Dagur gleði og leiðinda.

Laugardagurinn 14 júní 2008 á eftir að verða mér minnisstæður. Dagurinn byrjaði skemmtilega þegar ég fór með Önnu minni í Laugardalshöllina til að vera með henni við úrskriftina úr Kennaraháskólanum.

 Að því loknu brunaði ég til Grindavíkur til að horfa á 3 fl Fjarðabyggðar etja kappi við Grindavík í íslandsmótinu í knattspyrnu, en sonur minn hafði ásamt hinum drengjunum ferðast um langan veg til að spila leikinn. Vægt til orða tekið voru drengirnir niðurlægðir svo um munaði af forystumönnum knattspyrnunnar þar á bæ. Hef ég nú séð marga fótboltaleikinn um ævina og oft fundist einkennilega dæmt, en þarna var farið vel yfir strikið. Dómarar inn á vellinum voru tveir útlendingar sem spila með úrvalsdeildarliði Grindavíkur, og engir línuverðir. Byrjaði leikurinn vel hjá okkar drengjum og komust þeir í 3-0, síðan var staðan 3-1, og þá byrjaði ruglið í dómgæslunni og var hryllingur á að horfa, dæmdar voru rangstöður á Fjarðabyggðarliðið sem hefðu gefið mörk þó engin rangstaða væri, og leikurinn leystist upp í algjöra vitleysu þar sem dómararnir léku aðalhlutverkið, og voru farnir að leiðbeina drengjum Grindavíkurliðsins og segja þeim hvernig þeir ættu að staðsetja sig i föstum leikatriðum. Þegar ég fór inn í búningsklefa drengjanna voru þar niðurbrotnir ungir drengir sem höfðu verið niðurlægðir og fannst mér aumt að þurfa að horfa á. Fauk þá ansi mikið í mig og hellti ég mér yfir annan dómarann  þegar ég hitti á hann á leið í burtu, þar sem hann var glottandi og virtist bara ánægður með sinn hlut enda ekki skrítið þar sem þeim tókst það sem þeir ætluðu, að láta sína menn vinna, en leikurinn endaði 5-4 fyrir Grindavík. Ætla ég ekki að lýsa hér í smáatriðum hvað skeði inn á vellinum það verður gert annarstaðar.

Þegar leið á daginn jafnaði ég mig, en það verður að segjast að ég varð fyrir talsverðu áfalli að verða vitni að þessu hélt bara að þetta gæti ekki gerst í knattspyrnuleik á Íslandi. En þegar ég kom í heim í útskriftarveislu hjá Önnu sem þær höfðu útbúið Erna dóttir mín og Anna leið mér strax betur og gat gleymt þessum.  Síðan um kvöldið á Humarhúsinu gleymdi ég náttúrlega öllu leiðindum en þetta er eitthvað sem situr samt í manni og gleymist seint.

Var nú eiginlega búinn að ákveða að taka mér bloggfrí um tíma en gat ekki setið á mér að þessu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Var nú líka komin í bloggfrí en ákvað að kíkja hérna inn - Dengsi sagði mér þetta í dag á æfingunni á Reypó og maður er í nettu sjokki að svona hafi verið farið með strákana okkar - las þetta líka inn á Leiknis síðunni: http://www.123.is/leiknirfaskrudsfirdi/

Ég sendi inn fyrirspurn á Fótbolti.net og fékk svar áðan að þeir ætluðu að skoða þetta í dómarahorninu - þannig að mínu mati er þetta sko ekki gleymt... svo mikið er víst að fyrr geri ég allt vitlaust en að láta þetta deyja út - og til lukku með hana Önnu þína, má óska þér til lukku núna, þar sem hún er útskrifuð í dag

Sjáumst hress á næsta leik... Nsk 21 júní

Bjarney Hallgrímsdóttir, 17.6.2008 kl. 01:01

2 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Já Badda mín takk fyrir, það má óska mér til hamingju með hana núna. Já þetta var svakalegt að vera þarna, ég átti erfitt með að koma mér í burtu ég var svo æstur, en hugsaði sem svo best að fara svo maður geri nú ekki allt brjál, fékk góðan liðsmann Hemma sem var búinn að frétta af þessu hann ætlað að kanna allt í kringum þetta.  Já sjáumst á næsta leik.

