Hrikalega grófir

Það var hrikalegt að sjá brotið á Eduardo, og maður beið, eiginlega eftir næsta fótbroti, Birmingham liðið fór greinilega í þennan leik með því hugarfari að stoppa Arsenal leikmennina, sama hvað það kostaði, hrikalega grófir, ósanngjörn úrslit, Arsenal liðið mörgum klössum ofar, en svona er fótboltinn betra liðið vinnur ekki alltaf.
mbl.is Eduardo fótbrotnaði - Birmingham jafnaði í lokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Sammála þessu Grétar og Arsenal var mun betra liðið í þessum leik. Þó voru "hortittir" þarna innanum og þá á ég við kjánaganginn í Callas. Leikmaður í hans klassa hefur nú varla leyfi til að haga sér eins og krakki?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.2.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég sá ekki þennan leik frekar en aðra í gær, en svona nokkuð á ekkert skylt við íþróttir. Um það þarf ekki að ræða hvort liðið er betra Arsenal er mörgum klössum ofar svo einfalt er það. Hvernig væri að taka upp refsingar á þjálfarana líka þegar liðsmenn þeirra haga sér svona. Það í það minnsta gefur þeim ríka ástæðu til að setja svona ribbalda út í kuldann.

Hallgrímur Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Þetta var þokkalega ógeðslegt - lýsingin ein og sér nægði mér...var að fá sent í tölvupósti áðan myndir af brotinu og öllu því sem fjölmiðlar vildu ekki sýna og ég var fljót að eyða því, finnst ekkert gaman að sjá svona, nægði að heyra þá kappana lýsa því að ökklinn hefði bara dinglað á

Þetta er heldur ekki fótbolti þegar menn haga sér svona og ættu að fá langt langt bann, kenna þessum guttum sem svona gera með því að refsa þeim með löngu leikjabanni - ef þeir eiga þá að fá að spila aftur...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 25.2.2008 kl. 21:16

4 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Já þetta var mjög ljótt, sammála þér Hafsteinn þetta hjá Gallas var slök frammistaða, en var að lesa að Eduardo kemur til með að ná sér, en einhvernvegin vill maður ekki trúa því að menn geri svona að gamni sýnu, allavega las ég að Taylor væri mjög miður sín og búinn að heimsæja Eduardo á sjúkrahúsið, og fyrir það fær hannhjá mér.

Grétar Rögnvarsson, 26.2.2008 kl. 09:44

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já Grétar,ég held raunar að þetta hafi meira verið klafs og klaufagangur og allt of seinn, frekar en ásetningur, en menn þurfa að vita sín takmörk.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.2.2008 kl. 23:37

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vá, hvað ég get verið illa að mér í þessu. Þetta er annar heimur! Slæmt var að þú stoppaðir mig ekki um daginn; ég hefði alveg fyrirgefið þér Færeyjabókaleysið....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.2.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 177421

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband