Ný bloggsíða fyrir Jón Kjartansson SU-111

Nú hafa drengirnir hér á Jóni sett upp nýja bloggsíðu, getum nú ekki verið minni menn en aðrir, mjög mörg skip komin með svona síður og eru þær mikið skoðaðar af fólki í landi sem vil fylgjast með. Nú hef ég allavega smá tíma til að blogga erum á landleið með fullann bát að kolmuna, lítill tími á miðunum til að dunda við þetta en nógur tími á stímum, í gær var Rússaþvaga og þá þarf að vera með hugann við að passa sig á þeim, því miður virðast þeir ekki kunna siglingareglur nógu og vel og svo tala þeir litla ensku sumir, og eru svolítið erfiðir í samskiptum, og i gær lentu þeir í trolli hjá íslensku skipi og eyðilögðu og það er mikið tjón,  því þessi veiðarfæri sem við drögum á eftir okkur eru margra miljóna virði, en bloggsíðan hjá okkur á Jóni Kjartanssyni er  http://jonkjartansson.blog.is/blog/jonkjartansson ef einhverjir kíkja á þessa síðu væri gaman að fá komment svo að við getum séð hverjir eru að skoða og fylgjast með okkur körlunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Fín síða hjá ykkur á Jóni Kjartanssyni. Bestustu kveðjur úr rokinu fyrir sunnan á miðin !

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð síða hjá ykkur, fylgist örugglega með.  Það er ekki gott að þið skulið lenda í "samförum" við Rússana.  Þetta eru skaðræðismenn á miðunum, virðast ekki kunna neinar siglingareglur og svo virðist þeim vera nokkuð sama um þessa "vasaklúta", sem þeir eru með aftan í sér, við vorum í stöðugu veseni með "austantjaldsskipin" á "Hryggnum".

Jóhann Elíasson, 1.4.2008 kl. 12:36

3 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Takk fyrir Guðný, það er bærilegt rok hjá okkur núna og miðar hægt á heimleiðinni.

Já Jói þeir eru svolítið erfiðir Rússarnir, já þetta er tískan í dag að vera með fréttablogg frá skipum, og virðist mikið lesið

Grétar Rögnvarsson, 1.4.2008 kl. 17:02

4 identicon

Sæll vinur. Ég kíki reglulega á síðuna hjá þér og fæ þannig fréttir hingað í suðurhöfin sem er aldeilis sallafínt.  Ég er alls ekki sammála ykkur um að Rússarnir kunni ekki siglingareglur, þeir eru miklu lærðari í þeim fræðum en við, a.m.k. 5-6 ára nám.  Það sem ég hef rekið mig á hérna á Afríkumiðum er að það sem veldur oftast misskilningi er léleg ensku kunnátta.  Ég var að ræða við stýrimanninn minn og skýra út fyrir honum stærðina á kolmunna-trollunum sem þið eruð með og hann átti erfitt með að trúa því að svona "lítil" skip væru með þetta stór troll.  Ef eitthvað er þá eru þeir miklu viðkvæmari fyrir veiðafæratapi/tjóni en við, því þeir fá hlutfallslega miklu minni pening til veiðafærkaupa en við.  Það fer nú sennilega nokkuð eftir því hvort menn eru á íslensku skipi eða rússnesku, hver eru í veseni með hvern.  Jæja vinur bestu kveðjur héðan að sunnan.  Kv. Valdi    

Valdi Alla (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 19:21

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það má kannski segja að þessi fréttablogg komi í staðinn fyrir fréttir fjölmiðla af sjónum. Þeir eru allir hættir að leggja uppúr slíkum fréttaflutningi síðan Auðlindin söng sitt síðasta. Nú virðist allt snúast um fréttir af bönkum og peningamálum

Ronaldo var að skora GLÆSIMARK gegn Roma, mað skalla eftir 39 mín.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.4.2008 kl. 19:28

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þakka þér fyrir að minnast á Auðlindina Hafsteinn. Ég stýrði henni undir lokin og talaði fyrir daufum eyrum þegar ég barðist fyrir lífi hennar. Þeim sem stýrðu á RÚV þótti þetti ekki nógu áhugavert og það þrátt fyrir góða útkomu í skoðanakönnun og mikil andmæli frá sjómönnum og fleiri hlustendum. - Annars er gaman að sjá klausu frá Valda Alla þarna. Kveðja til þín Valdi. - Grétar, um hvað er Hafsteinn annars að tala þarna neðst?

Haraldur Bjarnason, 1.4.2008 kl. 21:44

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Auðlindin var þáttur sem maður missti eiginlega ekki af og var mikil eftirsjá að. En það er þeim líkt, að sjá ekki punktana sem það var að gefa stofnuninni. sennilega hefur vandamálið verið að það þarf sérstakan stjórnanda sem ekki eru á hverju strái í stétt fréttamanna.

Það var nú ekki allt búið þarna hjá drengnum, hefði átt að skora í það minnsta eitt í viðbót og Rooney 1 - 2, en þetta var nóg..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.4.2008 kl. 10:57

8 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Sæll félagi í suðurhöfum gaman fá komment frá þér veit að þú hefur verið að spjalla við frænda, já þetta með Rússana maður tekur eftir því að þeir eru með allar reglur í sambandi við ljósabúnað og merkingar í lagi en þegar kemur að enskunni þá er eins og þeir kunni bara að segja port to port þegar verið er að mætast, þeir eru misjafnir en þetta hefur alt lagast mikið við að fá AIS í þá maður getur þá kallað upp nöfnin á þeim og þeir svara alltaf strax.

Halli ég veit ekki hvað Hafsteinn er að segja, jú hann má vera ánægður með sína menn þeir eru að standa sig vel og eru með besta leikmann í heimi í sínum röðum að mér finnst, hann er bara snillingur þessi drengur hann Ronaldo. Til hamingju með þetta Hafsteinn, góður sigur.

Við horfum svo bara í kvöld á Ars- Liv og vonum að vel fari, veit að Valdi vil að hann fari á annan hátt en við Halli. Var að tala við tvö að mínum börnum sem voru að fara að leggja í hann á Emerites og ætla að vera vel merkt réttu liði

Grétar Rögnvarsson, 2.4.2008 kl. 15:27

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það hefur nú aldrei komið neitt almennilegt frá Liverpool nema Bítlarnir. Það vitum við þótt Valdi haldi kannski einhverju öðru fram.

Haraldur Bjarnason, 2.4.2008 kl. 16:30

10 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ha var verið að tala um gæðaliðið Liverpool... flottir gaurar í því liði, ekki satt..

Hallgrímur Guðmundsson, 3.4.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

267 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 177554

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband