10.12.2007 | 12:07
Frábært í Svartaskógi.
Á þessum árstíma þykir það ekki í frásögu færandi þó skroppið sé á jólahlaðborð, en ég get ekki annað en sagt frá því besta jólahlaðborði sem ég hef komið á, og hef ég þó komið ansi víða bæði hér fyrir austan og í Reykjavík. Á föstudagskveldi fóru kennarar skólans upp í Svartaskóg á Héraði og við makar með http://www.sveit.is/disp.asp?500&pid=77 og maturinn var frábær og stemmingin sem fólkið á svæðinu bjó til skemmtileg. Á maður nú ekki að hrósa því sem vel er gert, ekki bara vera neikvæður í blogginu.
En það þykir í frásögu færandi ef ég fer í kirkju en það skeður þó af og til en ekki of oft. Fórum í kirkju á fimmtudagskvöld á aðventukvöld, þar sem börn léku stórt hlutverk, og var það bara mjög gaman, og að sjá hvað þau voru ófeimin að leika fyrir framan fulla kirkju af fólki. Myndin er af börnum úr 2 bekk. Tinna Árnadóttir söng einsöng með sinni silkimjúku rödd, og Kristján Möller samgönguráðherra flutti skemmtilega ræðu, allt fór þetta fram undir handleiðslu okkar frábæra sóknarprests Davíð Baldurssonar.
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er nú gott að heyra að þú hafir fengið eitthvað gott að borða um helgina gamli minn Mér finnst þessi mynd af Daníel í kirkjunni frekar kostuleg
Erna (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 12:41
Já, jólahlaðborðin geta verið skrautleg og skemmtileg. Ef félagsskapurinn er góður er alltaf gaman. Mér finnst samt alltaf verst þegar ég er farin að borða hangikjöt með karamellusósu og ís með sveppasósu. Skilurðu??
Saknaðarkveðjur til fjallanna minna. .. . .. .
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.12.2007 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.