróða frá Stokkseyri, sennilega '65. Mjög fínir strákar, var svo eina vetrarvertíð með Arelíusi þegar hann var orðinn formaður á Bjarna Ólafs.. Ég var auðvitað pjakkur bara, en þeim mun nauðsynlegra að lenda með góðu fólki...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.4.2008 kl. 19:31

10 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Já Hafsteinn þetta voru hörkuduglegir menn, sorglegt hvernig Arelíus dó, var nú bara að lesa um þetta slys fyrir stuttu síðan held að Gylfi búi í Vestamannaeyjum, nokkur ár síðan hann flutti frá Eskifirði.

Nokkuð boltaspjall nei nei þetta er búið hjá okkur, bara í jafnteflum mínr menn. Man Utd eru með besta liðið og klára þetta.

Grétar Rögnvarsson, 5.4.2008 kl. 21:00

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já það var mjög átakanlegt slys. Ég hef ekki hitt hann Gylfa held ég í einhver 40 ár, en sennilega hefur hann ekkibreyst mikið.

Já ég held að þetta sé búið hjá ykkur. Sá nú ekki leikinn til enda í dag, en Liverpool voru fannst mér beittari í fyrri, en það var bara allt annað Arsenallið sem kom í seinni og það þurfti bara smá heppni til að landa þessu.

Já veistu, ég held það, þó ekkert sé öruggt í þessu þá eru þeir með ansi gott lið núna, mikla breidd og Ronaldo í ofanálag...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.4.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 177422

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband