2.4.2008 | 20:57
Dómaraskandall
Sleppt augljósri vítaspyrnu, en einvígið er enn jafn og þetta er ekki búið, Liverpool átti eitt færi í leiknum sem þeirra yfirburða leikmaður Gerrard bjó til, ósanngjörn úrslit. Dómarinn dæmdi leikinn vel fyrir utan það sleppa vítaspyrnunni og hefði fengið 10 í einkunn en fær bara 5. Annars skemmtilegur leikur.
Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 177422
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fínn leikur en afar ósanngjörn úrslit. Þó ekki væri nema vegna vítaspyrnunnar, en fleira kom svo sem til. Hef trú á að þeir hafi þetta á Anfíeld....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.4.2008 kl. 21:10
Já Hafsteinn þetta er ekki búið en verður erfitt, gott hjá þínum mönnum í gær held að þeir séu líklegir til að fara alla leið.
Grétar Rögnvarsson, 2.4.2008 kl. 21:14
Þetta kemur aftur Grétar, þýðir ekkert að tuða yfir dómurum.......það hefur aldrei gert svo dimm él að ekki birti aftur!
Haraldur Bjarnason, 2.4.2008 kl. 21:33
Æjji farðekki að grenja. Víti og ekki víti skiptir ekki máli meðan ekki var dæmt á það. Meðan Arsenalar kláruðu þetta ekki á þennan hefðbunda hátt get ég ekki séð að um ósanngjörn úrslit hafi verið að ræða. Ég meina kommon varnardúddarnir hjá Liverpool voru að standa sig með ágætum, allaveganna komust Arsenal lítið áfram gegn þeim. Allaveganna lít ég þannig á málið að það séu mörkin sem gilda en ekki e-h sem hefði átt að ske og hefði átt að dæma bla bla bla..... Annars var þetta ágætis leikur og Arsenal betri aðilin þ.e úti á vellinum en komu ekki tuðru rassgatinu þangað sem Liverpool menn vildu ekki fá hana. Verður áhugavert að fylgjast með komandi leikjum þessara ágætu liða.
Halldór (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 21:40
Alveg er ég sammála Grétari, og alveg óskyljanlegt að HOLLENSKI dómarinn hafi ekki séð þetta brot þegar hinn HOLLENSKI Kuyt reif Hleb niður. Er reyndar 100% viss að hann hafi séð þetta þar sem hann var í topp aðstöðu til þess.
Dúddi (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 21:52
Það er alveg líföruggt að dómarinn hefur séð þetta, í endursýningunni er dómarinn á milli í myndinni, svo það er útilokað að hann hafi ekki séð þetta. hann bara ákvað að dæma ekki, einhverra hluta vegna. En eins og menn segja hér, dómarinn og hans dómar er bara partur af leiknum og þýðir ekki að tuða yfir honum.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.4.2008 kl. 23:04
Já Grétar minn, svona er boltinn Þýðir ekkert að ,,nöldra" um hvað dómarinn gerði EKKI, málið er að Arsenal var betri aðilinn í leiknum EN, þeir náðu ekki að klára leikinn og má því segja að þeir hafi gert í buxurnar... svona er boltinn bara, oft ósanngjarnt EN... já. Liverpool 1-0
Skúbb ársins var að sjálfsögðu þegar Arsenalmaðurinn (veit ekkert hvað hann heitir) bjargaði Liverpool á marklínunni....án gríns, þetta verður örugglega skúbb ársins...eða allavega í Topp 10
Hefur samt örugglega verið gaman hjá börnunum þínum á leiknum, vorum alltaf að bíða eftir að sjá Dengsa veifa okkur þeir voru þarna nokkrir guttarnir úr 3 fl. með mér...
Góða ferð á sjóinn og til lukku með síðuna hjá Jóni Kjartans, fylgist þá með ykkur líka, skoða alltaf síðuna hjá Alla svo gaman að geta fyltst með ykkur líka...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:12
Já þessir dómarar ( ég er reyndar einn af þeim en geri að sjálfsögðu aldrei mistök ). Mark dæmt af gegn Boro, rangstöðumark Drogba þegar hann jafnaði um daginn og nú þetta Það hlýtur e-ð að fara að falla með okkur. Go, go Gunners.......... to Moscow
Eysteinn Þór Kristinsson, 3.4.2008 kl. 08:29
Já það virðast allir hafa séð að þetta var víti nema dómarinn, en það þýðir ekki að svekkja sig lengi á því. Þetta er bara hálfnað.
Já Badda hann var rosa ánægður og sagði það hefði verið miklu meiri stemming á þessum leik heldur en þegar við fórum í haust feðgarnir, og meir að segja hafði Erna gaman af þó hún sé nú ekki frík eins og við. Já Bauninn bölvað klúður hjá karlinum.
Já Eysteinn við klárum þetta bara förum bara erfiðu leiðina.
Grétar Rögnvarsson, 3.4.2008 kl. 11:57
Kvitta fyrir komu mína hér
Sóley Valdimarsdóttir, 3.4.2008 kl. 19:14
Sæll félagi, ég ákvað að tjá mig ekki um þetta fyrr en seinni leikurinn er búinn. En svona smá huggun þá var Arsenal betri í þessum leik en það bara telur ekki. Helv.... mörkin gera það. En ég er alveg sammála Bjarney, það eru gríðarlegir varnarhæfileikar í þessum sem við vitum ekki hvað heitir, BAUNANUM þetta hefði honum aldrei tekist við eigið mark...
Hallgrímur Guðmundsson, 3.4.2008 kl. 22:56
Badda og Halli já helvítis Bauninn, hef aldrei verið hrifinn að þessum gutta, já Halli minn spjöllum eftir seinni leikinn, rólegir þangað til
Grétar Rögnvarsson, 3.4.2008 kl. 23:11
Flott síða hjá ykkur á Jóni Kjartanssyni. Það er frábært að eitthvað kom í staðinn fyrir auðlindina og ekki verra að geta fylgst með nánast því í beinni. Ég er alveg slakur yfir þessum leikjum, sjáum til það á eftir að verða svaka slagur í þessu hef ég trú á.
Hallgrímur Guðmundsson, 4.4.2008 kl. 00:02
Já, Grétar ég er nú alvegharður Púlar eins og Halli, ég eins og fleiri sá þetta atvik og ég er nú alveg sammála þér með það að þetta fannst mér nú vera AUGLJÓS vítaspyrna. En eins og þeir sögðu í Afganistan "SHIT HAPPENS".
Eigðu góða helgi og gangi ykkur vel á miðunum.
Jóhann Elíasson, 4.4.2008 kl. 09:04
Það var gríðarlega gaman á þessum leik:-) ótrúleg stemming:-)
Erna (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.