Grétar Rögnvarsson, 17.6.2008 kl. 12:36

3 Smámynd: Guðni  Guðnason

tetta er mjog algengt a sv horninu ad einhverjir favitar se latnir dæma.

til hamingju med konuna

Guðni Guðnason, 17.6.2008 kl. 14:27

4 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Sæll frændi, já þetta á bara ekki að þekkjast, og er þeim bara til minnkunar sem að standa.

Grétar Rögnvarsson, 17.6.2008 kl. 14:45

5 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Ég sendi inn fyrirspurn á fótbolti.net í gærkvöldi og fékk strax svar um að þetta yrði sent á dómarahornið, þar sem þeir ætluðu að skoða þetta - manninum sem svaraði ´mér fannst þetta hins vegar mjög forvitnilegt / fróðlegt eða hvað ætti að kalla þetta - þannig að vonandi fáum við einhverja umfjöllun um þetta þar - spurning að taka svona á móti Grindvíkingum þegar þeir koma, við gætum þá tekið að okkur að dæma, verum bara saman svona c.a. á miðjunni, þurfum ekkert að hlaupa mikið eða neitt, bara flauta þegar okkur hentar og getum sagt strákunum okkar svolítið til í leiðinni... Mæli með því 

Svo er ég viss um að Hemmi skoði þetta nú á alla kanta fyrir okkur... segist gera allt fyrir strákana sína

Bjarney Hallgrímsdóttir, 17.6.2008 kl. 22:42

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég hélt satt að segja Grétar að meiri metnaður væri í forsvarsmönnum knattspyrnunnar í Grindavík en þetta. Svona lagað er til skammar, ekki nóg með að þeir niðurlægja gestina heldur eru þessir gaurar ekki að gera sínum mönnum neitt gagn. Svo veit ég ekki til þess að neitt fótur sé fyrir því í knattspyrnulögum að hafa tvo dómara en enga línuverði. Það veitir ekkert af línuvörðum í þriðj flokki. Það þekki sjálfur af reynslu minni sem yngri flokka dómara fyrir nokkrum áratugum. Ég fylgdi nú syni mínum á fótboltamót um land allt  fyrir um 15 árum en ég man ekki eftir svona dæmum. Að vísu voru þetta ekki einstakir leikir heldur mót þannig að dómgæslan var yfirleitt í lagi. Svona lagað þarf einfaldlega að kæra til KSÍ formlega.

Haraldur Bjarnason, 17.6.2008 kl. 23:39

7 identicon

Ég hélt að liðin gætu ekki haft þetta svona,  eftir einhverjum reglum þurfa allir að fara. Ef þetta er löglegt , til hvers eru þá verið að hafa línuverði, fyrirgefið aðstoðardómara í  öllum öðrum leikjum. Ég skora á ykkur að fylgja þessu eftir strákarnir eiga ekki að þurfa að sætta sig við svona framkomu. Og Grétar til hamingju með útskrift konunnar,sá mynd af henni á Stöð 2

Guðrún Margrét Óladóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 23:49

8 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Já þetta er sko ekki búið, svo er alltaf að koma meir og meir í ljós, einn drengurinn var farinn að gráta inn á vellinum undan niðurlægingunni, og ég hef aldrei séð eins auma drengi inn í búningsklefa eins og strákana okkar eftir leikinn, frétti að þar hafi einhverjir fellt tár, það á enginn skilið að fá svona móttökur eftir langt og kostnaðarsamt ferðalag þvert yfir landið. Það eru menn búnir að bjóðast til að dæma leikinn sem eru í Fjarðabyggðarliðinu, en ég held nú að það verði nú meiri reisn yfir því hjá okkur að taka vel á móti öllum liðum sem koma hingað og gera þetta eins og á að gera, svona viljum við ekki hafa þetta.

Grétar Rögnvarsson, 18.6.2008 kl. 10:57

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Til hamingju með konuna en stákarnir verða bara að taka næsta leik.

Sigurjón Þórðarson, 18.6.2008 kl. 11:42

10 identicon

Mikið er leiðinlegt að heyra um þessa ódrengilegu og óréttlátu framkomu af hálfu dómara í leik.  Vonandi hefurðu komið málinu í það horf að alvarlega verði tekið á þessu.

Innilegar hamingjuóskir með hana Önnu þína.  Fátt er meira gefandi en að vera kennari, ef maður á annað borð nýtur þess að vera samvistum við börn og unglinga.  Það segja ég af sannfæringu og reynslu. 

Njótið sumarsins til hins ítrasta.

Bestu kveðjur (frá Seyðisfirði þennan morgun).

