Hannes Sigmarsson ofsóttur af forstjóra HSA

Það skildi nú ekki vera að Einar Rafn Haraldsson sé að reyna að fela eigin vankunnáttu við stjórn á HSA með því að ofsækja heimillsækninn okkar á Eskifirði. Nema hvað, að allir vita að Einar situr í embætti sem hann fékk úthlutað sem gæðingur innan Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma og minnir þetta mann á embættisveitingar stjórnmálamanna til gæðinganna sem kannski ráða svo ekki við starfið eins og þekkt er svo víða. Miðað við fortíð þessa manns hefði hann aldrei verið ráðinn á faglegum grundvelli, en ég ætla ekki að fara að tjá mig í smáatriðum um Einar þegar hann starfaði sem kennari og lögreglumaður, það vita nóg og margir um hans fortíð.

Hannes Sigmarsson er einhver sá albesti heimilislæknir sem hægt er að hugsa sér, það þekki ég af eigin reynslu, hef þurf að leita til hans sjálfur og mín fjölskylda líka. Hef þurft að leita til hans utan af sjó með slasaða menn og fengið bestu þjónustu sem hægt er að hugsa sér. Ósérhlífinn, og alltaf tilbúinn hvenær sem er og á hvaða tímum sem er. Hann hefur oft á tíðum unnið við erfiðar aðstæður og sinnt sínu starfi betur en nokkur annar hefði gert. Það þekkist ekki hjá honum ef einhver hringir slasaður eða veikur að kvöldi eða nóttu. Komdu bara til mín á morgun. Nei málin voru agfreydd strax og fumlaust. Það þarf enginn að segja mér að Hannes hafi stundað ólöglega starfsemi sem læknir, hefur örugglega ekki haft tíma til þess starfa sinna vegna.

Ég held að Einar Rafn Haraldsson sem er illa liðin að mörgum ætti að hafa vit á að segja af sér enda ekki ráðinn á faglegum grunni  frekar en margur annar sem fengið hefur úthlutað feitum bitum frá Sjálfstæðisflokknum. Hann ætti allavega að hafa vit á að skammast sín fyrir hvernig hann lét birta fréttina sem fór fyrst í loftið út af lækninum okkar. Ef þarf, er kannski kominn tími til að birta hans afreka skrá hér i gegnum tíðina, en geri það ekki nema hann haldi áfram að ráðast á samborgara mína og vini.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Grétar Sveinsson

tek undir með þér nafni. það sýnir best hug okkar sem Hannes þjónar sem læknir að nú hafa rúmlega 500 íbúar á eskifirði og 250 á reyðarfirði svo og yfir 550 á netinu lýst yfir stuðningi með okkar frábæra lækni. þetta sýnir okkur hvers virði er að snúa bökum saman gegn óréttlæti við skulum gera meira af því í framtíðinni björn Grétar sveinsson

Björn Grétar Sveinsson, 23.2.2009 kl. 20:05

2 Smámynd: Dunni

Það er frábært að sjá hvað fólk stendur vel saman í þessu máli.  Hef aldrei notið þjónustu Hannesar en heyrt þeim mun meira af honum og vinsældum hans meðal bæjarbúa.

Vona svo sannrlega að íbúar stór-Eskifjarðarsvæðisins fái vilja sínum framgengt í þessu máli.  Veit að ykkur nöfnunum leiðist ekki að hrósa sigri samstöðunnar. 

Dunni, 23.2.2009 kl. 21:40

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Svona á að gera þetta Grétar, "taka bara í horn á Bola" og ekkert eftir gefið. Til hamingju með samstöðuna...og lækninn ykkar, að sjálfsögðu...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.2.2009 kl. 12:10

4 identicon

Flott skrif hjá þér pabbi minn.

Eddi Gjé (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 19:32

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er fróðlegt að lesa. Gangi ykkur vel í baráttunni, bræður.

PS: Grétar minn, þú átt alltaf bækurnar hjá mér!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.2.2009 kl. 20:47

6 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Já nafni ég get ekki til þess hugsað frekar en aðrir bæjarbúar að missa Hannes svo vel hefur hann sinnt okkur. Við skulum bara vona að þetta fari vel.

Dunni okkur nöfnum leiðist ekkert,  enda eigum við nokkuð fleira sameiginlegt en að vera bara nafnar, finnst hann bara hafa staðið sig vel í koma þessum undirskriftalistum í gang.

Hafsteinn, við erum samstöðufólk í sveitinni eins og þú veist og þekkir sjálfur.

Guðný, já þetta er orðið hið fróðlegasta mál, hef ekki áhyggjur af bókunum kippi þeim með einhvertíma þegar ég á ferð hjá eða þú hendir þeim á svalirnar hjá Ernu dóttur minn sem er í Nausti no 4 á jarðhæð.

Grétar Rögnvarsson, 26.2.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband