9.1.2009 | 23:41
Enn og aftur sama ruglið i loðnumælingum
Nú skal endurtekinn sami leikur og frá í fyrra og mönnum haldið í helgreipum fram á síðustu stundu um hvort mönnum þóknast að gefa út loðnukvóta. Í fréttum í gær heyrðist manni Sveinn Sveinbjörnsson vera búinn að afskrifa það að nokkuð væri til af loðnu, slík var neikvæðnin hjá honum og þá var hann varla komin á svæðið sem skipin voru að leita á.
Fyrir mitt leiti var ég nú nokkuð bjartsýnn enda ekki mælst svona mikið af loðnu í haustleiðangri undanfarin haust, heil 270,000 tonn, síðan kemur bara sama tala núna í janúar kom mér og öllum á óvart.
En hvað um það það er mín skoðun og margra annarra að það sé ekki hægt að mæla þennan stofn það sýnir sagan okkur, mér er það svo minnistætt fyrir 3 eða 4 árum síðan mældust 30, 000 tonn að hausti en síðan allt í einu 800.000 tonn í janúar, og þegar leitað var skýringa var fátt um svör.
Nú ætti ráðherra sjávarútvegs að gefa leyfi til að starta vertíð með því að gefa út 150,000 tonna kvóta svo að hægt sé að byrja að frysta loðnu á Rússa markað. Norðmenn fara að byrja veiðar í Barentshafi og það er nauðsynlegt fyrir okkur að glata ekki mörkuðum sem þeir fara nú að koma inn á. Annars er okkar þjóð í svo góðum málum að við þurfum ekki á gjaldeyri að halda eða hvað.
Síðan er gott blogg hjá Kristni Péturssyni sem sýnir hvað menn vita lítið smellið á það http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/
En svo aðeins af mínum ferðum erum nú á landleið með kolmuna sem við fengum suður af Færeyjum, fengum 2350 tonn í fimm hölum, mis löngum minnsta halið var 250 tonn en stærsta 500.
Ekki loðnuveiðar að svo stöddu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll, Það var í fjölmiðlum ´æi Noregi í dag að ekkert yrði veitt á Íslandi þessa vertíð. Og Norðmennirnir al sælir og ánægðir.
Einar Vignir Einarsson, 9.1.2009 kl. 23:50
Þetta voru virkilega góð skrif hjá Kristni Péturssyn. Ef að ráðamenn á annað borð treysta á ráðgjöf Hafró í einu og öllu, þá ættu þeir að ganga að því sem vísu að úr því að úr því að farið var að rágjöfinni í fyrra að nóg sé af loðnu til þess að gefa út 200 þúsund tonna kvóta til þess að byrja með.
Sigurjón Þórðarson, 10.1.2009 kl. 01:34
Sæll Grétar
Ætlaði bara að óska þér til hamingju með daginn í gær.
Betra seint en aldrei
Rúna
Rúna Óladóttir (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 16:45
Loðnumælingarnar hafa alla tíð verið rugl Grétar. Það vita allir. Svenni Sveinbjörns og lið hans hefðu betur hlustað á ráðleggingar Hjálmars Vilhjálmssonar í þessum efnum. Hjálmar var, eins og Jakob með síldina, búinn að kynna sér loðnuna í botn. Það sem fyrst og fremst þarf að gera er að skoða hitastig sjávar. Þú hefur mæla til þess og getur fylgst með göngunum.
Haraldur Bjarnason, 23.1.2009 kl. 09:13
...gleymdi einu......Áfram Arsenal!!
Haraldur Bjarnason, 23.1.2009 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.