Ófært vegna veðurs á sjó

Svona var að horfa út um gluggana í  gær og ófært vegna veðurs eins og sagt er í landi. En nú er komin renniblíða og ferðin sækist vel eftir sólahrings töf í brælu. Það vil nefnilega þannig til að við sem erum á sjó lendum stundum í ófærð vegna veðurs og þurfum bara að bíða af okkur veðrið. Svona til fróðleiks  2400 tonn að þyngt eru 2 milj og 400 þús kg að þyngd og er þungur hlutur sem ekki er vel hreyfanlegur í brjáluðu veðri út á sjó,  þyngd skipsins er ekki inn í þessari tölu bara farmurinn.Brælumynd Ef skip af þessari stærð og þyngd væri keyrt á fullri ferð í svona veðri þunglestað mundi allur búnaður á dekki skolast af og gluggar brotna í stýrihúsi og og allt fyllast af sjó. Þess vegna var svolítið skondið að horfa á veðurspána á Stöð 2 síðustu tvö kvöld , enginn vindstyrkur sýndur á hafi úti en vindmælir okkar sýndi mikið 20-25m/s. þessi veðurspá er greinilega bara fyrir þá sem ætla að leika sér í landi eða labba niður Laugarveginn. Gerir svo sem ekkert til nóg er að öðrum spám og veðurspá veðurstofunar er orðin til fyrirmyndar, þá á ég við sjóveðurspána sem hægt er orðið að skoða nokkra daga fram í tímann myndrænt.Blíða á siglingu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég lfii mig algerlega inní þessar myndir. Fallegt en hrikalegt. Ég er fegin að horfa bara á þetta á skjánum .... skilurðu.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.3.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

115 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband