Með ósanngjarnari úrslitum sem maður hefur séð

Þó mér leiðist nú ekki þegar Man Utd tapar var þetta hrikalega ósanngjarn, og gat maður ekki annað en vorkennt markmanns greyinu þegar hann var rekinn útaf og skorða var úr vítinu. Meira vorkenndi ég stórvini mínum Pétri Ísleifssyni, sem staddur var á Old Tr að horfa á leikinn. Ég upplifði nefnilega sjálfur að vera á Higbury fyrir nokkrum árum og sá Arsenal tapa leik fyrir Blacburn í álíka leik og þessum þar sem boltinn fór ekki í netið og Brad Fridel varði 28 dauðafæri, en það var markvarsla sem mikið hefur verið skrifað um. En á morgun ætlar minn félagi að fara að horfa á Wigan- Arsenal, og vonandi get ég sent honum skemmtilegt sms að þeim leik loknum. Annars var þessi dagur bara góður, góð úrslit í hinum bikarleiknum, og nú verður maður bara að standa með gömlu Nöllonum í Portsmouth og Eyjapeyjanum í bikarnum.

Af mínu ferðum. Vorum að losa úr fullum bát af loðnu heima á Eski, og er nú unni við að kreista hrogn úr farminum fyrir Japani, sem segja hrognin auka á kyngetu, veit ekki hvort rétt er hef ekki prufaðWink en hef smakkað hrogn þessi og eru þau mjög bragðdauf. Erum nú staddir við Hrollaugseyjar sem eru út af Steinasandi í Suðursveit á vesturleið og verðum komnir Í Faxaflóa um miðjan dag á morgun þar sem loðnan heldur sig nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já nákvæmlega þarna er ég sammála þér og ég sem Liverpool maður fann virkilega til með Man u mönnum í dag en svona er boltinn. Man vel eftir hetjudáðum Friedels hér á árum áður, maðurinn var ekki í lagi á þessum tíma !! En hvað segirðu ? heldur þú að hrognin hafi ekki þessi áhrif ? Ég meina japanir halda því fram og þ.a.l borga vel fyrir. Svo var ég að spá, hmmm ok þar sem aldurinn færist yfir væri ekki nær að sannfæra heiminn um það að málið væri " loðna" en ekki viagra ? Nei ég segi nú bara svona. En samt gangi ykkur ofboðslega vel og megiði fiska vel. Kveðja frá Spáni

Halldór (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 23:04

2 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Veit ekki hvað er til í þessu með loðnuhrognin, held að það sé nú erfitt að sannfæra heiminn, það má helst ekkert veiða og hvað þá borða.

Grétar Rögnvarsson, 8.3.2008 kl. 23:48

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Ég var nú alveg hamingjusöm í dag þegar Man Utd tapaði  Þeir í Portsmouth voru líka búnir að segja fyrir leik að þeir væru ekki hræddir við þessa gutta - Ronaldo væri bara nafn og þeir ætluðu að vinna - sem þeir og gerðu. Og að sjálfsögðu heldur maður með Eyjapeyjanum - heldur en einhverjum guttum úr útlandinu Að vísu var þetta alveg hrikaleg óheppni að þeir skyldu ekki koma boltanum í markið - en ég er alveg sátt við það...

Grétar, þú skalt standa við orð þín og færa mér Omega fitusýrur og loðnu næst þegar þú kemur í land, sem verður vafalaust fljótlega...mér finnst eins og þessi hel... flensuskítur ætli ekkert að hverfa...en hrognin vil ég ekki sjá...þau eru ógeðslega vond

Bjarney Hallgrímsdóttir, 9.3.2008 kl. 02:12

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hjartanlega sammála Grétar, þetta er bara með erfiðari leikjum sem maður hefur horft á. Portsmouth-menn sögðu þetta já Bjarney, við að berja í sig kjarkinn fyrir leikinn, en hann tapaðist nú ekki vegna þess að þeim tækist að sýna framá að Ronaldo væri bara nafn, nema síður væri, heldur fyrir hreint gæfuleysi minna manna í markaskoruninni, næg voru færin...

Það ætti ekki að vera erfitt að eiga við loðnuna í dag Grétar, eins og veðrið leikur við okkur á þessu svæði, gangi þér allt í haginn.... 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.3.2008 kl. 10:26

5 identicon

Japanir eru nú frekar fjölmenn þjóð....einhver hlýtur ástæðan að vera fyrir því

Erna (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:21

6 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

hehhehehehe, satt hjá þér Erna...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:56

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Eitthvað virðast Kínverjarnir vita af þessu með hrognin líka...

Hallgrímur Guðmundsson, 11.3.2008 kl. 23:56

8 identicon

Hæ afi vildum leyfa þér að vita að við erum að koma austur um páskana og vilju sko fá afaknús kveðja Lilja og Anna..

P.s takk æðislega fyrir peysurnar þær eru æði.. kisskiss

Lilja og Anna (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 177421

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband