Bloggað utan af sjó

Loksins tími fyrir smá blogg, ef einhver hefði sagt mér fyrir 10 árum að þetta yrði hægt hefði ég sko ekki trúað því. Sit hér í brúnni á Jóni Kjartanssyni og pikka á lyklaborð, ótrúleg en satt. Allt er mögulegt á gervihnattaöld horfa á sjónvarp og tala í síma gegnum gervihnetti. Enn þessi búnaður var settur í skipið fyrir jól.

Hef ekki haft tíma fyrr en nú til að setja niður nokkrar línur, kom 5 jan frá Tenerife keyrði beint austur og út á sjó. Er nú á landleið með um 1100 tonn af loðnu sem fengust á tveim sólahringum norðaustur úr Langanesi. Komum til Eskifjarðar kl 0400 í nótt losum aflann og tökum kolmunatroll og höldum suður fyrir Færeyjar þar sem frést hefur af ágætis kolmunaveiði. Loðnukóti er svo lítill að ekkert liggur á fyrr en endanleg mæling kemur frá Hafró en þeir voru loksins að mæta á miðin í dag.

Ekki var nú meiningin að nota þessa bloggsíðu til að lýsa veiðum en þó komið aðeins inn á hvernig hlutirnir ganga fyrir sig af og til.

Og enn og aftur gleðilegt nýtt ár til þeirra sem lesa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Alltaf gaman að fá fréttir af sjónum...gott fiskerí og þá lifnar yfir öllu

Bjarney Hallgrímsdóttir, 11.1.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Heill og sæll Grétar, Gleðilegt ár. Það er alltaf gaman að frétta eitthvað af sjónum, ég mætti til dæmis vera duglegri við það. Við skulum vona að það finnist mikið af loðnu í vetur ekki veitir af í þessu fæðuhallæri sem nú er. Fuglinn farinn að reka á land enn og aftur dauður. Það er eitthvað mikið að í hafinu hjá okkur. Magnað hvað tæknin hefur breyst á stuttum tíma, ef þetta hefði verið sagt við mann eins og þú segir, hefði maður hlegið að viðkomandi. Þetta er sem betur fer allt að lagast og menn geta verið í nánum samskiptum við fjölskylduna án þess að allur flotinn hlusti. Er Stefán Kjartansson frá Djúpavogi með þér á sjó? Ef svo er máttu skila kveðju frá mér.

Kv, Halli 

Hallgrímur Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 09:07

3 identicon

Sæll Grétar

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Ætlaði bara að setja inn smá afmæliskveðju. Til hamingju með daginn í gær.

Gangi ykkur vel á sjónum. 

Guðrún Margrét Óladóttir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 14:15

4 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Badda það var alveg kominn tími á að fara á sjó, og má nú aðeins lifna yfir þessu hérna.

Hallgrímur, ætla ekki að tjá mig strax um loðnuna enda ekki mikið að marka að vera þarna í 2 sólahr, sá ekki meira eða minna en oft hefur sést í byrjun, skulum vona að nóg sé til svo að allir verði ánægðir. Skilaði kveðjunni til Stebba hann er hér og leysir af sem stýrimaður  bæði annar og fyrsti stundum. Ætla ekki að hrósa honum hér, hann er góður drengur læt það duga, veit nefnilega að hann les þetta blogg hann er svo forvitinn eins og þú veist, eins og allir Kongóbúar enda nýkomnir út úr torfkofunum. Fæ alltaf í nefið hjá honum og það er alltaf ferskt og gott enda mikið notað og alltaf nýtt. Hann biður að heilsa þér.

Rúna takk fyrir kveðjuna, mikið af rjómatertum í gær og dag.

Grétar Rögnvarsson, 12.1.2008 kl. 16:32

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir það Grétar. En hvernig er það með Stebba er hann ekki enn búinn að finna upp einhverskonar sjálfsskömmtunar græju sem sér um moksturinn  í andlitið á sér. Það er ekki eins og þetta sé eitthvað smotterí sem gaurinn notar af þessu á dag. Ég get rétt ímyndað mér að þetta með torfkofana hafi eitthvað komið til tals eftir að hann las þetta. Honum var nær djö....... forvitni þetta er að vera að lesa dagbækur annarra... Alveg er ég sammála það má alls ekki hrósa honum, þótt hann sé drengur góður. En svona smá fyrir Stebba, þá er hann með skemmtilegri mönnum sem ég hef verið með á sjó. Ég get sagt þetta vegna þess að ég slepp alveg við að róa hann niður úr montkastinu sem þessi setning vafalaust kemur honum í... Hafið það sem best. Kv Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 14.1.2008 kl. 23:08

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gleðilegt nýtt ár Grétar.

Níels A. Ársælsson., 17.1.2008 kl. 12:24

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábært að lesa blogg beint utan af sjó; það er eins og vera sjálfur á púlsinum.....Velkominn heim og gott fiskerí (... má annars ekki segja svoleiðis???)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.1.2008 kl. 20:35

8 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Jæja smá comment, já Halli, Stebbi er sko góður drengur en það er verst að hann er búinn að stúta á sér nefinu núna karlinn, en hann er eitthvað að reyna. Heyri að þú stendur í ströngu Halli er alveg sammála þér.

Já tæknin er frábær stelpur, hef nú ekki nennt samt að setjast hér við tölvuna og blogga það er búið að vera svo leiðinlegt veður, en við erum núna á landleið með 2100 tonn af Kolmuna sem er nánast fullur bátur, verðum á Eski á morgun.

Guðný það má alveg segja gott fiskirí og það þykir líka gott að hrækja í átt að manni sem er að fara út á sjó

Grétar Rögnvarsson, 19.1.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Grétar Rögnvarsson
 Grétar Rögnvarsson
skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU-111, frá Eskifirði

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband