Tengdur

Þá er búið að tengja tölvukerfi og síma í húsinu, öllum til mikillar ánægju, og takk fyrir hamingjuóskirnar öll saman. Nánast búið að koma sér fyrir en þetta tekur allt sinn tíma.

Nú er legið í landi og beðið eftir að Aðalsteinn Jónsson SU verði klár til að partrolla með okkur, en þá draga tvö skip með eitt troll á milli sín, en það gefur betri veiði þegar fiskurinn er í yfirborðinu eins og núna. Reiknum með að sigla á morgun.

Hér er búið að vera skýfall síðustu daga og varla hundi út sigandi, en hvað um það, við búum víst á Íslandi.

Spánverjar urðu Evrópumeistarar mér til mikillar ánægju þar sem okkar Arsenalmaður Fabregas stóð sig frábærlega. Ekki gengur eins vel hjá liðum Fjarðabyggðar og finnst mé liðið hjá þeim mun lakara nú en í fyrra. Sama má segja um 3 fl enda hafa þeir misst marga góða stráka í burtu og svo núna í meiðsl, en þetta er samt að ég held alveg að koma hjá þeim, og ætla ég ekki að tala neitt um síðustu ferð hjá þeim til Njarðvíkur sem var heimamönnum þar til skammar alveg eins og Grindvíkingum fyrir nokkrum vikum. Finnst að þessir aðilar á SV horninu ættu að sína fótboltanum meiri virðingu og hvað þá liðum sem ferðast um langan veg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svo má náttúrulega ekki gleyma því að það var Liverpool-maður sem skoraði markið fyrir Spánverjana.

Jóhann Elíasson, 3.7.2008 kl. 15:51

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

kveðja!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.7.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband