1.2.2008 | 17:15
Versta veður sem ég hef upplifað
Það versta veður sem ég hef upplifað var hér í gærkvöldi í Fuglafirði, þar sem við bíðum nú eftir losun, við liggjum hér við bryggju og í gær vorum við í mestu vandræðum með að hemja bátinn við bryggjuna. það tókst loks þegar báðir togvírar voru komnir upp en þá höfðum við slitið tóg og fastsetningapollar á skipinu rifnað upp, tvö loftnet fuku af stýrishúsinu. Vindhraða mælar í borð um skipunum fóru yfir 50m/s í verstu kviðum, en 7 íslensk kolmunaskip leituðu vars hér í veðrinu. 3 úr áhöfnin tókust á loft þegar verið var að brasa við að binda skipið, og meiddist einn lítillega. Hvasst getur nú verið heima á Eskifirð í Nv átt en ekkert í líkingu við þetta. Rafmagn hefur farið hér af bæjum af og til en nú er verðrið orðið ágætt þegar þetta er skrifað.
Allir bátar í Skálavík skemmdust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þá ættirðu að prufa að vera á í Götu í norðan átt, Fuglafjörður er lognpollur miðað við það og þó bara 8 km á milli staða
Jónas (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 21:41
Maður var búin að heyra um þetta brjálað veður í Færeyjum, í morgun.
Ég frétti svo í dag að þeim sem fuku og mikil lukka að ekki fór verr. Vona að brælan fari nú að ganga niður svo þið komist á miðin og færið björ í bú.
Úr því verið er að minnast á vond veður þá eru nú ekki nema 25 km á Norðfjörð og þar var alveg kolvitlaust veður í gærmorgun og skóla aflýst en hér í firðinum fagra var nánast logn, og að sjálfsögðu skóli...smá ófærð hér og þar og bílar fastir hér og þar...en það er nú bara gaman að því...
Hafðu það gott og heilsa til allra...............
Bjarney Hallgrímsdóttir, 2.2.2008 kl. 00:23
Já ég frétti af veðrinu í Götu að þar hefði slökkvistöð fokið á haf út og bílar fokið og menn. Förum alltaf varlega Kristjana, eins og hægt er, Baddda það er allt best hjá okkur eins og við vitum þó svo að þú hafir nú gert tilraun til að gerast Nobbari, hér er nú komin algjör blíða, bíðum bara enn eftir löndun hér fór allt úr skorðum vegna rafmagnsleysis, og verksmiðjan stoppaði.
Grétar Rögnvarsson, 2.2.2008 kl. 10:12
Bið að heilsa til Færeyja .... Einusinni átti ég pennavin þar sem heit Leivur .... Það var ógnarlega gaman að fá bréf frá honum á þessu undursamlega máli ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.2.2008 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.