Blíðublogg

Hringt var í mig og spurt hvort afmælið hjá nafna stæði enn eða hvort ég væri hættur að blogga eða nennti ekki.  Staðreyndin er að ég hef lítið að segja og nenni ekki að blogga. Sit hér í brúnni  í kæfandi hita sól og blíðu og er allur orðinn hálf dofinn.  En annars, veðrið er ekki smá gott hér og búið að vera síðustu daga. Og dagur í mínu lífi er svona, vakna  milli 9 og 10 á morgnana og kveiki á útvarpinu, velti mér fram úr kojunni þegar ég nenni ekki að liggja lengur, fer niður og drekk minnst 2 kaffibolla og staulast upp i brú oft um kl 10-1030. Gerði reyndar undantekningu í gær því ég fór í ljósabekkinn  áður en ég mætti á stjórnpall.  Sit hér á afturendanum til miðnættis, fer þá og les í einn til tvö klukkutíma og sofna,  skrepp i mat tvisvar í ca hálftíma í hvort skipti, það er hámark, sem sagt svona 13- 14 tíma viðvera á dag. Og í dag fór Sævar og Stebbi á rúntinn á léttbátnum og tóku nokkrar myndir og set ég eina hér inn sem þeir tóku í sjóferðinni, og svo eina af mér í minni týpísku stellingu hér í brúnni sem var tekin fyrir tveim dögum. Góðar stundir.ÉgMyndir Sævar 059

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

OMG hvað mig langar í þessa sól og þennan hita. Njóttu vel

Sóley Valdimarsdóttir, 8.5.2008 kl. 17:14

2 identicon

Ég mundi stinga uppá að þú makaðir á þig olíu og legðist í sólbað útá dekki Nýta góða veðrið á meðan það er maður... og svona sólböð hressa svo uppá sálatetrið...og þú gætir kannski orðið jafn brúnn og ég

Erna (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 21:30

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hljómar ágætlega, verð ég að segja... svona allavega séð úr landi.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.5.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Með þessu áframhaldi dugar ekkert nema bílavigtin þegar þú kemur í land

Haraldur Bjarnason, 9.5.2008 kl. 00:21

5 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Sóley, kannski vantar kokk eða leikskólastjóra einhvertíma þeir fara nú sjálfsagt að ganga í barndóm hérna gamlingjarnir.

Já það er sko munur að vera úti á sjó í góðu veðri, maður er sko ekki búinn að gleyma brælunum hér í janúar.

Erna mín ég þarf að vera inni í brú að passa mig á öllum Rússunum sem eru hér og sviga fram hjá þeim. Svo er ég nú ekki jafn klikkaður sóldýrkandi og þú.

Guðný já þetta hljómar vel og er bara nokkuð sæmó stundum.

Halli, var eiginlega að hugsa um að fara að far í ræktina hér um borð, kannski gæti maður tálgað af sér 1-2 kg áður en maður fer í sumarfrí.

Grétar Rögnvarsson, 9.5.2008 kl. 01:01

6 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Þegar ég var á Jóni Kjartans hérna í denn, 85-88, var að vísu bara á sumrin, þá var ég alltaf í sólbaði upp á brú - oft svona góð veður eins sést greinilega á myndinni. Sko, var í sólbaði þegar ég var ekki á vakt  Það er geggjað að vera á sjó í góðu veðri, jafngeggjað og að vera á sjó í brjál brælu

En til lukku með gamla skátann, pabba þinn sko  Ég kalla pabba minn nefnilega alltaf gamla skátann, finnst það flott nafn á svona flottum gaurum

Rakst einmitt á Önnu og Dengsa koma veltandi inn götu í dag, þegar ég var á 10 km skokkinu mínu,( hóst hóst hóoooooooooooost)  rúlluðu þau inn götu, og rjóma og súkkulaði skellur á þeim út um allt, ekki sjón að sjá þitt fólk

Svunturnar komnar, svo þú ´mátt fá hérna nokkrar og selja um borð þegar þú kommer hjemme

Bjarney Hallgrímsdóttir, 9.5.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband