20.4.2009 | 21:09
Réttlát niðurstaða, og við fáum okkar frábæra lækni aftur.
En hvað verður næst, er ekki rétt að leysa læknahatarann Einar Rafn frá störfum, og fara að rannsaka hans mál, eða á hann kannski bara að fá að valsa um og brjóta niður saklausar fjölskyldur eins og hann hefur gert við fjölskyldu Hannesar. Það er eitthvað mikið að ef þessi maður heldur starfi sínu, eftir það sem á undan er gengið.
Allavega ætla ég að hringja í Heilbrigðisráðuneytið á morgun og fá að vita hvað verður gert næst. Það hefur enginn maður þó svo að hann hafi fengið gefið embætti frá Sjálfstæðisflokknum leifi til að brjóta niður saklaus börn með því að þjófkenna föður þeirra.
Hannes, fjölskylda, og Eskfirðingar til hamingju, og vertu velkomin til starfa fyrir okkur aftur vinur.
![]() |
Hannes snýr aftur heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
267 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek heilshugar undir allt sem þú skrifar Grétar... og innilega til hamingju Hannes og fjölskylda - réttlætið sigraði að lokum :)
Bjarney Hallgrímsdóttir, 20.4.2009 kl. 23:24
ég get ekki verið meira sammála því hversu mikill snillingur Hannes er, ég kynntist honum nokkuð vel þegar ég vann á sjúkrabílnum á Eskifirði og þá hefði mátt kalla hann að miklu leyti minn yfirmann, og hefði ég ekki viljað skipta honum út fyrir nokkurna annan að öðrum læknum ólöstuðum, en ég lærði mjög margt gott og gefandi af þessum manni, og get ég sagt það af heilum hug að ég gæti oft hugsað mér að leita aftur heim í gamla bæinn minn til að njóta læknisaðstoðar. ekki er svo beisin læknisþjónusta í höfuðborgini.
Eðvarð Grétarsson, 28.4.2009 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.