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 08:37

11 identicon

(leiðrétting: þriðja neðsta lína:  segja, á að vera segi  .

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 08:39

12 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Til hamingju með konuna og drenginn líka, ég sé ekki betur en að hann og félagar hans hafi staðið sig með sóma, þrátt fyrir dómarana?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.6.2008 kl. 19:52

13 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Takk öll saman, fyrir góðar kveðjur, og baráttukveðjur, það er mikil vinna sem fylgir því að vera í fjarnámi, og mikil fórnfýsi sem til þarf og sjálfsagi, feginn var ég allavega oft að vera út á sjó þegar mikið var að gera því Þá truflaði ég sem minnst.

Grétar Rögnvarsson, 20.6.2008 kl. 23:40

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Byrjuð á bókunum; líst vel á og gengur vel að lesa færeyskuna!! Góðar kveðjur austur.  

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.6.2008 kl. 21:21

15 identicon

Innilega hamingjuóskir með húsið ykkar.  Hér koma nokkur skemmtileg ráð úr Heimilishandbókinni frá 1947:

Dagstofan er samkomustaður fjölskyldunnar.  Þar er hlustað á útvarp og lesin blöð og þar situr húsmóðirin með handavinnu, þar finnur heimilisfólkið heimili.

Eigi allt þetta að gerast í dagstofunni, má hún ekki vera mjög lítil, helst ekki minni en 5X5 m. og má vera stærri.  Hún þarf að vera björt með breiðum gluggum..  Veggfóðrið má ekki vera með sterkum litum eða mjög stórgert.  Gólfin skulu vera í sama lit og veggirnir, aðeins nokkuð dekkri.  Það er léttara að halda hreinum gólfum séu þau olíuborin eða lökkuð að minnsta kosti árlega.  Síðan koma húsgögnin.  Það er t.d. aðalkosturinn við stólinn, að hann sé þægilegur ísetu, fallegur, sterkur og auðvelt að halda honum hreinum og umfram allt ekki of dýr.

Ódýrasta og fegursta skrautið mun verða handavinna og inniblóm.  Auk þess eitthvað af bókum og síðast en ekki síst hljóðfæri.  Það er enginn galli á dagstofunni, þó að þar standi saumavél eða saumakarfa, rokkur eða skrifborð fyrir húsbóndann. 

Ekkert er meiri stofuprýði en falleg blóm.  Blómin skal vökva helst með regnvatni eða lækjarvatni.  Uppsperettuvatn er ekki gott.  Fúlt eða súrt vatn er þó alveg ónothæft.

Svefnherbergið sé ljósleitt, sólríkt og hafi góða loftræstingu.   Það er fávíslegt að eyða miklu í dýran húsbúnað fyrir þá, sem ekki eru ríkir.  Svefninn getur verið eins vær í ódýru rúmi og dýru. 

Það er nauðsynlegt að minnsta kosti í sveit, að hafa herbergi svo hægt sé að hýsa mann.  Það er mikið nauðsynlegra að hafa lítið svefnhverbergi fyrir gesti, en fína setustofu með dýrum húsgögnum. Það er ef til vill eitthvað gamalt, sem hægt er að gera upp, eða gera úr kössum borð og stóla, leggja vaxdúk yfir og rykkja eitthvað utan um.

Á stórum heimilum þarf að hafa sérstakt bakstursbúr og bakaraofn í kjallaranum.  Enn fremur þarf í kjallaranum að vera verkstæði fyrir karlmennina, svo að þeir geti smíðað þar og gert við amboð.

Smjörgerðin er vandasom og því erfitt fyrir húsmóðurina að sinna henni með öðrum verkum og innan um annað í eldhúsinu.  Ef vel á að vera þarf sérstakt herbergi í kjallaranum fyrir smjör og skyrgerð og öll þau áhöld sem því tilheyra, þá fyrst er hægt að krefjast þess að fá reglulega gott smjör.

Allir skyldu hafa það fyrir reglu að greiða vöruna um leik ðg hún er keypt.  það hefir komið mörgum í fjárhagslegt öngþveiti að kaupa út í reikning, sem ákveðið hefur verið að greiða eftir mánuð eða ár.  Þegar að skuldadögunum kemur er stundum lítið til að borga reikningana með.

Vona að þessi merkilegu ráð frú Jónínu Sigurðardóttur gagnist ykkur hjónum í nýja húsinu.

Fallegar kvöldkveðjur austur 

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband