11.12.2007 | 14:46
Batnadi mönnum er best að lifa.
Já þeir sáu að sér og breyttu opnunartímanum á sundlauginni aftur til 2100 á kvöldin, og ætla ég að leyfa mér að hrósa þeim fyrir að leiðrétta mistök sín, það skeður nefnilega svo sjaldan að þegar embættismenn hjá ríki og bæ gera mistök að þau séu leiðrétt, en fyrir þetta fá þeir hrós eftir allar skammirnar sem þeir fengu, það virkaði allavega í þetta sinn að láta í sér heyra. Húrra fyrir okkur nöldurskjóðum bæjarins!!
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þá er það næsta mál, Knellan. Ég er byrjuð að láta bréfin rigna inn. hehehehehe
Sóley Valdimarsdóttir, 11.12.2007 kl. 20:13
Um að gera að halda áfram að nöldra ef það getur skilað einhverju
Grétar Rögnvarsson, 11.12.2007 kl. 22:34
Nöldra og nöldra og nöldra, það þyðir ekkert annað:) og við skulum svo átta okkur á því hverju Helga bæjarstjóri svaraði, held Kristjönu Atla: íþrótta-og tómstundanefnd hefur nú leiðrétt mál sín, eða eitthvað álíka. Einmitt gott að koma þessu á okkur í nefndinni sem höfðum ekki hugmynd um þetta og svo þess á milli var starfsfólk sundlaugarinnar sem bara ábyrgð á þessum opnunartíma, furðulegt að fólk geti sagt svona ósatt, þegar margir vita að ekki er verið að segja satt... en hins vegar er hamingja með að komast eftir kvöldmat og fréttir, um hálf 8 og liggja til 9:)
Bjarney Hallgrímsdóttir, 12.12.2007 kl. 00:31
Við eigum náttúrulega að óska okkur til hamingju með að þessu skuli hafa verið breytt, ef ekki hefði verið byrjað að nöldra og hneykslast hefði ekkert skeð, Badda hvort ertu Leedsari eða Púllari, var að lesa bloggið þitt, ég get skráð þig Arsenal klúbbinn ef þú ert í vafa með hvaða liði þú átt að vera.
Grétar Rögnvarsson, 12.12.2007 kl. 23:26
Er sko Leedsari Grétar minn:) en þar sem þeir eru í æfingabúðum í neðri deildum þá heldur maður með Liverpool, svona til að vera með... en má maður ekki bara vera meðlimur í einum klúbbi? ef svo er Grétar minn, þá er ég þegar meðlimur í Leeds klúbbnum og guttinn í Liverpool klúbbnum, erum svo klúbbvæn hér í ,,Írak"
Bjarney Hallgrímsdóttir, 13.12.2007 kl. 17:51
Varðandi sundlaugina. Þarna vakna gamlar minningar. Mínar bestu eru allur sá tími sem tók að fullgera laugina. Grunnurinn stóð (að ég held) í einhver ár. Búið var að steypa en svo ekki söguna meir eins og gengur. Þarna í grunninum spruttu fram fullskapaðar hetjur og helst man ég Hauk Viggósson sem hinn eina sanna Hróa hött. Það var barist og varist og ævintýrin urðu ljóslifandi. Hvílíkur munaður. Já. Sundlaugin á Eskifirði geymir marga ævintýralega atburði og ég er viss um að þeir eru þarna á floti þegar þú nýtur vatnsverunnar og gera allt svo miklu skemmtilegra. Óskir um góðan dag. Kær kveðja - Unnur Sólrún
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 09:15
Já Unnur þetta man ég líka vel fyrst var girt með járnplötum og svo kom íþróttahúsið yfir, en eins og þú kannski veist þá erum við búin að fá hér nýja sundlaug sem er hið glæslegasta mannvirki og hún er við hliðin á fótboltavellinum, sem sagt nær ánni. Já ég man vel eftir Hauki og fleiri hetjum á hans reki svo minnumst nú ekki á foringja í bardagsveit útbæinga Ómar Mansa og innbæinga Eyla á Músalæk. Dagurinn var nú ekki alveg eins góður og ég vildi hafa, ælupest og tilheyrandi verkir, en nú er allt að lagast. og á morgun fótbolti og meiri fótbolti. Kær kveðja frá Esk Grétar.
Grétar Rögnvarsson, 15.12.2007 kl. 23:19
Frábært að lesa sundlaugarsögur frá Eskifirði. Já, við Unnur munum gömlu laugina. Það tók næstum alla okkar barnæsku að fullgera hana. - Já, ég man eftir foringjunum í striðnispúkaklíkunum í út - og innbænum. Þetta verður allt svo sjarmerandi í minningunum. Ég hitti Eila nokkrum sinnum vegna skipulags á móti árganga 1951, 2 og 3, sumarið 2006. Þær voru óborganlegar sumar "leyndarmála"-sögurnar sem hann sagði okkur..! Eskfirðingar lengi lifi..húrra.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.12.2007 kl. 00:55
Ji, gaman að lesa frá ykkur þremur þessar sögur um gömlu sundlaugina okkar:) Ég er nú svo UNG (hóst hóst ) að ég man ekki þetta með sundlaugina en man hins vegar eftir þegar systkinin, Ari og Júlla voru að berjast, en voru í miðbænum og ég veit ekkert hver réði þar þetta voru eiginlega ferlega fyndnir tímar... og gaman að eskfirðingar hittist hérna á blogginu og deili sögum frá í denn...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 16.12.2007 kl. 08:43
Til lukku með þennan árangur, það á að fara eftir kröfum og þörfum fólksins ekki hvað einhverju möppudýri finnst. Og að lokum Grétar til hamingju með þína menn í gær. Ég missti af báðum leikjunum því er nú ver en svona er þetta bara.
Hallgrímur Guðmundsson, 17.12.2007 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.