10.5.2008 | 11:18
Minning
Aðalsteinn Jónsson Þessa minningargrein skrifa ég í blaðið í dag og birti líka hér.
| ||
Eins og flest allir Eskfirðingar fór ég að vinna hjá Hraðafrystihúsi Eskifjarðar sem ungur maður, fyrirtækinu hans Alla. Árið 1988 eða fyrir 20 árum síðan fór ég að kynnast Alla betur þegar hann réð mig sem skipstjóra á Jón Kjartansson SU-111. Finnst mér það hafa verið forréttindi að fá að vinna fyrir hann og kynnast honum, hann var ákveðinn en alltaf sanngjarn. Það fór ekkert á milli mála að það var hann sem réði og eftir því var farið. Það var ekkert verið að hika við hlutina þegar einhver ákvörðun var tekin, og man ég sérstaklega eftir tveim atvikum, það var þegar ég var stýrimaður á Hólmatindi, þegar hann hringdi einn morguninn og sagðist vera búinn að kaupa nýjan togara og við skildum fiska í skipið og sigla með aflann til Bretlands og fara síðan til Frakklands að sækja nýja togarann. Var það gert og þar tók Alli síðan á móti okkur. Svo var það þegar hann hringdi og sagðist vera búinn að kaupa nýjar og stærri vélar í Jón Kjartansson og Hólmaborg og við ættum að fara til Póllands í vélarskipti, var það gert og allir vita hverju það hefur skilað. það var hans líf og indi að fylgjast með skipunum og hringdi hann oft um borð, sérstaklega þegar við vorum á loðnu, og hringdi hann oft á dag til að fá fréttir. Þegar vel gekk fékk maður klapp á bakið sem var "flott hjá þér elskan" og þegar manni fannst ekki ganga nógu vel og var að barma sér, þá kom bara "kemur bara næst elskan". Það var ekki ósjaldan að maður hitti Alla út í bæ eða út á skrifstofu, og ef maður var með börnin með tók hann þau alltaf í fangið og höfðu þau þá forgang í spjallinu. Hann var einstaklega barngóður maður. Síðan er það mér í fersku minn þegar faðir minn slasaðist illa á auga, en hann var verkstjóri í saltfiskvinnslunni hans að þá fór Alli sjálfur með honum í sjúkraflugi til Reykjavíkur, svona var hann alltaf hjálplegur þegar eitthvað var að.
|
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir að deila þessu með okkur, kæri Grétar. Ég var búin að lesa hana í Mogga, ásamt hinum greinunum. Blessuð sé minning Alla okkar.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.5.2008 kl. 13:11
Falleg orð um góðan mann. Ég kynntist Alla aldrei sjálf en það sem maður hefur heyrt og lesið um hann sýnir að þarna hefur verið á ferðinni sannur öðlingur.
Sóley Valdimarsdóttir, 10.5.2008 kl. 13:47
Ég kynntist Alla aldrei meira en að verða málkunnugur honum, en það sem það var voru ánægjuleg kynni og uppbyggjandi af skemmtilegum og sérstæðum karakter.
Ég votta fjölskyldunni og ykkur Eskfirðingum öllum samúð mína. Blessuð sé minning Aðalsteins Jónssonar.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.5.2008 kl. 21:27
Falleg minningargrein - og lýsir Alla alveg í hnotskurn
Athöfnin í dag var falleg - fallegur söngur, falleg og góð ræða hjá Davíð og nokkrum sinnum sagði hann frá einhverju spaugilegu af Alla - og það var svo fallegt að hafa það í ræðunni - ég er nefnilga alveg viss um að Alli hefði viljað að við myndum brosa út í bæði og það gerðist nokkrum sinnum.
Blessuð sé minning hans, við eskfirðingar munum aldrei gleyma hvað hann gerði fyrir okkur
Bjarney Hallgrímsdóttir, 11.5.2008 kl. 00:09
Mjög falleg og vel skrifuð grein og alveg í anda hans.Hann er stór missir og það kemur aldrei neinn í staðinn fyrir hann.
Áslaug (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 02:14
Guðný það var nú þannig í gær að faðir minn hitti fermingarbróðir sinn, bróður þinn Gauta í jarðarförinni í gær. Skemmtileg tilviljun.
Já þetta var einstakur maður og það var gaman að fá að kynnast honum, því miður eru svona karakterar ekki lengur við líði.
Já Badda svona virkaði hann á mig held ég hafi ekki borið meiri virðingu fyrir neinum manni en honum og það á örugglega við fleiri en mig, húmorinn var sko í góðu lagi hjá honum og sagði hann mér margar skemmtilegar sögur að körlum á Eski, sem ekki eru hafandi eftir hér.
Grétar Rögnvarsson, 11.5.2008 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.