Hvað þýðir orðið að vera sjósprunginn?

Heyrði þetta orð í fyrsta skipti fyrir nokkrum árum hjá Páli Helgasyni frænda mínum, það þýðir að vera orðinn leiður eða þreyttur á að vera á sjó. Nú er ég allavega alveg að sjóspringa enda búinn að vera ansi mikið á sjónum í vor. Ætla nú að drulla mér í frí eftir sjómannadag svo ég sleppi við að springa alveg. Finnst þetta bara nokkuð gott nýyrði hjá Páli og það er ansi mikið notað hér um borð.

Þarf víst að fara að undirbúa mig í að flytja í nýja húsið, og reyna að koma hinu í leigu þangað til einhverjum þóknast að kaupa. Auglýsi hér með eftir leigjendum eða kaupendumWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni  Guðnason

flott nýyrdi hja frænda

Guðni Guðnason, 14.5.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Ertu alveg að punktera á sjónum Grétar minn, ekki gott og þá er einmitt gott að taka sér pásu.

Gott að svunturnar eru byrjaðar í sölu hjá þér - ég er þegar búin að selja 6 stk takk, Shell skálinn (Guðbjörg) tók 6 stk svo ekki sagði maður nú nei við því  Náði í kassann á Flytjanda s.l föstudag og hann var ennþá úti í bíl á laug.morgun þegar ég fór að kaupa mér ,,nammi" og seldi bara svona í leiðinni... einu sinni sölumaður - alltaf sölumaður

Förum svo að fullum krafti í sölu á öllu draslinu þegar guttarnir í 10 bekk koma heim aftur úr skólaferðalaginu - og ég held áfram (byrja aftur) að undirbúa maraþonið og allt það sem þarf að gera - kjéllan komin í holyday og hef ekkert annað að gera

Dósasöfnun annað kvöld og ég talaði við Dengsa áðan, hann ætlar að vera með okkur Halldóri hérna í Dalnum, þeir betla dósið og ég keyri - 4 flokkur verður með okkur svo við verðum ekki nokkra stund að þessu.

En gangi þér vel á sjónum og vonandi finnið þið einhver kvikindi sem þið getið fangað - og geymdu það að punktera - það fer alveg að koma sjómannadagur - bara hálfur mán í það

Bjarney Hallgrímsdóttir, 14.5.2008 kl. 21:24

3 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Já mikið held ég að þetta starf geti tekið á. Í mínum geira er talað um kulnun í starfi Kærar kveðjur til þín.

Sóley Valdimarsdóttir, 14.5.2008 kl. 21:52

4 identicon

Þú hefur nú hingað til haft ágætis sjóþol, .þannig að ég sé það ekki í hendi mér að þú sért að fara að sjóspringa...það eru nú aðrir sem sjá um það held ég

eddi (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 13:38

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sat hann í stól sínum kallinn

og klóraði svoldið í punginn.

Í snarhasti sló hann í dallinn

nei helvítið er sjó-sprunginn. 

Og þá er auðvitað ekkert að gera annað en drífa sig í land, er það ekki?

Haraldur Bjarnason, 15.5.2008 kl. 18:03

6 identicon

Þar er nú ekki skrítið að hann sé að vera sjósprunginn, náttúrulega kominn með gráa fiðringinn. Já nú er bara að skreppa í land og losa um spennuna.

Ólöf María Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 11:36

7 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Maður getur alltaf huggað sig við það á sjónum að etir því sem dagarnir líða styttist alltaf í landstím.

Halli núna gengur illa að slá í dallinn.

Olla mín, er ekki frændi lika kominn með gráa fiðringinn hef nú trú á því.

Grétar Rögnvarsson, 16.5.2008 kl. 16:14

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já en það kemur. Annars vantaði eitt orð í neðstu línuna á leirburðinum. Hún á að vera svona: Nei helvítið, hann er sjó-sprunginn - Hafðu það gott

Haraldur Bjarnason, 16.5.2008 kl. 17:38

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þekki þennan fíling, það er að segja að fá upp í kok. Sjósprunginn er fínt orð. því miður bráir þetta helvíti af manni aftur og alltaf eru að koma dagar þar sem maður vildi helst vera á sjó. Í vetur var nóg að skoða veðurspánna til að löngunin hyrfi en það er verra nú á dögum þegar maður horfir á spegilsléttan sjóinn dag eftir dag.

Víðir Benediktsson, 16.5.2008 kl. 20:17

10 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sammála Víðir þetta helvíti bráir af manni áður en maður veit af...

Hallgrímur Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 20:34

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvað segið þið um Einar Kristin er hann ráðsprunginn?

Sigurjón Þórðarson, 17.5.2008 kl. 11:49

12 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Einar Lundi er klárlega ráðsprunginn, í það minnsta.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.5.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband