18.8.2008 | 23:31
Að loknu sumarfríi
Loksins nennir maður að skrifa nokkrar línur og setja inn nokkrar myndir, sumarfríið var tekið svo hátíðlega að það var líka tekið bloggfrí. En nú er maður kominn heim á Eskifjörð og þá tekur þetta venjulega við og maður fer að gera það sem maður er vanur að fást við. Nokkrar myndir frá Rey Cup og ferðinni okkar til Ítalíu. Þar sem slappað var af og notið lífsins, skroppið í einn dag til Slóveníu og svo var degi eitt í Feneyjum. Það var gott að vera í Bibione sem er mjög snyrtilegur bær norðarlega við Adriahaf. Hjóluðum mikið, en á hótelinu var hægt að fá hjól, og ég var búinn að gleyma hvað það er gaman að hjóla ,enda gott að hjóla þar sem eru hjólastígar og gert ráð fyrir hjólafólki.
En á morgun verður haldið til hafs og sjóferðin verður stutt í þetta sinn, siglt skal til Reykjavíkur og skipið tekið þar í slipp.
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 177421
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Helvítis vesen er þetta, að þú skulir akkúrat vera að koma til Reykjavíkur núna ég þarf að fara til Akureyrar 20 og keyri til baka 24. Hvað verður þú lengi?
Jóhann Elíasson, 19.8.2008 kl. 16:16
Já svona er lífið Jói minn, fer aftur til baka á fimmtudag eða föstudag, hittumst bara síðar, allavega á næsta Reykholtsmóti ef ekki fyrr.
Grétar Rögnvarsson, 19.8.2008 kl. 17:07
Blessaður og takk fyrir síðast
Sóley Valdimarsdóttir, 19.8.2008 kl. 18:19
Sæll ,,gamli" minn og velkomin heim í fjörðinn fagra, þó þú sért í þessum skrifuðu orðum farin suður, alltaf gott að koma heim...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 19.8.2008 kl. 19:18
Flottar myndir af ykkur - enda um myndarlegt fólk að ræða. Kv. Kristín
Kristín Guðbrands (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 18:56
Flottar myndir úr sumrinu frá þér karl!!
Huldabeib, 22.8.2008 kl. 14:33
Gaman að sjá lífsmark hjá þér, kæri minn! Takk fyrir góðar kveðjur á blogginu mínu.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.8.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.