19.3.2008 | 15:52
Loðna kolmuni og nokkrar myndir
Að lokinni loðnuvertíð settar inn nokkrar myndir sem voru teknar á meðan á stóð, en eins og allir vita var sú vertíð stutt og endasleppt. Við fiskuðum um 6000 tonn af loðnu á vertíðinni sem er með lélegri vertíðum sem ég hef tekið þátt í en þær eru nú orðnar 20. Um 500 tonn af hrognum voru kreist úr aflanum, sem lagar stöðuna aðeins. Myndirnar eru hér til hliðar og verða fleiri settar inn síðar.
Að lokinni loðnuvertíð var farið beint á kolmuna vestur af Írlandi, og erum við nú á landleið með fullann bát eða um 2400 tonn sem fengust í 6 hölum sem voru frá 300-500 tonn hvert, og var algengur togtími 6-10 tímar. Löng leið er á miðin um 600 sjómílur eða um 1100 km ef það skýrir eitthvað. Vorum á veiðum á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi þar sem voru líka Færeyingar Rússar og Spánverjar. Verðum heima á Eskifirði á föstudaginn langa eftir þá um tveggja sólahringa siglingu frá miðunum.
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komdu sæll,
gaman að lesa bloggið þiin fylgist reglulega með ferðum þínum. Kom til Eskifjarðar um daginn og þar var allt eins og í dauðs manns gröf og ég þekkti ekki sál enda engin á ferð um hábjartan daginn svo ég fór bara í kirkjugarðinn að leiði foreldra minna.
kær kveðja og gangi þér vel
Systa (við ferdumst saman fyrir nærri 37 árum)
Systa (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 16:21
Komdu sæll,
gaman að lesa bloggið þitt fylgist reglulega með ferðum þínum. Kom til Eskifjarðar um daginn og þar var allt eins og í dauðs manns gröf og ég þekkti ekki sál enda engin á ferð um hábjartan daginn svo ég fór bara í kirkjugarðinn að leiði foreldra minna.
kær kveðja og gangi þér vel
Systa (við ferdumst saman fyrir nærri 37 árum)
Systa (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 16:30
Gaman að heyra frá þér, ja þú hefðir nú getað haft upp á einhverjum að okkur fermingarsystkinum við erum nú nokkur enn á Eskifirði held við séum 8 sem búum þar og svo eru 2 með mér hér á skipinu Atli og Bjarni Kristjáns.
Bestu kveðjur til þín og hafðu það sem allra best.
p.s. hitti systir þína í fyrra í afmælisveislu í Hafnarfirði, og vonandi skilaði hún kveðjunni til þín frá mér.
Grétar Rögnvarsson, 19.3.2008 kl. 17:11
Sæll ,
já hún Guðlaug systir mín skilaði kveðjuni frá þér og fannst mér vænt um það. Bið að heilsa Atla og Bjarna. Reyni að hafa upp á ykkur næst þegar ég kem og verður það kanski eftir svona 10 ár miðað við það hversu oft ég fer austur en síðast var ég þar 1996 og svo núna um daginn. Hef enga blogg síðu en er með fullt af myndum á slóðinni http://community.webshots.com/user/systaogelvar
kær kveðja
Systa
Systa (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 17:27
Sæll Gerðis gxxxxx
Gott að ykkur gengur vel með kolmunann.
Nú er leikur í kvöld og kannski skilja 3 stig þá!!!!!!!!
Líklegt er að BK verði kátari en þú...
Kv Pétur
Pétur Ísl (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 18:39
Hæ Systa kíki á myndasíðuna þína, skila kveðjunni til þeirra, reyndar báðir í fríi núna Bjarni er að ferma í dag yngstu dótturina, fer svo ekki að styttast í fermingabarnmót hjá okkur. Kv Grétar.
Pétur hvað ertu að rífa kjaft , já hann endaði vel leikurinn hjá ykkur, veit nú ekki hvar þetta Man Utd lið væri ef þeir hefðu ekki Ronaldo. Bk var að steikja rjúpur í gær þegar ég heyrði í honum mikið að gera að útbúa fyrir fermiguna í dag. Atli gamli er veikur. Erum nú staddir 175 sml suður úr Ingólfshöfða í drullubrælu og komumst ekkert áfram.
Heyrumst gamli.
Grétar Rögnvarsson, 20.3.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.