11.2.2008 | 15:59
Norðmenn dekraðir á Íslandsmiðum!
Norsk uppsjávarveiðiskip fá aðra og betri meðhöndlun en íslensk skip við Noregsstrendur. Nú er floti norðmanna komin til loðnuveiða hér og þeim leyfist að fara inn á firði til að frysta loðnuna.
Íslensk skip sem veiða síld i þeirra lögsögu mega ekki frysta inn á þeirra fjörðum, og eru alltaf undir stanslausu áreiti frá landhelgisgæslu þeirra, og eru þeir alltaf á einhverskonar nornaveiðum og færa íslensk skip til hafnar við minnsta tilefni, hefur það skeð ansi oft og þá fyrir engar eða litlar sakir, menn hafa jafnvel verið færðir til hafnar fyrir smá mistök við skrif í afladagbækur.
Held að þeir yrðu ansi hissa ef þeir fengju sömu móttökur og við fáum hjá þeim, en það er ekki það sem ég óska heldur ættu embættismenn sem semja um gangkvæmar veiðiheimildir, að verða harðari og ekki láta alltaf valtra yfir sig á skítugum skónum.
En annars, erum á landleið til Eskifjarðar með 1700 tonn af kolmuna sem við fengum suður af Færeyjum. Fundum ekkert í gær en svo virtist sem fiskurinn væri genginn suður fyrir línu í Enska lögsögu, erfitt hefur verið að stunda veiðar síðustu daga, mikið um brælur og leiðinda veltingur búinn að vera hjá okkur.
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta eru náttúrulega bara dritsekkir pabbi minn...það breytist væntanlega seint
Erna (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 20:15
Góða heimferð! Takk fyrir tilboðið með bækurnar, vertu ævinlega velkominn, ef þú sérð ljós í koti, gaman væri að sjá þig.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.2.2008 kl. 20:34
Norðmenn hafa ætíð haft horn í síðu okkar íslendinga Grétar. Ég man eftir því þegar við vorum á síldinni í Norðursjónum og þurftum að koma við í Noregi vegna ýmisa mála.
Danir voru aftur á móti allt öðruvísi og betri.
Níels A. Ársælsson., 11.2.2008 kl. 20:45
Heyja Norge...þeir eru nú búnir að liggja hérna inni á Esk í tæpa viku, og svo hafa nokkur verið úti í firði að frysta. Skilst að það hafa verið mikið fjör og fjölmennt á barnum síðustu helgi...mætti ekki...enda þoli ég ekki hvernig Norðmenn fara með okkur eða kannski bara var annað að hugsa um og nóg að gera.
En velkomin heim í fjörðinn fagra Grétar og áhöfn
Bjarney Hallgrímsdóttir, 12.2.2008 kl. 22:55
Hvað segir frændi...
var að komast að því rétt í þessu að þú ert ofurbloggari... ÓTRÚLEGT!!!
Gaman að lesa þetta og velkominn heim...
Þú skilar kveðju til allra frá afleysingarkokknum
Sigga frænka (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 15:10
Ég get nú vel unnt kallagreyjunum að komast í skjól og á barinn, fyrst það er verið að hleypa þeim hingað á veiðar, við megum ekki vera sömu fíflin og þeir sem fara fyrir þessu hjá þeim.
Það er hinsvegar óhætt að setja spurningarmerki við þessar veiðar yfirleitt og svo var núna sýndist mér, verið að gefa sólarhring í viðbót á þetta hjá þeim og fjölga uppí 40 skip í einu??? Átta mig nú ekki alveg á hvað þeir eiga að gera með það núna og tíminn er að renna út?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.2.2008 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.