26.1.2008 | 11:20
Bræla og aftur bræla.
Enn og aftur bræla liggjum nú inn á Tvoroyri sem er 2000 manna bær á Suðurey sem er syðsta eyja Færeyja. http://www.tvoroyri.fo/ Komum á miðin og náðum einu löngu hali 300 tonn og þá var farið að vinda og fengum við mjög vont veður á leið hér í var, veður hæð komst í 38 m/s, gluggi á eldhúsi kokksins brotnaði og sjór flæddi inn enginn varð fyrir glerinu sem betur fer.
Liggjum hér inn á Tvoroyri sem er fæðingabær Sigurdar Joensen stórbryta, en héðan flutti hann til Íslands 12 ára gamall, í tilefni komu okkar til bæjarins bauð brytinn okkur út að borða í gærkveldi á hótel bæjarins þar sem boðið var upp á neytabúffur og tilbehorende. Síaðn var brytinn nátturlega í heimsóknum hjá skildmennum í gær en hér á hann 3 móðursystur og mikið að skyldfólki.
Verðum hér þangað til veðrið lagast en þá verður reynt aftur við (Svartkjaftinn) Kolmunann. Það sem vakti athygli manns hér í gær í ökuferð um bæinn var að rollur voru á beit í nánast hverjum garði, heimilislegt það og er ég að hugsa um að fá mér 2-3 til að bíta gras úr mínum garði. Síðan er alltaf jafn skrýtið að sjá nýbyggð hús með torfþaki, en það er víst mun dýrara en venjulegt þak.
Bestu kveðjur til allra Eskfirðinga sem ætla að blóta þorra í kvöld í en við verðum víst víðsfjarii. Góða skemtun og skál.
249 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Ryan Gosling í nýrri Stjörnustríðsmynd
- Ísland vekur athygli í nýju tónlistarmyndbandi
- Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
- Amma Rutar í ástarleit á Tinder
- Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates
- Gekkst undir aðgerð eftir sigurinn
- Kántrýgæinn á leið til Íslands
- Julia Fox með berar kinnar á Coachella
Íþróttir
- Gamla ljósmyndin: Láréttur Þórsari
- Fjalla um þjóðhetjuna Eygló
- Brynjari fúlasta alvara þurfum að taka út ruslið
- Leeds tveimur sigrum frá úrvalsdeildinni
- Landsliðskonan með stórleik í úrslitum
- Sara Björk með stórleik
- Bikarmeistararnir skoruðu fjögur
- Vestri áfram eftir vítakeppni
- KR þarf einn sigur í viðbót
- Brynjar Karl býður sig fram í forsetakjörinu
Athugasemdir
Það er alltaf gaman að koma til Færeyja, þvílíkir höfðingjar heim að sækja. Ég sé að þú er lagður á stað á miðin félagi, vonandi fer tíðarfarið að lagast þetta er eiginlega orðið ágætt í bili með þessar brælur.
Hér á klakanum blæs duglega þessa dagana, ég held svei mér þá að guðirnir séu að mótmæla lygaráðstefnu Hafró sem er haldin þessa helgi.
Hallgrímur Guðmundsson, 27.1.2008 kl. 14:13
Þakka þér Grétar, blótið var fínt og leiðinlegt að þið skylduð missa af því... en hér á Esk er sko ekki bræla, það er nú bara blíðan og bæirnir allt í kring...ættuð bara að koma ykkur heim
Nei annars, það verða einhverjir að færa björg í bú... en gangi ykkur vel...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 30.1.2008 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.