31.1.2008 | 11:07
Aftur kominn til Færeyja
Erum komnir til Færeyja aftur, vorum lagðir að stað heim með 1450 tonn af kolmuna, en vegna mjög slæms veðurútlits milli Færeyja og Íslands farið hér inn og landað. Höfnin hér að fyllast af bátum sem eru að koma til löndunar vegna veðurs, hér er eina fiskimjölsverksmiðjan í Færeyjum og er hún mjög stór og afkastamikil, annars ekkert að frétta gengur bara vel í boltanum Púllarar í sárum eftir gærkveldið, og allir búnir að fá ógeð á umfjöllun um ruglið í borgarstjórninni.
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Miklir möguleikar til úrbóta
- Tveir grunaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot
- Opna aftur um leið og þau geta
- Gjöld á ferðaþjónustuna hækki
- Tíðindi í nýrri könnun: Framsókn út af þingi
- Stal nokkur hundruð kílóum af kjötvörum
- Spursmál: Samfylkingin lækkar flugið
- Blanda íbúða, þjónustu og verslana
- Höfum sloppið bærilega með skaða af þessu gosi
- Ekki alltaf sammála Svandísi
Athugasemdir
Það er bara að mok fiskast hjá ykkur Grétar. Hvað er títt af loðnugöngum ? Helduru að hún komi ekki bara upp einn daginn út af Hornafirði eða jafnvel djúpt undan SA af Vestmannaeyjum ?
Ég gæti líka trúað á vesturgöngu upp Víkurálinn fljótlega !
Níels A. Ársælsson., 31.1.2008 kl. 11:24
Ég er ekkert sár, það verður nú að leyfa West Ham að vinna einhvern tíma
Borgarmálin...hvað er nú það
Vona þið fáið höfðinglegar móttökur í Föreyjum, eins og mér skilst nú að þið fáið...
kveða úr snjónum
Bjarney Hallgrímsdóttir, 31.1.2008 kl. 11:51
Sæll félagi.
Til hamingju með góðan túr. Veit ekki hvor á að bögga þig vegna gengi Liverpool á árinu. Betri tíð kemur með hækkandi sól.
Þorsteinn Hauksson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:08
Nilli þegar þetta hefur verið sem svartast hefur oft komið góð vertíð, var bara sjálfur tvo daga á loðnu í byrjun vertíðar og sá þá hvorki meira eða minna en oft áður, en það er ekkert marktækt enda ekki farið yfir stórt svæði, held að þetta geti alveg komið aftan að mönnum og komið fyrir vestan eins og 2001. Þetta er búið að vera allt í lagi á kolmunnanum þegar viðrar en það er alltaf bræla.
Badda við fáum alltaf góðar móttökur hér, það er bara svo gaman hér þegar Púllarar misstíga sig því hér er starfræktur Liverpoolklúbbur um borð með 4 meðlimum. Doddi er formaður og Guðni skemmtanastjóri, alltaf gott þegar West Ham vinur þá heldur maður allavega að vextirnir farið að lækka. Hér er alveg brjálað veður örugglega 40- 50 m/s í mestu kviðum.
Þorsteinn Hauksson, kannast við nafnið en kveiki ekki alveg. Þekkjumst við
Grétar Rögnvarsson, 31.1.2008 kl. 17:14
hehehe, ég er viss um að þeir taka störf sín af fullri alvöru þeir Doddi og Guðni og gott að þið getið skemmt ykkur í brælunni, ekki eru þær svo skemmtilegar....
Vona líka að vextirnir fari að lækka
Hafið það fínt í brælunni og vonandi fer þessu að ljúka svo þið komist að veiða meiri svartkjaft
Bjarney Hallgrímsdóttir, 31.1.2008 kl. 17:47
Sæll Grétar minn vildi bara minna þig á skrifin síðan 28/11 þetta með að éta flíspeysuna, nú er síðasti séns í dag samkvæmt því, hinsvegar er ég til í að gefa þér lengri frest því ég er sammála þér að einu leyti, þetta verður ekkert verri loðnuvertíð en oft áður og held að það verði olympískar veiðar eftir að hún gefur sig til,að því undanskildu að politíkin sé ekki búin að sjá fyrir þessu
fyrirfram.kv Jói Danner stýrimaður Krossey
Jóhannes Danner (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 18:59
Badda það er ekki manni eða hundi út sigandi hér brjálað veður.
Sæll Jói minn vonandi þarf ég ekki að éta helvítis peysuna, en djöfulsins rok er hérna.
Grétar Rögnvarsson, 31.1.2008 kl. 21:43
Sæll Grétar.
Sjaldan kallaður þorsteinn oftast Seini. Áttum saman góðar stundir við breytingarnar á Jóni í Póllandi, vinn hjá Slippfélaginu.
Þorsteinn Hauksson, 1.2.2008 kl. 12:54
Blessaður Steini minn vissi að ég ætti að þekkja manninn, svona verður maður með aldrinum, bið að heilsa Herði og Kolla.
Grétar Rögnvarsson, 2.2.2008 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.