Mátti til með

3 eða 4 fl Austra fyrir ca 35 árumað setja þessa mynd hér en Friðrik Þorvaldsson sendi mér hana, þarna er annað hvort 3 eða 4 fl Austra á Seyðisfjarðarvelli, og endaði leikurinn víst 3-2 fyrir okkur í Austra, ekki veit ég hverjir skoruðu mörkin en það vekur athygli mína að Bjarni Kristjánsson sem var  mesta markamaskína Austra fyrr og siðar hefur ekki verið með, hlýtur að hafa verið veikur eða meiddur. Á myndinni eru, efri röð frá vinstri: Stebbi Nönnu, Pétur Ísleifs, Árni ÓlaFoss, Skúli Sveins, Bjarni Kristins, og ég (frábær hárstíll). Neðri röð frá vinstri: Helgi Geir Friðrik Þorvalds, Ari Hall, Einar Birgisson og Villi Guðmunds.

Og munurinn á aðstöðu og umgjörð knattspyrnudrengja í dag og þá, við spiluðum á malarvöllum, en nú er spilað í inni húsum með gervigrasi yfir veturinn og á grasi úti yfir sumarið, og eitt man ég þegar ég sé þessa búninga að móðir mín þurfti að sauma Austra merkið í peysuna. Þegar sonur minn sá þessa mynd fór hann að reyna að sjá hvernig skóm karlinn var í og komst að þeirri niðurstöðu að karlinn hafi verið í Adidas skóm. Til gamans set ég svo eina mynd af sýni mínum í fótboltaleik, og berið svo saman búningana, hans búningur allur í auglýsingum og fyrirliðabandið á arminum, og ekkert af þessu handbróterað af móður hans.Sigþór Rögnvar Grétarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Talandi um hárstíl, hárstíllinn í skólabókinni úr Reykholti er mun flottari (hjá okkur báðum)

Jóhann Elíasson, 29.4.2008 kl. 16:18

2 identicon

Gæti verið að þessi mynd af strákunum sé tekinn á Seyðisfirði sýnist ég sjá sundlaugina þar í baksýn.

sibba (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 16:34

3 identicon

Alveg er þetta frábær mynd af ykkur

kveðja

systa

Systa (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 16:42

4 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Jói þetta er nú ekkert hár miðað við hárstílinn sem var þegar við vorum í Reykholti.

Jú þessi mynd er tekin á Seyðisfirði.

Já Systa þú manst sennilega eftir okkur gemlingunum svona.

Grétar Rögnvarsson, 29.4.2008 kl. 17:12

5 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Já Grétar, það er sko mikill munur á allri umgjörð, bæði aðstaðan til fótboltaiðkunnar og svo búningarnir - mér sýnist bróðir minn vera í bara venjulegri blárri peysu, get nú ekki séð að þetta sé keppnispeysa og ekkert er Austra merkið í henni og svo sýnist mér þetta nú ekki vera takkaskór sem gaurinn er í, heldur bara venjulegir strigaskór - en hann var að vísu í marki, svo kannski þurfti ekkert svoleiðis þar

Svo tekur maður einkasonninn og skoðar hans feril eins og þú ert með Dengsa - ekkert nema bestu skór, með púðum, loftdempurum og ég veit ekki hvað og hvað, en hvað gerir maður ekki fyrir grísina sína , jú nánast allt sem er í manns valdi að gera - til þess er maður nú hérna

Talandi um Austra merkið - þá er, eins og þú veist, að fara að skella á brjáluð fjáröflun og eitt að því sem ég pantaði voru grillsvuntur með Austra merkinu á - tilvalin jóla-afmælis-og tækifærisgjafir. Er ekki einmitt tilvalið fyrir capteininn á skútunni að gefa áhöfninni svona í sjómannadagsgjöf

En annars, þegar þú kemur í land, viltu þá bjalla í mig - nú eða kíkja í kaffi, þarf að ræða aðeins við þig út af þessu fjáraflanadæmi...

kv. Badda sem á að vera í próflestri en finnst miklu skemmtilegra að snúllast í þessu Austra dæmi öllu... það er bara skemmtilegra heldur en félagsfræði og skólasaga, alveg hreinasti sannleikur

Bjarney Hallgrímsdóttir, 29.4.2008 kl. 20:48

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er rakinn unaður. Gaman að sjá þessa gömlu mynd og vá, þitt hár rúlar. Líka gaman að sjá strákinn þinn og hinn ....

Hugsiði ykkur að sauma merki í peysu ... hvert fór allur þessi tími og hvernig gat þetta breyzt allt svona ?

Mér er reyndar sagt að ef ég vilji skynja tímann líða, eigi ég að horfa á stundaglas, og þetta með breytingarnar heiti framþróun. Ég þekki svo jarðbundið fólk (sem er nú eins gott fyrir himingeimsgónara eins og mig). 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.4.2008 kl. 22:16

7 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Já Badda samt man maður hvað þetta var skemmtilegur tími en mikið er allt breytt, jú jú þessir peyjar okkar vita alveg hvað þeir vilja og það er bara gott. Já ég hringi á morgun eða hinn, eða við hittumst, ég skal koma nokkrum svuntum í verð ekkert mál. Já haltu áfram að lesa gangi þér vel.

Hárið Guðný, ég þoldi þetta ekki þegar ég var unglingur allar þessar krullur, já það var alltaf nógur tími í den unnið allan sólahringinn í síld og svo bara bróderað inn á milli.  Já sem betur fer eru einhverjir jarðbundnir og þessi framþróun er rosaleg en oft skemmtileg.

Grétar Rögnvarsson, 29.4.2008 kl. 23:20

8 identicon

Sæll gamli.

Þetta er góð mynd... ekki man ég nú eftir úrslitum en við hljótum að hafa unnið.

Það hafa ekki verið til eins búningar á alla, sé að Bjarni í Múla er í Chelsi búning sem ég man að hann átti.

Kv Písl

Pétur H Ísl (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 06:33

9 identicon

Þá er það bara Moskvuborg 21 maí....  takk fyrir..

Pétur H Ísl (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 06:37

10 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Sæll vinur, Frssi hafði úrslitin á hreinu, tek eftir einu líka að Árnasynir Björn og Halldór hafa ekki verið með. Múlinn hefur sjálfsagt ekki komist í Austra peysu þú sérð hvað hann er ofvaxinn. Þið hafið verið voða litlir þú og íþróttafréttamaðurinn. Já ég man að hann átti Chelsea peysu, man þessar peysur voru pantaðar úr Sportvöruverslun Ingólfs Óskarssonar á Klapparstíg.

Já ætlarðu ekki að skreppa til Moskvu, það er nú meir lánið sem leikur við þetta Man Utd liðTil lukku með þetta gamli minn

Grétar Rögnvarsson, 30.4.2008 kl. 10:43

11 identicon

Ég sýndi henry þessa mynd og hann spurði mig hvort það hefði eki verið neinn rakari í þorpinu á þessum árum

Erna (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 177421

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband